Ólafía Þórunn í 69. sæti eftir erfiðan þriðja hring Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 20:30 Ólafía Þórunn horfir á eftir upphafshögginu á þriðju braut í dag. MYND/GSIMYNDIR.NET/SETH Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, náði sér ekki jafn vel á strik þriðja hring á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag en Ólafía lék hringinn á 77 höggum, fjórum höggum yfir pari. Ólafía sem var í 20. sæti fyrir þriðja hring lék frábært golf í gær þar sem hún tapaði ekki einu höggi. Var hún að hitta flatirnar og brautirnar vel og skilaði það sér í hring upp á 68. högg. Hún lenti aftur á móti í meiri vandræðum með lengri höggin í dag en hún þurfti í tvígang að bjarga sér með góðu innáhöggi á fyrstu þremur holunum. Fékk hún fuglafæri á 2. holu en missti það í par. Ólafía fékk fyrsta skolla sinn á fimmtu braut en því fylgdu þrjú pör í röð. Skolli á níundu holu þýddi að hún var tveimur höggum yfir pari þegar hringurinn var hálfnaður. Fór hún í þrígang í glompur á fyrstu níu holunum og þurfti að taka víti á einni en náði samt að setja niður sjö pör. Annar skolli fylgdi á tíundu holu en hún náði aðeins að laga stöðuna á tólftu holu með fyrsta fugli dagsins. Ólafía var að slá styttra af teignum heldur en fyrri tvo dagana og var ekki að finna brautirnar jafn oft og áður. Lenti hún fyrir vikið í erfiðum aðstæðum þar sem hún þurfti að bjarga parinu en hún fékk skolla á sautjándu braut eftir fjögur pör í röð þar áður. Fylgdi hún því eftir með öðrum skolla á átjándu braut, fimmta skolla dagsins, og lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari á hringnum og alls þremur höggum undir pari. Verður áhugavert að sjá hvernig henni tekst til á lokadeginum á morgun en hún hefur þegar tryggt sér peningaverðlaun er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, náði sér ekki jafn vel á strik þriðja hring á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag en Ólafía lék hringinn á 77 höggum, fjórum höggum yfir pari. Ólafía sem var í 20. sæti fyrir þriðja hring lék frábært golf í gær þar sem hún tapaði ekki einu höggi. Var hún að hitta flatirnar og brautirnar vel og skilaði það sér í hring upp á 68. högg. Hún lenti aftur á móti í meiri vandræðum með lengri höggin í dag en hún þurfti í tvígang að bjarga sér með góðu innáhöggi á fyrstu þremur holunum. Fékk hún fuglafæri á 2. holu en missti það í par. Ólafía fékk fyrsta skolla sinn á fimmtu braut en því fylgdu þrjú pör í röð. Skolli á níundu holu þýddi að hún var tveimur höggum yfir pari þegar hringurinn var hálfnaður. Fór hún í þrígang í glompur á fyrstu níu holunum og þurfti að taka víti á einni en náði samt að setja niður sjö pör. Annar skolli fylgdi á tíundu holu en hún náði aðeins að laga stöðuna á tólftu holu með fyrsta fugli dagsins. Ólafía var að slá styttra af teignum heldur en fyrri tvo dagana og var ekki að finna brautirnar jafn oft og áður. Lenti hún fyrir vikið í erfiðum aðstæðum þar sem hún þurfti að bjarga parinu en hún fékk skolla á sautjándu braut eftir fjögur pör í röð þar áður. Fylgdi hún því eftir með öðrum skolla á átjándu braut, fimmta skolla dagsins, og lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari á hringnum og alls þremur höggum undir pari. Verður áhugavert að sjá hvernig henni tekst til á lokadeginum á morgun en hún hefur þegar tryggt sér peningaverðlaun er hún komst í gegnum niðurskurðinn.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira