Sigmundur Davíð á meðal ræðumanna Framsóknarflokksins í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 12:26 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. visir/vilhelm Þingfundur verður á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld en þá mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Þrír þingmenn úr öllum flokkum taka til máls en athygli vekur að á meðal ræðumanna í kvöld er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Eins og kunnugt er var hann formaður flokksins þar til í september síðastliðnum þegar Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur í formannskjöri á flokksþingi. Sigurður Ingi var þá forsætisráðherra en hann hafði tekið því embætti í apríl í kjölfar þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panama-skjölunum. Í útvarpsviðtali á Rás 1 í desember var Sigurður Ingi spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og sagði þá að þau mættu vera betri. Aðrir þingmenn Framsóknar sem taka til máls í kvöld eru Sigurður Ingi, sem tekur fyrstur til máls fyrir flokkinn, og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, sem talar í annarri umferð. Sigmundur tekur því til máls í þriðju umferð. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala auk Bjarna þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar-, og nýsköðunarráðherra, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð taka til máls þau Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Fyrir Pírata tala þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Björn Leví Gunnarsson og Viktor Orri Valgarðsson en hann er varaþingmaður fyrir Gunnar Hrafn Jónsson. Fyrir Viðreisn taka til máls Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Jóna Sólveig Elínardóttir sem jafnframt er varaformaður flokksins. Fyrir Bjarta framtíð tala þau Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður flokksins, Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, og þingmaðurinn Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Fyrir Samfylkinguna taka til máls Logi Már Einarsson, formaður flokksins, og þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Guðjón S. Brjánsson. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 18 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 10 mínútur í fyrstu umferð, í annarri og þriðju umferð hafa þingflokkarnir 5 mínútur hver. Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Sjálfstæðisflokkur Vinstri hreyfingin – grænt framboð Píratar Viðreisn Framsóknarflokkur Björt framtíð Samfylking Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Þingfundur verður á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld en þá mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Þrír þingmenn úr öllum flokkum taka til máls en athygli vekur að á meðal ræðumanna í kvöld er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Eins og kunnugt er var hann formaður flokksins þar til í september síðastliðnum þegar Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur í formannskjöri á flokksþingi. Sigurður Ingi var þá forsætisráðherra en hann hafði tekið því embætti í apríl í kjölfar þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panama-skjölunum. Í útvarpsviðtali á Rás 1 í desember var Sigurður Ingi spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og sagði þá að þau mættu vera betri. Aðrir þingmenn Framsóknar sem taka til máls í kvöld eru Sigurður Ingi, sem tekur fyrstur til máls fyrir flokkinn, og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, sem talar í annarri umferð. Sigmundur tekur því til máls í þriðju umferð. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala auk Bjarna þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar-, og nýsköðunarráðherra, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð taka til máls þau Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Fyrir Pírata tala þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Björn Leví Gunnarsson og Viktor Orri Valgarðsson en hann er varaþingmaður fyrir Gunnar Hrafn Jónsson. Fyrir Viðreisn taka til máls Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Jóna Sólveig Elínardóttir sem jafnframt er varaformaður flokksins. Fyrir Bjarta framtíð tala þau Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður flokksins, Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, og þingmaðurinn Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Fyrir Samfylkinguna taka til máls Logi Már Einarsson, formaður flokksins, og þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Guðjón S. Brjánsson. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 18 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 10 mínútur í fyrstu umferð, í annarri og þriðju umferð hafa þingflokkarnir 5 mínútur hver. Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Sjálfstæðisflokkur Vinstri hreyfingin – grænt framboð Píratar Viðreisn Framsóknarflokkur Björt framtíð Samfylking
Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15