Allt undir á stærsta sviði í sögu HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur segir að Íslendingar verði að trúa á sigur gegn Frökkum í dag. vísir/epa Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni er hann var tiltölulega nýkominn til Lille frá Metz þar sem landsliðið spilaði í riðlakeppni HM. Framundan er úrslitaleikur gegn sjálfum Frökkum á þeirra heimavelli og fyrir framan fleiri áhorfendur en nokkurn tímann hafa mætt á leik á HM. Það er nefnilega búið að breyta knattspyrnuvellinum glæsilega Stade Pierre Mauroy í 28 þúsund manna handboltavöll. Völlurinn tekur 50 þúsund þegar spiluð er knattspyrna þarna. Undirritaður kom í höllina í gær og getur staðfest að umgjörðin er hrikalega flott. Þetta verður svo sannarlega ekki eins og bara einhver leikur. Mest hafa 25 þúsund manns mætt á leik á HM en það met fellur væntanlega í kvöld. „Það er óhætt að segja að þetta sé stærsta sviðið í sögu HM. Við höfum nokkrir tekið þátt í álíka stórum viðburðum. Þetta er æðislegt og frábært. Flott svið til að fá að sýna sig og sanna,“ segir Guðjón Valur en hann spilaði meðal annars handbolta á Parken er hann lék með ofurliði AG frá Kaupmannahöfn á sínum tíma. „Þetta er heldur betur áskorun. Það er væntanlega ekki hægt að mæta sterkara liði. Maður verður betri á því að spila við þá bestu. Það er bara tilhlökkun fyrir þessu verkefni.“ Það finnast eflaust ekki margir sem hafa trú á því að Ísland vinni þennan leik en strákarnir trúa því að þeir geti velgt Frökkunum undir uggum. „Að sjálfsögðu eigum við möguleika. Lið eiga alltaf möguleika en ef maður á að vera hreinskilinn þá myndum við kannski vinna einn af 10 eða 20 leikjum gegn þeim en maður hefur margoft hrifist af litla liðinu í leikjum og það hafa verið gerðar margar Hollywood-myndir um lið sem hafa náð óvæntum árangri. Það er mikilvægast að við höfum trú á þessu. Þetta er vissulega erfitt og risavaxið verkefni en lykillinn hjá okkur er að hafa trú á okkur,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn og tíndi til marga góða hluti í leik íslenska liðsins. „Ef sóknarleikurinn hjá okkur verður þokkalegur og við náum að stöðva hraðaupphlaupin þeirra þá er allt hægt. Ég trúi því og lykilatriði er að við trúum því allir.“ Guðjón Valur tók þátt í leiknum ótrúlega gegn Frökkum á HM 2007 er enginn átti von á öðru en íslensku tapi. Á endanum varð íslenska liðið að passa sig á því að vinna ekki of stórt. Þar má sækja innblástur. „Við erum ekki enn farnir að horfa á þann leik en það er gott dæmi um hvar okkur tókst að koma á óvart. Við erum kannski fáir eftir sem spiluðum þar en menn fá innblástur við að sjá og rifja slíka leiki upp. Þá var búið að afskrifa okkur og HSÍ örugglega búið að bóka okkur heim,“ segir Guðjón Valur en heimamenn ætlast til þess að þeirra menn tæti íslenska liðið í sig. „Það er jákvætt fyrir okkur. Þeir mega vera með jákvæðan hroka því þeir hafa efni á því. Þeir hafa unnið fyrir því en það er ekki þar með sagt að við ætlum að leggjast niður og gefast upp. Við munum mæta með baráttuna að vopni. Það má segja ýmislegt um okkar leik en að við gefumst upp skal aldrei verða sagt um íslenska landsliðið.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni er hann var tiltölulega nýkominn til Lille frá Metz þar sem landsliðið spilaði í riðlakeppni HM. Framundan er úrslitaleikur gegn sjálfum Frökkum á þeirra heimavelli og fyrir framan fleiri áhorfendur en nokkurn tímann hafa mætt á leik á HM. Það er nefnilega búið að breyta knattspyrnuvellinum glæsilega Stade Pierre Mauroy í 28 þúsund manna handboltavöll. Völlurinn tekur 50 þúsund þegar spiluð er knattspyrna þarna. Undirritaður kom í höllina í gær og getur staðfest að umgjörðin er hrikalega flott. Þetta verður svo sannarlega ekki eins og bara einhver leikur. Mest hafa 25 þúsund manns mætt á leik á HM en það met fellur væntanlega í kvöld. „Það er óhætt að segja að þetta sé stærsta sviðið í sögu HM. Við höfum nokkrir tekið þátt í álíka stórum viðburðum. Þetta er æðislegt og frábært. Flott svið til að fá að sýna sig og sanna,“ segir Guðjón Valur en hann spilaði meðal annars handbolta á Parken er hann lék með ofurliði AG frá Kaupmannahöfn á sínum tíma. „Þetta er heldur betur áskorun. Það er væntanlega ekki hægt að mæta sterkara liði. Maður verður betri á því að spila við þá bestu. Það er bara tilhlökkun fyrir þessu verkefni.“ Það finnast eflaust ekki margir sem hafa trú á því að Ísland vinni þennan leik en strákarnir trúa því að þeir geti velgt Frökkunum undir uggum. „Að sjálfsögðu eigum við möguleika. Lið eiga alltaf möguleika en ef maður á að vera hreinskilinn þá myndum við kannski vinna einn af 10 eða 20 leikjum gegn þeim en maður hefur margoft hrifist af litla liðinu í leikjum og það hafa verið gerðar margar Hollywood-myndir um lið sem hafa náð óvæntum árangri. Það er mikilvægast að við höfum trú á þessu. Þetta er vissulega erfitt og risavaxið verkefni en lykillinn hjá okkur er að hafa trú á okkur,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn og tíndi til marga góða hluti í leik íslenska liðsins. „Ef sóknarleikurinn hjá okkur verður þokkalegur og við náum að stöðva hraðaupphlaupin þeirra þá er allt hægt. Ég trúi því og lykilatriði er að við trúum því allir.“ Guðjón Valur tók þátt í leiknum ótrúlega gegn Frökkum á HM 2007 er enginn átti von á öðru en íslensku tapi. Á endanum varð íslenska liðið að passa sig á því að vinna ekki of stórt. Þar má sækja innblástur. „Við erum ekki enn farnir að horfa á þann leik en það er gott dæmi um hvar okkur tókst að koma á óvart. Við erum kannski fáir eftir sem spiluðum þar en menn fá innblástur við að sjá og rifja slíka leiki upp. Þá var búið að afskrifa okkur og HSÍ örugglega búið að bóka okkur heim,“ segir Guðjón Valur en heimamenn ætlast til þess að þeirra menn tæti íslenska liðið í sig. „Það er jákvætt fyrir okkur. Þeir mega vera með jákvæðan hroka því þeir hafa efni á því. Þeir hafa unnið fyrir því en það er ekki þar með sagt að við ætlum að leggjast niður og gefast upp. Við munum mæta með baráttuna að vopni. Það má segja ýmislegt um okkar leik en að við gefumst upp skal aldrei verða sagt um íslenska landsliðið.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira