HBStatz: Rúnar bestur í sókn og Bjarki Már bestur í vörn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2017 14:30 Bjarki Már og Rúnar spiluðu vel á HM. vísir/getty Rúnar Kárason var besti sóknarmaður Íslands á HM í Frakklandi og Bjarki Már Gunnarsson besti varnarmaðurinn samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz.HBstatz fylgdist vel með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og tók saman ítarlega tölfræði um frammistöðu leikmanna. Tölfræðin var svo notuð til að gefa leikmönnum Íslands einkunn fyrir frammistöðu sína. Samkvæmt HBStatz var Rúnar besti sóknarmaður Íslands á HM. Skyttan öfluga fékk 7,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína í sókninni. Rúnar var með 4,8 mörk og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leikjunum sex á HM. Hann skoraði alls 29 mörk, flest allra í íslenska liðinu, og gaf 11 stoðsendingar. Bjarki Már Elísson fékk næsthæstu sóknareinkunnina (7,1) en hann stimplaði sig vel inn í íslenska liðið á sínu fyrsta stórmóti. Nafni hans Gunnarsson var besti varnarmaður Íslands á HM samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. Bjarki Már fékk 7,8 í varnareinkunn en hann var með 5,2 löglegar stöðvanir, 1,0 stolinn bolta og 0,8 varin skot að meðaltali í leik. Bjarki Már sat uppi í stúku í fyrsta leiknum gegn Spáni en nýtti tækifæri sitt vel þegar kallið kom. Ólafur Guðmundsson var með næsthæstu einkunina fyrir varnarleikinn, eða 7,3. Ólafur var með flestar löglegar stöðvanir (31) af leikmönnum Íslands á HM. Sjö brottvísanir og sjö víti fengin á sig draga einkunn Ólafs þó niður. Rúnar er svo með hæstu heildareinkunn, eða 7,3. Næstir koma svo vinstri hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Bjarki Már Elísson með 6,4.Bestu sóknarmenn Íslands á HM 2017: 1. Rúnar Kárason 7,7 2. Bjarki Már Elísson 7,1 3. Arnór Atlason 7,0 4. Guðjón Valur Sigurðsson 6,9 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,7Bestu varnarmenn Íslands á HM 2017: 1. Bjarki Már Gunnarsson 7,8 2. Ólafur Guðmundsson 7,3 3. Ásgeir Örn Hallgrímsson 6,3 4. Rúnar Kárason 6,3 5. Arnar Freyr Arnarsson 5,9Bestu leikmenn Íslands á HM 2017 (heildareinkunn): 1. Rúnar Kárason 7,3 2. Guðjón Valur Sigurðsson 6,4 3. Bjarki Már Elísson 6,4 4. Arnór Atlason 6,3 5. Ólafur Guðmundsson 6,3 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HM gefur okkur von um bjartari tíma Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið. 23. janúar 2017 06:00 Ómar með fullkomna vítanýtingu á HM Ómar Ingi Magnússon þreytti frumraun sína á stórmóti á HM í Frakklandi sem nú stendur yfir. 23. janúar 2017 15:30 Þetta eru ofboðslega flottir drengir Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri. 23. janúar 2017 06:30 Strákarnir okkar hafa bara einu sinni endaði neðar á HM | Ísland í 14. sæti Íslenska handboltalandsliðið endaði í fjórtánda sæti á HM í Frakklandi en þetta varð ljóst eftir að keppni í sextán liða úrslitunum lauk í gær. 23. janúar 2017 10:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Rúnar Kárason var besti sóknarmaður Íslands á HM í Frakklandi og Bjarki Már Gunnarsson besti varnarmaðurinn samkvæmt tölfræðisamantekt HBStatz.HBstatz fylgdist vel með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og tók saman ítarlega tölfræði um frammistöðu leikmanna. Tölfræðin var svo notuð til að gefa leikmönnum Íslands einkunn fyrir frammistöðu sína. Samkvæmt HBStatz var Rúnar besti sóknarmaður Íslands á HM. Skyttan öfluga fékk 7,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína í sókninni. Rúnar var með 4,8 mörk og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leikjunum sex á HM. Hann skoraði alls 29 mörk, flest allra í íslenska liðinu, og gaf 11 stoðsendingar. Bjarki Már Elísson fékk næsthæstu sóknareinkunnina (7,1) en hann stimplaði sig vel inn í íslenska liðið á sínu fyrsta stórmóti. Nafni hans Gunnarsson var besti varnarmaður Íslands á HM samkvæmt einkunnagjöf HBStatz. Bjarki Már fékk 7,8 í varnareinkunn en hann var með 5,2 löglegar stöðvanir, 1,0 stolinn bolta og 0,8 varin skot að meðaltali í leik. Bjarki Már sat uppi í stúku í fyrsta leiknum gegn Spáni en nýtti tækifæri sitt vel þegar kallið kom. Ólafur Guðmundsson var með næsthæstu einkunina fyrir varnarleikinn, eða 7,3. Ólafur var með flestar löglegar stöðvanir (31) af leikmönnum Íslands á HM. Sjö brottvísanir og sjö víti fengin á sig draga einkunn Ólafs þó niður. Rúnar er svo með hæstu heildareinkunn, eða 7,3. Næstir koma svo vinstri hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Bjarki Már Elísson með 6,4.Bestu sóknarmenn Íslands á HM 2017: 1. Rúnar Kárason 7,7 2. Bjarki Már Elísson 7,1 3. Arnór Atlason 7,0 4. Guðjón Valur Sigurðsson 6,9 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,7Bestu varnarmenn Íslands á HM 2017: 1. Bjarki Már Gunnarsson 7,8 2. Ólafur Guðmundsson 7,3 3. Ásgeir Örn Hallgrímsson 6,3 4. Rúnar Kárason 6,3 5. Arnar Freyr Arnarsson 5,9Bestu leikmenn Íslands á HM 2017 (heildareinkunn): 1. Rúnar Kárason 7,3 2. Guðjón Valur Sigurðsson 6,4 3. Bjarki Már Elísson 6,4 4. Arnór Atlason 6,3 5. Ólafur Guðmundsson 6,3
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HM gefur okkur von um bjartari tíma Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið. 23. janúar 2017 06:00 Ómar með fullkomna vítanýtingu á HM Ómar Ingi Magnússon þreytti frumraun sína á stórmóti á HM í Frakklandi sem nú stendur yfir. 23. janúar 2017 15:30 Þetta eru ofboðslega flottir drengir Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri. 23. janúar 2017 06:30 Strákarnir okkar hafa bara einu sinni endaði neðar á HM | Ísland í 14. sæti Íslenska handboltalandsliðið endaði í fjórtánda sæti á HM í Frakklandi en þetta varð ljóst eftir að keppni í sextán liða úrslitunum lauk í gær. 23. janúar 2017 10:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
HM gefur okkur von um bjartari tíma Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið. 23. janúar 2017 06:00
Ómar með fullkomna vítanýtingu á HM Ómar Ingi Magnússon þreytti frumraun sína á stórmóti á HM í Frakklandi sem nú stendur yfir. 23. janúar 2017 15:30
Þetta eru ofboðslega flottir drengir Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri. 23. janúar 2017 06:30
Strákarnir okkar hafa bara einu sinni endaði neðar á HM | Ísland í 14. sæti Íslenska handboltalandsliðið endaði í fjórtánda sæti á HM í Frakklandi en þetta varð ljóst eftir að keppni í sextán liða úrslitunum lauk í gær. 23. janúar 2017 10:30