

Það verður væntanlega sett áhorfendamet þegar Ísland spilar við Frakkland í 16-liða úrslitum á HM. Leikurinn fer fram á knattspyrnuleikvangi sem er búið að breyta í handboltahöll. Von er á um 28.000 manns.
Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason er búinn að glíma við meiðsli og misst af leikjum en hann ætlar sér ekki að missa af glímunni á stóra sviðinu gegn Frökkum í dag.
"Það er bara fínt að vera yngsti maðurinn í landsliðshópnum. Ég finn ekki mikið fyrir því. Þetta er bara gaman,“ segir Ómar Ingi Magnússon sem verður tvítugur í mars og er búinn að skora 11 mörk í 14 skotum.
"Mér hefur liðið nokkuð vel í þessum leikjum hingað til. Við erum komnir í 16-liða úrslit og erum sáttir með það. Þó svo að við hefðum kannski viljað fá annan mótherja. En nú er þetta bara úrslitakeppni,“ segir skyttan Ólafur Guðmundsson.
Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld.
Það er verðugt verkefni fyrir landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson að undirbúa sitt lið fyrir leikinn gegn Frökkum í dag.
Það er leikdagur hjá strákunum okkar á HM og það þýðir að HM í dag er á dagskrá á Vísi.
Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að spila í Frakklandi í fimm ár og þekkir því vel til í frönskum handbolta. Hvað segir hann um umfjöllunina um mótið hérna í Frakklandi?
Það verður slegið met á HM í kvöld er rúmlega 28 þúsund áhorfendur mæta á leik Frakklands og Íslands á 16-liða úrslitum HM.
Markverðirnir verða sem fyrr í sviðsljósinu í dag og þeirra bíður ekki auðvelt verkefni frekar en annarra. Björgvin Páll Gústavsson var byrjaður að undirbúa sig í gær er hann kom til Lille.