Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2017 19:17 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. Ólafía lék hringinn á 71 höggi, eða tveimur höggum undir pari. Hún er sem stendur í 21. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. „Mér líður mjög vel og þar var virkilega gaman að spila í dag,“ sagði Ólafía í samtali við golf.is eftir að hún kláraði hringinn í dag. Ólafía var í ráshópi með Cheyenne Woods og Natalie Gulbis og sló fyrsta högg. Hún segir að hjartað hafi slegið ört fyrir upphafshöggið. „Gaurinn sem var að ræsa okkur út sagði að það væru svona tvær mínútur í það að ég ætti að slá. Hann hafði varla lokið við að segja þetta þegar hann kallaði mig upp, þetta voru svona 30 sekúndur, ég var því ekki alveg tilbúin,“ sagði Ólafía. „Það fór aðeins til vinstri en var allt í lagi og ég fékk par. Ég var að leika svipað golf í dag og á úrtökumótinu fyrir LPGA. Hitti mikið af brautum í upphafshöggunum, margar flatir í tilætluðum höggafjölda og púttaði vel. Upphafshöggin voru mjög góð og ég fann einhvern takt á hringnum sem ég hef ekki verið með lengi. Upphafshöggin voru mun lengri í dag en fyrir nokkrum vikum, og það var ánægjulegt.“ Ólafía og Cheyenne Woods, frænka Tigers, þekkjast vel en þær voru saman í Wake Forest háskólanum á sínum tíma. „Tíminn flaug í dag, við Cheyenne vorum að rifja upp gamlar minningar úr skólanum, hvernig við vorum að stríða þjálfaranum okkar, og allskonar sögur sagðar. Natalie Gulbis var líka frábær, skemmtilegur kylfingur, og það var virkilega gaman að fá að leika með henni,“ sagði Ólafía. Hún ætlar að fara eftir sömu leikáætlun á morgun. „Ég fer í þetta mót eins og úrtökumótið. Er ekki með miklar væntingar, reyni bara að fá eins mörg pör og hægt er, það er geggjað ef fuglarnir koma og ég mun fá einhverja skolla. Þetta er planið mitt og ekkert flókið við það,“ sagði Ólafía sem hefur leik klukkan 17:37 á morgun. Golf Tengdar fréttir Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15 Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30 Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. Ólafía lék hringinn á 71 höggi, eða tveimur höggum undir pari. Hún er sem stendur í 21. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. „Mér líður mjög vel og þar var virkilega gaman að spila í dag,“ sagði Ólafía í samtali við golf.is eftir að hún kláraði hringinn í dag. Ólafía var í ráshópi með Cheyenne Woods og Natalie Gulbis og sló fyrsta högg. Hún segir að hjartað hafi slegið ört fyrir upphafshöggið. „Gaurinn sem var að ræsa okkur út sagði að það væru svona tvær mínútur í það að ég ætti að slá. Hann hafði varla lokið við að segja þetta þegar hann kallaði mig upp, þetta voru svona 30 sekúndur, ég var því ekki alveg tilbúin,“ sagði Ólafía. „Það fór aðeins til vinstri en var allt í lagi og ég fékk par. Ég var að leika svipað golf í dag og á úrtökumótinu fyrir LPGA. Hitti mikið af brautum í upphafshöggunum, margar flatir í tilætluðum höggafjölda og púttaði vel. Upphafshöggin voru mjög góð og ég fann einhvern takt á hringnum sem ég hef ekki verið með lengi. Upphafshöggin voru mun lengri í dag en fyrir nokkrum vikum, og það var ánægjulegt.“ Ólafía og Cheyenne Woods, frænka Tigers, þekkjast vel en þær voru saman í Wake Forest háskólanum á sínum tíma. „Tíminn flaug í dag, við Cheyenne vorum að rifja upp gamlar minningar úr skólanum, hvernig við vorum að stríða þjálfaranum okkar, og allskonar sögur sagðar. Natalie Gulbis var líka frábær, skemmtilegur kylfingur, og það var virkilega gaman að fá að leika með henni,“ sagði Ólafía. Hún ætlar að fara eftir sömu leikáætlun á morgun. „Ég fer í þetta mót eins og úrtökumótið. Er ekki með miklar væntingar, reyni bara að fá eins mörg pör og hægt er, það er geggjað ef fuglarnir koma og ég mun fá einhverja skolla. Þetta er planið mitt og ekkert flókið við það,“ sagði Ólafía sem hefur leik klukkan 17:37 á morgun.
Golf Tengdar fréttir Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15 Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30 Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15
Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30
Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00