Real Madrid lagði Malaga 2-1 á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Sergio Ramos skoraði bæði mörk Real Madrid seint í fyrri hálfleik en Juan Pablo Anor minnkaði muninn fyrir Malaga á 63. mínútu.
Real Madrid er þar með komið með 43 stig í 18 leikjum, fjórum stigum meira en Sevilla og fimm stigum meira en Barcelona í jafn mörgum leikjum. Malaga er í 13. sæti með 21 stig.
Real Madrid aftur á sigurbraut
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
