Guðmundur Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Katurum í lokaleik liðsins í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í kvöld. Lokatölur 29-32, Danmörku í vil.
Danir voru búnir að tryggja sér toppsætið í D-riðli fyrir leikinn og Guðmundur gat því leyft sér að hvíla lykilmenn í kvöld. Niklas Landin, Kasper Söndergaard, Mikkel Hansen og Henrik Toft Hansen spiluðu t.a.m. ekki mínútu í leiknum.
Jesper Nöddesbo skoraði átta mörk fyrir danska liðið sem var tveimur mörkum undir í hálfleik, 16-14. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir var staðan jöfn, 27-27, en þá gáfu Danir í og tryggðu sér sigurinn með 5-2 kafla.
Niclas Kirkelökke fékk tækifæri í danska liðinu í kvöld, spilaði allan leikinn og skilaði sjö mörkum úr jafnmörgum skotum. Michael Damgaard minnti einnig á sig með sex mörkum.
Danir mæta Ungverjum í 16-liða úrslitunum í Albertville á sunnudaginn.
Í hinum leik kvöldsins vann Hvíta-Rússland tveggja marka sigur á Ungverjalandi, 27-25.
Með sigrinum tryggðu Hvít-Rússar sér 3. sætið í C-riðli og leik gegn Svíum í 16-liða úrslitunum.
Barys Pukhouski og Ivan Brouka skoruðu sex mörk hvor fyrir Hvíta-Rússland.
Adam Juhasz og Gabor Csaszar gerðu báðir sjö mörk fyrir Ungverjaland sem mætir Danmörku í 16-liða úrslitunum eins og áður sagði.
Danir kláruðu riðilinn með fullu húsi stiga
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn
