Hinn nýi Zlatan valdi Dortmund í staðinn fyrir Real Madrid Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2017 16:00 Alexander Isak skoraði 10 mörk fyrir AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra. vísir/getty Borussia Dortmund hefur gengið frá kaupunum á sænska ungstirninu Alexander Isak frá AIK. Dortmund hafði betur í baráttu við Real Madrid um þennan efnilega leikmann sem hefur m.a. verið líkt við Zlatan Ibrahimovic. Isak, sem er aðeins 17 ára gamall, sló í gegn með AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra. Þar lék hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Heiðari Haukssyni. Isak skoraði 10 mörk í 24 deildarleikjum í fyrra, auk þriggja marka í sænsku bikarkeppninni. Isak lék sinn fyrsta landsleik fyrir Svíþjóð 8. janúar síðastliðinn. Fjórum dögum síðar skoraði hann svo sitt fyrsta landsliðsmark í 6-0 sigri á Slóvakíu. Isak er yngsti markaskorari í sögu sænska landsliðsins. Real Madrid sýndi Isak mikinn áhuga en strákurinn valdi frekar að fara til Dortmund sem hefur verið duglegt að sanka að sér efnilegum leikmönnum að undanförnu. Talið er að Isak hafi kostað Dortmund 7,3 milljónir punda. Isak er ætlað að fylla skarð Kólumbíumannsins Adrián Ramos hjá Dortmund. Kínverska liðið Chongqing Lifan keypti Ramos frá Dortmund á dögunum en lánaði hann strax til Granada en félögin eru í eigu sömu aðila.Borussia Dortmund verpflichtet Alexander Isak // Borussia Dortmund sign striker Alexander Isak #welcomeisak #bvb pic.twitter.com/TCBIqGfhOv— Borussia Dortmund (@BVB) January 23, 2017 Fótbolti á Norðurlöndum Þýski boltinn Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Borussia Dortmund hefur gengið frá kaupunum á sænska ungstirninu Alexander Isak frá AIK. Dortmund hafði betur í baráttu við Real Madrid um þennan efnilega leikmann sem hefur m.a. verið líkt við Zlatan Ibrahimovic. Isak, sem er aðeins 17 ára gamall, sló í gegn með AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra. Þar lék hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Heiðari Haukssyni. Isak skoraði 10 mörk í 24 deildarleikjum í fyrra, auk þriggja marka í sænsku bikarkeppninni. Isak lék sinn fyrsta landsleik fyrir Svíþjóð 8. janúar síðastliðinn. Fjórum dögum síðar skoraði hann svo sitt fyrsta landsliðsmark í 6-0 sigri á Slóvakíu. Isak er yngsti markaskorari í sögu sænska landsliðsins. Real Madrid sýndi Isak mikinn áhuga en strákurinn valdi frekar að fara til Dortmund sem hefur verið duglegt að sanka að sér efnilegum leikmönnum að undanförnu. Talið er að Isak hafi kostað Dortmund 7,3 milljónir punda. Isak er ætlað að fylla skarð Kólumbíumannsins Adrián Ramos hjá Dortmund. Kínverska liðið Chongqing Lifan keypti Ramos frá Dortmund á dögunum en lánaði hann strax til Granada en félögin eru í eigu sömu aðila.Borussia Dortmund verpflichtet Alexander Isak // Borussia Dortmund sign striker Alexander Isak #welcomeisak #bvb pic.twitter.com/TCBIqGfhOv— Borussia Dortmund (@BVB) January 23, 2017
Fótbolti á Norðurlöndum Þýski boltinn Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki