Twitter í vandræðum: Tekjuvöxtur hefur aldrei verið minni Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2017 14:30 Vísir/AFP Tekjvöxtur Twitter hefur aldrei verið minni frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 2013. Tekjur fyrirtækisins voru 717 milljónir dala, um 80 milljarðar íslenskra króna, á síðasta fjórðungi 2016, sem er einungis eins prósents aukning á milli ára og tapaði fyrirtækið 167 milljónum dala. Tap fyrirtækisins jókst á milli ára en á síðasta fjórðungi 2015 var tapið 90,24 milljónir dala. Hlutabréf Twitter hafa fallið í verði eftir tilkynninguna í morgun. Tekjur frá auglýsingum drógust saman á milli ára og varaði fyrirtækið við því að sú þróun gæti haldið áfram á þessu ári.Yfirlit yfir tekjur Twitter 2016 og síðasta fjórðung 2015.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir þetta til marks um að auglýsendur snúi sér í auknu mæli að Facebook. Í síðustu viku tilkynnti Facebook að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um þrjá milljarða dala á milli ára, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna. Twitter þarf að fjölga notendum sínum hraðar til að hækka auglýsingatekjur sínar. Aðrar tekjur fyrirtækisins jukust þó um 17 prósent.Fjölgun notenda sem eru virkir í hverjum mánuði.Athygli hefur vekið að Trump-bólan svokallaða virðist ekki hafa skilað sér til Twitter. Reiknað hafði verið með því að notendum myndi fjölga mikið vegna þess hve virkur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er á samfélagsmiðlinum. Sú aukning notenda er undir væntingum. Í bréfi til fjárfesta segir Twitter að einblýnt verði á fjögur atriði á þessu ári. Þau eru að gera Twitter öruggara, að fjárfesta frekar í grunnstoðum fyrirtækisins, að koma út nýjum notkunarmöguleikum og að einfalda tekjuöflun og vinna sig áfram í áttina að hagnaði. Donald Trump Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tekjvöxtur Twitter hefur aldrei verið minni frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 2013. Tekjur fyrirtækisins voru 717 milljónir dala, um 80 milljarðar íslenskra króna, á síðasta fjórðungi 2016, sem er einungis eins prósents aukning á milli ára og tapaði fyrirtækið 167 milljónum dala. Tap fyrirtækisins jókst á milli ára en á síðasta fjórðungi 2015 var tapið 90,24 milljónir dala. Hlutabréf Twitter hafa fallið í verði eftir tilkynninguna í morgun. Tekjur frá auglýsingum drógust saman á milli ára og varaði fyrirtækið við því að sú þróun gæti haldið áfram á þessu ári.Yfirlit yfir tekjur Twitter 2016 og síðasta fjórðung 2015.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir þetta til marks um að auglýsendur snúi sér í auknu mæli að Facebook. Í síðustu viku tilkynnti Facebook að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um þrjá milljarða dala á milli ára, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna. Twitter þarf að fjölga notendum sínum hraðar til að hækka auglýsingatekjur sínar. Aðrar tekjur fyrirtækisins jukust þó um 17 prósent.Fjölgun notenda sem eru virkir í hverjum mánuði.Athygli hefur vekið að Trump-bólan svokallaða virðist ekki hafa skilað sér til Twitter. Reiknað hafði verið með því að notendum myndi fjölga mikið vegna þess hve virkur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er á samfélagsmiðlinum. Sú aukning notenda er undir væntingum. Í bréfi til fjárfesta segir Twitter að einblýnt verði á fjögur atriði á þessu ári. Þau eru að gera Twitter öruggara, að fjárfesta frekar í grunnstoðum fyrirtækisins, að koma út nýjum notkunarmöguleikum og að einfalda tekjuöflun og vinna sig áfram í áttina að hagnaði.
Donald Trump Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira