Grindavíkurkonur í sömu vandræðum og Valskarlarnir voru fyrr í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2017 16:00 Ingunn Embla Kristínardóttir og félagar í Grindavík hafa spilað án bandarísks leikmanns frá áramótum. Vísir/Stefán Íslensk félög hafa mörg lent í vandræðum að undanförnum með að fá keppnisleyfi fyrir bandarísku leikmennina sína og síðasta félagið í vandræðum er kvennalið Grindavíkur. Hin bandaríska Angela Rodriguez var fengin til liðsins til að leysa af Ashley Grimes eftir að Grimes tilkynnti óvænt rétt fyrir áramót að hún myndi ekki koma aftur til Íslands. Angela Rodriguez er löngu komin til landsins en Grindavík hefur ekki enn fengið keppnisleyfi fyrir hana. Angela hefur þurft að horfa á síðustu leiki Grindavíkur sem allir hafa tapast. „Við erum að bíða eftir að fá þýskt sakavottorð sem þarf að fylgja atvinnuleyfisumsókn Rodriguez, en hún spilaði í þýsku deildinni tímabilið 2015-2016,“ segir Lórenz Óli Ólason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í samtali við Víkurfréttir. Það er því enn óvíst hvort að Angela Rodriguez verði búin að fá leyfi fyrir næsta leik sem er á heimavelli á móti Val annað kvöld. Valsmenn lentu í sömu vandræðum með bandaríska leikmann karlaliðsisn en Urald King fékk ekki keppnisleyfi í fyrstu leikjum tímabilsins vegna þess að Valsmenn þurftu að bíða eftir sakavottorði frás Þýskalandi. Urald King missti alls af sex deildarleikjum Valsmanna en Valsliðið hefur síðan unnið 11 af 12 leikjum sínum í deild og bikar síðan að hann fékk loksins keppnisleyfi sitt. Þjóðverjarnir tóku sér góðan tíma í að senda sakavottorðið til Íslands og endurtaka nú leikinn í máli Angelu Rodriguez. Nú er að sjá hvernig gengur hjá KR-ingum að fá leyfi fyrir nýja Bandaríkjamanninn sinn P.J. Alawoya sem á það sameiginlegt með Angelu Rodriguez og Urald King að hafa spilað í Þýskalandi. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Íslensk félög hafa mörg lent í vandræðum að undanförnum með að fá keppnisleyfi fyrir bandarísku leikmennina sína og síðasta félagið í vandræðum er kvennalið Grindavíkur. Hin bandaríska Angela Rodriguez var fengin til liðsins til að leysa af Ashley Grimes eftir að Grimes tilkynnti óvænt rétt fyrir áramót að hún myndi ekki koma aftur til Íslands. Angela Rodriguez er löngu komin til landsins en Grindavík hefur ekki enn fengið keppnisleyfi fyrir hana. Angela hefur þurft að horfa á síðustu leiki Grindavíkur sem allir hafa tapast. „Við erum að bíða eftir að fá þýskt sakavottorð sem þarf að fylgja atvinnuleyfisumsókn Rodriguez, en hún spilaði í þýsku deildinni tímabilið 2015-2016,“ segir Lórenz Óli Ólason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í samtali við Víkurfréttir. Það er því enn óvíst hvort að Angela Rodriguez verði búin að fá leyfi fyrir næsta leik sem er á heimavelli á móti Val annað kvöld. Valsmenn lentu í sömu vandræðum með bandaríska leikmann karlaliðsisn en Urald King fékk ekki keppnisleyfi í fyrstu leikjum tímabilsins vegna þess að Valsmenn þurftu að bíða eftir sakavottorði frás Þýskalandi. Urald King missti alls af sex deildarleikjum Valsmanna en Valsliðið hefur síðan unnið 11 af 12 leikjum sínum í deild og bikar síðan að hann fékk loksins keppnisleyfi sitt. Þjóðverjarnir tóku sér góðan tíma í að senda sakavottorðið til Íslands og endurtaka nú leikinn í máli Angelu Rodriguez. Nú er að sjá hvernig gengur hjá KR-ingum að fá leyfi fyrir nýja Bandaríkjamanninn sinn P.J. Alawoya sem á það sameiginlegt með Angelu Rodriguez og Urald King að hafa spilað í Þýskalandi.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira