Sigmundur Davíð á meðal ræðumanna Framsóknarflokksins í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 12:26 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. visir/vilhelm Þingfundur verður á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld en þá mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Þrír þingmenn úr öllum flokkum taka til máls en athygli vekur að á meðal ræðumanna í kvöld er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Eins og kunnugt er var hann formaður flokksins þar til í september síðastliðnum þegar Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur í formannskjöri á flokksþingi. Sigurður Ingi var þá forsætisráðherra en hann hafði tekið því embætti í apríl í kjölfar þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panama-skjölunum. Í útvarpsviðtali á Rás 1 í desember var Sigurður Ingi spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og sagði þá að þau mættu vera betri. Aðrir þingmenn Framsóknar sem taka til máls í kvöld eru Sigurður Ingi, sem tekur fyrstur til máls fyrir flokkinn, og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, sem talar í annarri umferð. Sigmundur tekur því til máls í þriðju umferð. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala auk Bjarna þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar-, og nýsköðunarráðherra, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð taka til máls þau Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Fyrir Pírata tala þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Björn Leví Gunnarsson og Viktor Orri Valgarðsson en hann er varaþingmaður fyrir Gunnar Hrafn Jónsson. Fyrir Viðreisn taka til máls Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Jóna Sólveig Elínardóttir sem jafnframt er varaformaður flokksins. Fyrir Bjarta framtíð tala þau Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður flokksins, Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, og þingmaðurinn Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Fyrir Samfylkinguna taka til máls Logi Már Einarsson, formaður flokksins, og þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Guðjón S. Brjánsson. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 18 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 10 mínútur í fyrstu umferð, í annarri og þriðju umferð hafa þingflokkarnir 5 mínútur hver. Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Sjálfstæðisflokkur Vinstri hreyfingin – grænt framboð Píratar Viðreisn Framsóknarflokkur Björt framtíð Samfylking Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þingfundur verður á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld en þá mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Þrír þingmenn úr öllum flokkum taka til máls en athygli vekur að á meðal ræðumanna í kvöld er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Eins og kunnugt er var hann formaður flokksins þar til í september síðastliðnum þegar Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur í formannskjöri á flokksþingi. Sigurður Ingi var þá forsætisráðherra en hann hafði tekið því embætti í apríl í kjölfar þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panama-skjölunum. Í útvarpsviðtali á Rás 1 í desember var Sigurður Ingi spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og sagði þá að þau mættu vera betri. Aðrir þingmenn Framsóknar sem taka til máls í kvöld eru Sigurður Ingi, sem tekur fyrstur til máls fyrir flokkinn, og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, sem talar í annarri umferð. Sigmundur tekur því til máls í þriðju umferð. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala auk Bjarna þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar-, og nýsköðunarráðherra, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð taka til máls þau Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Fyrir Pírata tala þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Björn Leví Gunnarsson og Viktor Orri Valgarðsson en hann er varaþingmaður fyrir Gunnar Hrafn Jónsson. Fyrir Viðreisn taka til máls Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Jóna Sólveig Elínardóttir sem jafnframt er varaformaður flokksins. Fyrir Bjarta framtíð tala þau Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður flokksins, Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, og þingmaðurinn Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Fyrir Samfylkinguna taka til máls Logi Már Einarsson, formaður flokksins, og þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Guðjón S. Brjánsson. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 18 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 10 mínútur í fyrstu umferð, í annarri og þriðju umferð hafa þingflokkarnir 5 mínútur hver. Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Sjálfstæðisflokkur Vinstri hreyfingin – grænt framboð Píratar Viðreisn Framsóknarflokkur Björt framtíð Samfylking
Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15