Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir Mette Bock, menntamálaráðherra Dana, bækurnar. vísir/epa Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf Íslendinga til Dana sem Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn á þriðjudag. Gjöfin, sjö hundruð eintök af nýrri útgáfu Íslendingasagna, mun rata á dönsk bókasöfn. Fyrirtækin eru HB Grandi, Össur, Icelandair, Marel, Bláa lónið, Brim, Eimskip, Landsvirkjun, Kaupfélag Skagfirðinga, Mjólkursamsalan, Arion banki, Höldur og Pósturinn. Reiddu þau af hendi samtals um tuttugu milljónir til að hægt væri að prenta sérstaka útgáfu bókarinnar með þakkarávarpi til Dana. Útgefandinn, Jóhann Sigurðsson, segist hafa fengið hugmyndina skömmu eftir að þýðingin var kláruð. Fjöldi norrænna fræðimanna hafi unnið að þýðingunni en Íslendingasögurnar voru þýddar á dönsku, norsku og sænsku. Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, skrifaði formála í bókina. Vegna þessa, og vegna þess að Danir skiluðu íslenskum handritum á síðustu öld, fannst Jóhanni eins og Íslendingar stæðu í þakkarskuld við Dani.Jóhann Sigurðsson sést hér til hægri með íslenska útgáfu bókarinnar.vísir/stefán„Ég fór að kanna hvort máttarstólpar í íslensku þjóðfélagi væru sama sinnis. Þá kom í ljós að mönnum þótti þetta frábær hugmynd,“ segir Jóhann sem fékk nokkur fyrirtæki til að styrkja verkefnið. „Ég er mjög stoltur og ánægður með það að flestir forstjórar þessara fyrirtækja sáu sér fært að fara út og vera viðstaddir þennan viðburð,“ segir Jóhann. Forstjórar Landsvirkjunar, Icelandair, Eimskipa, Brims, Össurar, Póstsins, Bláa lónsins og Marel voru einnig viðstaddir veislu drottningarinnar. „Það þurfti að sérprenta bækurnar með sérstöku þakkarávarpi. Það mun birtast dönskum lesendum næstu áratugina því þetta verður grundvallarútgáfa. Þá munu þeir sjá að Íslendingar hugsa hlýlega til þeirra,“ segir Jóhann en í ávarpinu er tilurð gjafarinnar útskýrð. Þær tuttugu milljónir sem Jóhann safnaði fóru í prentunina, sendingu á dönsk bókasöfn, viðburðinn sjálfan og eftirfylgni. „Ég er alveg himinlifandi og sérstaklega þakklátur fyrirtækjunum fyrir að hafa gert þetta að veruleika og fyrir að hafa mætt fyrir hönd þjóðarinnar á þennan viðburð,“ segir Jóhann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf Íslendinga til Dana sem Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn á þriðjudag. Gjöfin, sjö hundruð eintök af nýrri útgáfu Íslendingasagna, mun rata á dönsk bókasöfn. Fyrirtækin eru HB Grandi, Össur, Icelandair, Marel, Bláa lónið, Brim, Eimskip, Landsvirkjun, Kaupfélag Skagfirðinga, Mjólkursamsalan, Arion banki, Höldur og Pósturinn. Reiddu þau af hendi samtals um tuttugu milljónir til að hægt væri að prenta sérstaka útgáfu bókarinnar með þakkarávarpi til Dana. Útgefandinn, Jóhann Sigurðsson, segist hafa fengið hugmyndina skömmu eftir að þýðingin var kláruð. Fjöldi norrænna fræðimanna hafi unnið að þýðingunni en Íslendingasögurnar voru þýddar á dönsku, norsku og sænsku. Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, skrifaði formála í bókina. Vegna þessa, og vegna þess að Danir skiluðu íslenskum handritum á síðustu öld, fannst Jóhanni eins og Íslendingar stæðu í þakkarskuld við Dani.Jóhann Sigurðsson sést hér til hægri með íslenska útgáfu bókarinnar.vísir/stefán„Ég fór að kanna hvort máttarstólpar í íslensku þjóðfélagi væru sama sinnis. Þá kom í ljós að mönnum þótti þetta frábær hugmynd,“ segir Jóhann sem fékk nokkur fyrirtæki til að styrkja verkefnið. „Ég er mjög stoltur og ánægður með það að flestir forstjórar þessara fyrirtækja sáu sér fært að fara út og vera viðstaddir þennan viðburð,“ segir Jóhann. Forstjórar Landsvirkjunar, Icelandair, Eimskipa, Brims, Össurar, Póstsins, Bláa lónsins og Marel voru einnig viðstaddir veislu drottningarinnar. „Það þurfti að sérprenta bækurnar með sérstöku þakkarávarpi. Það mun birtast dönskum lesendum næstu áratugina því þetta verður grundvallarútgáfa. Þá munu þeir sjá að Íslendingar hugsa hlýlega til þeirra,“ segir Jóhann en í ávarpinu er tilurð gjafarinnar útskýrð. Þær tuttugu milljónir sem Jóhann safnaði fóru í prentunina, sendingu á dönsk bókasöfn, viðburðinn sjálfan og eftirfylgni. „Ég er alveg himinlifandi og sérstaklega þakklátur fyrirtækjunum fyrir að hafa gert þetta að veruleika og fyrir að hafa mætt fyrir hönd þjóðarinnar á þennan viðburð,“ segir Jóhann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira