„Það er stoppað úti um allt hvar og hvenær sem er“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2017 12:40 Runólfur Ólafsson segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Ótækt sé að alvarleg og/eða banaslys þurfi til þess að eitthvað sé að gert. skjáskot „Þetta er í öllum aðstæðum á öllum tímum árs og er greinilega alveg stjórnlaust,“ segir Unnar Már Sigurbjörnsson um myndband sem hann tók af fjölda ferðamanna stöðva bíla sína nánast hvar sem er á vegum landsins. Myndbandið hefur vakið mikla athygli enda skapar þetta stórhættu í umferðinni. Unnar tók myndskeiðið á einum sólarhring, dagana 28. og 29. janúar. „Ég var að keyra rútu á laugardagskvöldið og sótti svo björgunarsveitir upp á hálendið á sunnudaginn og var bara með myndavélina af rælni. Það var ótrúlegt magn af efni sem safnaðist yfir á innan við sólarhring og maður verður bara hugsi við að skoða þetta,“ segir hann. Aðspurður segir Unnar fólk stöðva bíla sína hvar sem er, hvenær sem er. „Þetta er misjafnt eftir árstímum. Ef það er júní þá er það lúpínan sem heillar, ef það er sumar þá er það hraunið, og svo eru það allir fossarnir undir Eyjafjöllum. Þá gildir einu hvaða spræna það er. Sama er með Lómagnúp , þar vekja allar sprænur athygli, alveg sama hversu ómerkilegar þær eru. Aðalvandinn er að það er stoppað út um allt og hvenær sem er.“Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Bæði þurfi að koma upp útskotum sem og bílastæðum víðar. „Það er algjörlega nauðsynlegt að koma upp útskotum en það er búið að tala um það í áraraðir. Vegagerðin hefur í rauninni verið að væla í fjárveitingavaldinu um að fá aukið fjármagn til þess að búa til útskot til þess að fólk geti stoppað sérstaklega nálægt þekktum stöðum,“ sagði hann í Bítinu í morgun. Runólfur vísar til slyss sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimasand í september síðastliðnum. Þar hafði hópur ferðamanna lagt tveimur bílum við vegarkantinn til þess að mynda norðurljósin og hugðist ganga að frægu flugvélarflaki á Sólheimasandi. Einn úr hópnum varð fyrir bíl og lést. Runólfur segir ótækt að slíkan atburð þurfi til þess að gripið sé til aðgerða. „Við sáum þennan hræðilega atburð núna síðast á Sólheimasandi þegar það þurfti banaslys til þess að klára að gera smá bílastæði. Þannig að það er því miður allt of mikil brotalöm. Við heyrum það frá atvinnubílstjórum að að þeir séu löngu hættir að fara á eðlilegum hraða yfir blindhæðir því þeir eiga alltaf von á einhverjum hinum megin við sem er að taka mynd eða hefur stöðvað á miðjum vegi.“Fólk gerir þetta ekki í heimalöndum sínum Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur undir orð Runólfs, og bætir við að mögulega þurfi að taka upp sektargreiðslur fyrir slík athæfi. Þá þyrfti líka að koma upp skiltum á þjóðvegum landsins. „Við áttuðum okkur á þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Ég skil ekki alveg af hverju þetta er því ekki er fólk almennt að gera þetta í sínum heimalöndum. Þú stoppar ekki á hraðbraut í Þýskalandi til þess að taka mynd af einhverju fallegu fjalli. En einhverra hluta vegna virðast þeir gera þetta hérna,“ segir Steingrímur og bendir á að bílaleigan hafi útbúið tímarit þar sem ferðamenn þar sem bent er á að ekki sé leyfilegt að stöðva á veginum eða vegarkanti. Viðtalið við Runólf og Steingrím má heyra hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust í Grindavík Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
„Þetta er í öllum aðstæðum á öllum tímum árs og er greinilega alveg stjórnlaust,“ segir Unnar Már Sigurbjörnsson um myndband sem hann tók af fjölda ferðamanna stöðva bíla sína nánast hvar sem er á vegum landsins. Myndbandið hefur vakið mikla athygli enda skapar þetta stórhættu í umferðinni. Unnar tók myndskeiðið á einum sólarhring, dagana 28. og 29. janúar. „Ég var að keyra rútu á laugardagskvöldið og sótti svo björgunarsveitir upp á hálendið á sunnudaginn og var bara með myndavélina af rælni. Það var ótrúlegt magn af efni sem safnaðist yfir á innan við sólarhring og maður verður bara hugsi við að skoða þetta,“ segir hann. Aðspurður segir Unnar fólk stöðva bíla sína hvar sem er, hvenær sem er. „Þetta er misjafnt eftir árstímum. Ef það er júní þá er það lúpínan sem heillar, ef það er sumar þá er það hraunið, og svo eru það allir fossarnir undir Eyjafjöllum. Þá gildir einu hvaða spræna það er. Sama er með Lómagnúp , þar vekja allar sprænur athygli, alveg sama hversu ómerkilegar þær eru. Aðalvandinn er að það er stoppað út um allt og hvenær sem er.“Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða strax. Bæði þurfi að koma upp útskotum sem og bílastæðum víðar. „Það er algjörlega nauðsynlegt að koma upp útskotum en það er búið að tala um það í áraraðir. Vegagerðin hefur í rauninni verið að væla í fjárveitingavaldinu um að fá aukið fjármagn til þess að búa til útskot til þess að fólk geti stoppað sérstaklega nálægt þekktum stöðum,“ sagði hann í Bítinu í morgun. Runólfur vísar til slyss sem varð á Suðurlandsvegi við Sólheimasand í september síðastliðnum. Þar hafði hópur ferðamanna lagt tveimur bílum við vegarkantinn til þess að mynda norðurljósin og hugðist ganga að frægu flugvélarflaki á Sólheimasandi. Einn úr hópnum varð fyrir bíl og lést. Runólfur segir ótækt að slíkan atburð þurfi til þess að gripið sé til aðgerða. „Við sáum þennan hræðilega atburð núna síðast á Sólheimasandi þegar það þurfti banaslys til þess að klára að gera smá bílastæði. Þannig að það er því miður allt of mikil brotalöm. Við heyrum það frá atvinnubílstjórum að að þeir séu löngu hættir að fara á eðlilegum hraða yfir blindhæðir því þeir eiga alltaf von á einhverjum hinum megin við sem er að taka mynd eða hefur stöðvað á miðjum vegi.“Fólk gerir þetta ekki í heimalöndum sínum Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur undir orð Runólfs, og bætir við að mögulega þurfi að taka upp sektargreiðslur fyrir slík athæfi. Þá þyrfti líka að koma upp skiltum á þjóðvegum landsins. „Við áttuðum okkur á þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Ég skil ekki alveg af hverju þetta er því ekki er fólk almennt að gera þetta í sínum heimalöndum. Þú stoppar ekki á hraðbraut í Þýskalandi til þess að taka mynd af einhverju fallegu fjalli. En einhverra hluta vegna virðast þeir gera þetta hérna,“ segir Steingrímur og bendir á að bílaleigan hafi útbúið tímarit þar sem ferðamenn þar sem bent er á að ekki sé leyfilegt að stöðva á veginum eða vegarkanti. Viðtalið við Runólf og Steingrím má heyra hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust í Grindavík Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira