
HM í dag: Risaleikur á fótboltavellinum
Arnar Björnsson og Henry Birgir Gunnarsson kíktu á hið glæsilega mannvirki sem völlurinn fer fram á og umgjörðin verður ólík því sem flestir strákanna þekkja.
Það er allt eða ekkert í dag og frábært tækifæri fyrir íslenska liðið að sýna sig og sanna á ekki bara stóra sviðinu heldur því stærsta í dag.
Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þáttinn má sjá hér að ofan.
Tengdar fréttir

Allt undir á stærsta sviði í sögu HM
Það verður væntanlega sett áhorfendamet þegar Ísland spilar við Frakkland í 16-liða úrslitum á HM. Leikurinn fer fram á knattspyrnuleikvangi sem er búið að breyta í handboltahöll. Von er á um 28.000 manns.

Þeir verja hann ekki uppi frá Rúnari Kára
Rúnar Kárason hefur átt mörg þrumuskotin á HM í handbolta en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með jafntefli á móti Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær.

HSÍ þurfti að berjast fyrir að fá æfingu í keppnishöllinni
Starfsmenn Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, eru allt annað en sáttir við yfirmenn á HM þar sem það átti að meina liðinu að taka æfingu á keppnisstað í Lille í dag.

Einar Andri gerir upp leik Íslands: Hlutirnir hrukku í baklás á lokakaflanum
Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, segir að íslenska landsliðið hafi lengst af spilað vel gegn því makedónska í gær.

Svona er knattspyrnuleikvangi breytt í handboltahöll
Líklegt er að aðsóknarmet verði slegið þegar Frakkland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta.


Aron Rafn veikur | Allir aðrir æfa
Strákarnir okkar eru nú á leið á æfingu á fótboltavellinum glæsilega Stade Pierre-Mauroy en það verður mikil upplifun fyrir þá að koma þangað inn.