Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 08:15 Frá þingstörfum fyrir jól. Vísir/Anton Brink Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. Fundurinn hefst klukkan hálftvö en forseti þingsins verður kosinn auk þess sem kosið verður í fastanefndir Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður kosin forseti þingsins enda sömdu stjórnarflokkarnir um það þegar verið var að mynda ríkisstjórn. Hins vegar hafa stjórn og stjórnarandstaða ekki komið sér saman um hvernig formennsku í fastanefndum þingsins verður skipt á milli flokkanna en stjórnarflokkarnir sjá fyrir sér að fá formennsku í sex af átta nefndum. Það getur stjórnarandstaðan ekki sætt sig við og fer fram á að fá formennsku í að minnsta kosti þremur nefndum. Stjórnarandstaðan var með tvo nefndarformenn á síðasta kjörtímabili en vísar nú til þingstyrks varðandi það hversu marga formenn hún vill fá. Stjórnarflokkarnir hafa aðeins eins manns meirihluta á þingi; eru með 32 þingmenn en stjórnarandstaðan 31. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarflokkarnir boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur nefndum og er þá rætt um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Í gær var kynnt ný könnun Maskínu varðandi vinsældir ríkisstjórnarinnar en í henni kemur fram að innan fjórðungur þjóðarinnar er ánægður með stjórnina. Rösklega 47 prósent eru óánægð.Rætt var við þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, Vinstri grænum, og Theodóru Þorsteinsdóttur, Bjartri framtíð, um þingstörfin framundan í Bítinu í morgun. Hlusta má á það í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13 Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. Fundurinn hefst klukkan hálftvö en forseti þingsins verður kosinn auk þess sem kosið verður í fastanefndir Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður kosin forseti þingsins enda sömdu stjórnarflokkarnir um það þegar verið var að mynda ríkisstjórn. Hins vegar hafa stjórn og stjórnarandstaða ekki komið sér saman um hvernig formennsku í fastanefndum þingsins verður skipt á milli flokkanna en stjórnarflokkarnir sjá fyrir sér að fá formennsku í sex af átta nefndum. Það getur stjórnarandstaðan ekki sætt sig við og fer fram á að fá formennsku í að minnsta kosti þremur nefndum. Stjórnarandstaðan var með tvo nefndarformenn á síðasta kjörtímabili en vísar nú til þingstyrks varðandi það hversu marga formenn hún vill fá. Stjórnarflokkarnir hafa aðeins eins manns meirihluta á þingi; eru með 32 þingmenn en stjórnarandstaðan 31. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarflokkarnir boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur nefndum og er þá rætt um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Í gær var kynnt ný könnun Maskínu varðandi vinsældir ríkisstjórnarinnar en í henni kemur fram að innan fjórðungur þjóðarinnar er ánægður með stjórnina. Rösklega 47 prósent eru óánægð.Rætt var við þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, Vinstri grænum, og Theodóru Þorsteinsdóttur, Bjartri framtíð, um þingstörfin framundan í Bítinu í morgun. Hlusta má á það í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13 Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13
Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00