Króatía og Slóvenía í undanúrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 21:20 Króatía er komin í undanúrslit. vísir/epa Króatía komst í kvöld í undanúrslit HM 2017 í handbolta eftir sigur á Spáni, 30-29. Spánn vann B-riðilinn sem Ísland var í en Króatía hafnaði í öðru sæti C-riðils á eftir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu. Króatar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en seinni hálfleikurinn var geggjuð skemmtun þar sem liðin skiptust á að skora en Krótar voru alltaf með frumkvæðið þó Spánn náði að jafna nokkrum sinnum. Lokamínútan var ótrúlega spennandi. Luka Cindric brauast í gegn og gat klárað leikinn með 31. marki Króata þegar 20 sekúndur voru eftir en hann lét verja frá sér. Spánn fór í lokasóknina sem endaði með erfiðu skoti línumannsins Julen Aguinagalde sem króatíska vörnin varði. Króatar trylltust af gleði en Spánverjar voru eðlilega niðurlútir. Króatía enn einu sinni í undanúrslitum á stórmóti en liðið hefur þó ekki tekist að verða heimsmeistari síðan 2003 þegar það fagnaði sigri í Portúgal. Slóvenar, sem voru eins og Spánverjar með Íslandi í riðli, komust einnig í undanúrslit í kvöld eftir tiltölulega þægilegan sigur á Katar, 32-30. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Slóvenska liðið, sem hefur heillað með skemmtilegri spilamennsku sinni á HM, var 18-15 yfir í hálfleik. Það skoraði svo ellefu mörk á móti fimm mörkum Katar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og náði mest níu marka forskoti, 29-20. Þegar sex mínútur voru eftir voru Slóvenar sex mörkum yfir, 32-26, en þá tóku Katarbúar smá sprett undir lokin og skoruðu fjögur mörk í röð. Það var bara of lítið og of seint og slóvenskur sigur staðreynd. Gasper Marguc var markahæstur Slóvena með sex mörk úr sex skotum en Jure Dolenec skoraði fimm mörk úr sex skotum. Bretrand Roine skoraði átta mörk fyrir Katar sem fékk aðeins 16 prósent hlutfallsmarkvörslur frá markvörðum sínum í kvöld. Slóvenar mæta gestgjöfum Frakka í undanúrslitum en Króatar eiga leik við Noreg. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Króatía komst í kvöld í undanúrslit HM 2017 í handbolta eftir sigur á Spáni, 30-29. Spánn vann B-riðilinn sem Ísland var í en Króatía hafnaði í öðru sæti C-riðils á eftir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu. Króatar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en seinni hálfleikurinn var geggjuð skemmtun þar sem liðin skiptust á að skora en Krótar voru alltaf með frumkvæðið þó Spánn náði að jafna nokkrum sinnum. Lokamínútan var ótrúlega spennandi. Luka Cindric brauast í gegn og gat klárað leikinn með 31. marki Króata þegar 20 sekúndur voru eftir en hann lét verja frá sér. Spánn fór í lokasóknina sem endaði með erfiðu skoti línumannsins Julen Aguinagalde sem króatíska vörnin varði. Króatar trylltust af gleði en Spánverjar voru eðlilega niðurlútir. Króatía enn einu sinni í undanúrslitum á stórmóti en liðið hefur þó ekki tekist að verða heimsmeistari síðan 2003 þegar það fagnaði sigri í Portúgal. Slóvenar, sem voru eins og Spánverjar með Íslandi í riðli, komust einnig í undanúrslit í kvöld eftir tiltölulega þægilegan sigur á Katar, 32-30. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Slóvenska liðið, sem hefur heillað með skemmtilegri spilamennsku sinni á HM, var 18-15 yfir í hálfleik. Það skoraði svo ellefu mörk á móti fimm mörkum Katar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og náði mest níu marka forskoti, 29-20. Þegar sex mínútur voru eftir voru Slóvenar sex mörkum yfir, 32-26, en þá tóku Katarbúar smá sprett undir lokin og skoruðu fjögur mörk í röð. Það var bara of lítið og of seint og slóvenskur sigur staðreynd. Gasper Marguc var markahæstur Slóvena með sex mörk úr sex skotum en Jure Dolenec skoraði fimm mörk úr sex skotum. Bretrand Roine skoraði átta mörk fyrir Katar sem fékk aðeins 16 prósent hlutfallsmarkvörslur frá markvörðum sínum í kvöld. Slóvenar mæta gestgjöfum Frakka í undanúrslitum en Króatar eiga leik við Noreg.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira