Áttu „vinsamlegt“ símtal en deila enn Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2017 12:15 Donald Trump og Enrique Pena Nieto, forsetar Bandaríkjanna og Mexíkó. Vísir Donald Trump og Enrique Pena Nieto, forsetar Bandaríkjanna og Mexíkó, töluðu saman í síma í gær um vegginn margumrædda sem hefur valdið deilum á milli landanna tveggja. Nieto ákvað á fimmtudaginn að hætta við ferð sína til Bandaríkjanna þar sem hann átti að funda með Trump.Trump ætlar sér að byggja vegg á landamærum ríkjanna og þvinga yfirvöld í Mexíkó til að borga fyrir byggingu veggsins. Mexíkóar eru reiðir vegna ætlana Trump og áróðri hans. Veggurinn er eitt helsta kosningaloforð Trump en hann hefur ítrekað haldið því fram að hann muni þvinga Mexíkó til að borga fyrir vegginn. Talið er að verkið muni kosta um fjórtán milljarða dala, sem samsvara um 1.582 milljörðum króna. Landamæri ríkjanna eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng.Samkvæmt fréttaveitu Reuters sendur ríkisstjórnir bæði Mexíkó og Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingar eftir símafundinn, þar sem báðir sögðust átta sig á því að þeir væru ósammála hvorum öðrum. Þeir hefðu hins vegar sammælst um að reyna að finna lausn á deilunni. Þá segir í yfirlýsingu Mexíkó að forsetarnir hafi samþykkt að ræða greiðslu veggsins ekki opinberlega í bili. Hvíta húsið hefur hins vegar ekki staðfest að Trump hafi samþykkt slíkt.Trump hefur ítrekað sagt að Mexíkó komi betur undan samningum ríkjanna eins og fríverslunarsamningi Norður-Ameríku og að Mexíkó hafi látið Bandaríkin líta út „eins og kjána“. Um 80 prósent af öllum útflutningsvörum Mexíkó fer til Bandaríkjanna og um helmingur utanaðkomandi fjárfestingar í Mexíkó á síðustu tveimur áratugum hefur komið frá Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá frétt frá því fyrr í vikunni, þar sem Trump segir að bygging veggsins muni hefjast á „næstu mánuðum“. Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Donald Trump og Enrique Pena Nieto, forsetar Bandaríkjanna og Mexíkó, töluðu saman í síma í gær um vegginn margumrædda sem hefur valdið deilum á milli landanna tveggja. Nieto ákvað á fimmtudaginn að hætta við ferð sína til Bandaríkjanna þar sem hann átti að funda með Trump.Trump ætlar sér að byggja vegg á landamærum ríkjanna og þvinga yfirvöld í Mexíkó til að borga fyrir byggingu veggsins. Mexíkóar eru reiðir vegna ætlana Trump og áróðri hans. Veggurinn er eitt helsta kosningaloforð Trump en hann hefur ítrekað haldið því fram að hann muni þvinga Mexíkó til að borga fyrir vegginn. Talið er að verkið muni kosta um fjórtán milljarða dala, sem samsvara um 1.582 milljörðum króna. Landamæri ríkjanna eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng.Samkvæmt fréttaveitu Reuters sendur ríkisstjórnir bæði Mexíkó og Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingar eftir símafundinn, þar sem báðir sögðust átta sig á því að þeir væru ósammála hvorum öðrum. Þeir hefðu hins vegar sammælst um að reyna að finna lausn á deilunni. Þá segir í yfirlýsingu Mexíkó að forsetarnir hafi samþykkt að ræða greiðslu veggsins ekki opinberlega í bili. Hvíta húsið hefur hins vegar ekki staðfest að Trump hafi samþykkt slíkt.Trump hefur ítrekað sagt að Mexíkó komi betur undan samningum ríkjanna eins og fríverslunarsamningi Norður-Ameríku og að Mexíkó hafi látið Bandaríkin líta út „eins og kjána“. Um 80 prósent af öllum útflutningsvörum Mexíkó fer til Bandaríkjanna og um helmingur utanaðkomandi fjárfestingar í Mexíkó á síðustu tveimur áratugum hefur komið frá Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá frétt frá því fyrr í vikunni, þar sem Trump segir að bygging veggsins muni hefjast á „næstu mánuðum“.
Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira