Íslenska fótboltalandsliðið þarf fleiri atkvæði til að vinna Laureus og þú getur hjálpað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 10:00 Ísland komst í sviðsljós heimsins á EM í Frakklandi síðasta sumar. Vísir/Samsett/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var á dögunum tilnefnt til verðlauna í flokknum „Breakthrough of the Year“, óvæntasti uppgangur ársins, en það eru ekki einu verðlaunin sem Ísland getur unnið á þessari virtu verðlaunahátíð íþróttanna. Það að litla Ísland komst alla leið í átta liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta síðasta sumar var heimsfrétt enda eitt af skemmtilegustu ævintýrunum í sögu keppninnar. Íslenska liðið og ekki síst íslensku áhorfendurnir unnu hug og hjörtu heimsins með frammistöðu sinni. Laureus samtökin hafa nú ákveðið að veita í fyrsta skipti verðlaun í nýjum flokki sem þeir kalla „The Laureus Best Sporting Moment of the Year“ og er íslenska landsliðið einnig tilnefnt í þeim flokki. Íslenska landsliðið gerir svo sannarlega tilkalla til að eiga íþróttamóment ársins. Við ákvörðun um tilnefningar í þessum flokki var litið út fyrir hefðbundin úrslit íþróttanna en þess í stað lögð meiri áhersla á raunverulegt gildi íþrótta og getu þeirra til að breyta heiminum. Gleði og prúðsemi íslensku áhorfendanna hjálpuðu til að gera afrek íslenska liðsins að enn stærra ævintýri. Laureus samtökin líta á árangur íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi og ekki síst magnaðan stuðning íslensku þjóðarinnar sem mikilvæga stund í íþróttaheiminum sem verðskuldi þann sess að vera tilnefnt í þessum nýja flokki. Allir geta kosið og það eina sem þarf að gera er að fara inn á heimasíðu samtakanna www.mylaureus.com þar sem atkvæðagreiðslan fer fram. Hægt er að kjósa hér. Íslenska landsliðið þarf hinsvegar á hjálp íslensku þjóðarinnar enda hafði liðið aðeins fengið sjö prósent atkvæða þegar síðast var að gáð. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var á dögunum tilnefnt til verðlauna í flokknum „Breakthrough of the Year“, óvæntasti uppgangur ársins, en það eru ekki einu verðlaunin sem Ísland getur unnið á þessari virtu verðlaunahátíð íþróttanna. Það að litla Ísland komst alla leið í átta liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta síðasta sumar var heimsfrétt enda eitt af skemmtilegustu ævintýrunum í sögu keppninnar. Íslenska liðið og ekki síst íslensku áhorfendurnir unnu hug og hjörtu heimsins með frammistöðu sinni. Laureus samtökin hafa nú ákveðið að veita í fyrsta skipti verðlaun í nýjum flokki sem þeir kalla „The Laureus Best Sporting Moment of the Year“ og er íslenska landsliðið einnig tilnefnt í þeim flokki. Íslenska landsliðið gerir svo sannarlega tilkalla til að eiga íþróttamóment ársins. Við ákvörðun um tilnefningar í þessum flokki var litið út fyrir hefðbundin úrslit íþróttanna en þess í stað lögð meiri áhersla á raunverulegt gildi íþrótta og getu þeirra til að breyta heiminum. Gleði og prúðsemi íslensku áhorfendanna hjálpuðu til að gera afrek íslenska liðsins að enn stærra ævintýri. Laureus samtökin líta á árangur íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi og ekki síst magnaðan stuðning íslensku þjóðarinnar sem mikilvæga stund í íþróttaheiminum sem verðskuldi þann sess að vera tilnefnt í þessum nýja flokki. Allir geta kosið og það eina sem þarf að gera er að fara inn á heimasíðu samtakanna www.mylaureus.com þar sem atkvæðagreiðslan fer fram. Hægt er að kjósa hér. Íslenska landsliðið þarf hinsvegar á hjálp íslensku þjóðarinnar enda hafði liðið aðeins fengið sjö prósent atkvæða þegar síðast var að gáð.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira