Ferðaþjónustan: Betur má gera ef duga skal Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. janúar 2017 07:00 Framlag í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á fjárlögum 2017 verður of lágt. Auk þess hefur framlag frá 2016 ekki nýst af mörgum ástæðum. Þar hefur t.d. víða staðið á mótframlögum sveitarfélaga. Sum eru ekki það burðug að þau hafi í raun nægt fé til þeirra og önnur verkefni gengið fyrir. Skipulagsmál hafa reynst flókin og viðbótarríkisframlag í sjóðinn kom seint fram. Hvað sem því líður er alveg ljóst að mjög margir staðir utan þjóðgarða eru í sárum, sumir mjög miklum, og þar þarf að framkvæma bráðaviðgerðir og tryggja snarbætt, stýrt aðgengi með t.d. stígum, útsýnisstöðum, og staðbundnum lokunum innan svæða, eða með ítölu. Til að koma fram brýnum úrbótum þarf að setja árlega a.m.k. 3 milljarða króna í sjóðinn, í þrjú til fjögur ár. Úrbætur á vegum og öðrum innviðum eru líka brýn verkefni.Þjóðgarðar, landvarsla og fararstjórnun Hvað sem gleðilegu og auknu fé til nýrra þjóðgarðsmiðstöðva líður bíður okkar stórátak í Vatnajökulsþjóðgarði. Þótt stór sé og ástand sums staðar gott eru önnur svæði hans komin að þolmörkum. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum eru minni og orðnir mun skemmdari. Báðir þarfnast miklu meira fjármagns, nokkur ár í röð, en látið er af hendi rakna. Eins þarf aukið fé í landvörslu í þjóðgörðunum og á friðuðum svæðum. Í því sambandi er brýnt að endurskoða hlutverk og valdsvið landvarða, bæði ríkisráðinna og starfsmanna ferðafélaga. Nú hafa landverðir aðeins leyfi til þess að vara fólk við og beiðast einhvers af því en ekki valdsvið til að skipa fyrir líkt og lögregla, t.d. svipað og rangers í Vesturheimi. Á því þarf að gera bragarbót með umræðum, lögum og reglugerðum, auk þess að setja meira fé til landvörslu á mörgum stöðum og koma hluta björgunarsveita í föst störf. Samhliða verður að endurskoða hlutverk og menntun leiðsögumanna í ólíkum flokkum (alm. leiðsögn, svæða- og staðaleiðsögn og sérhæfð útivistarleiðsögn) og koma á reglum um starfsemina og löggildingu starfsheitisins þar sem við á.Sjálfbærni og þolmörk Menningar- og náttúrunytjar ganga ekki upp án verndunar minja og alls umhverfis. Til þess greina menn þolmörk, jafnt félagsleg sem náttúruleg, jafnt fyrir afmarkaða staði sem svæði, og loks fyrir landið í heild. Við viljum að atvinna sé fjölbreytt en ekki að aðeins þrjár greinar beri upp langmest af henni, hvað þá ein atvinnugrein; ferðaþjónusta. Við viljum að sjálfbærni sé viðmið í henni og sú stefna hefur réttilega verið mörkuð. Sjálfbærnihugtakið nær yfir félagslega og hagræna sjálfbærni ekki síður en að náttúran verði nytjuð á þann hátt að hún standi jafn góð eftir eða betri. Þegar sumir stjórnmálamenn eða framámenn í ferðaþjónustu telja að við getum tekið við miklu fleiri ferðamönnum, vekur það spurningar. Eru þá engin þolmörk nytja til? Hvað merkja orðin miklu fleiri? Engum dytti í hug að skipuleggja fiskveiðar með því að tala sífellt um „miklu fleiri fiska“. Landsáætlun um uppbyggingu innviða var samþykkt sem lög 2016. Hún er nú vanfjármögnuð og fyrir henni fer lítið. Meðal fyrstu skrefa til úrbóta auk viðbótarfjármagns til þjóðgarða, Landsáætlunar og til Framkvæmdasjóðs verður til að efla ferðaþjónusturannsóknir, breyta skipulagi í greininni og stofnanaflórunni og endurskoða lög um ferðaþjónustu. Ég hef talað fyrir nýju ráðuneyti ferðamála og ákvörðun þolmarka. Það ætti að vera til umræðu á næstunni þegar fjöldi ferðamanna telst í milljónum og viðvarandi skortur á vinnuafli er í greininni. Ég tel ekki að nýtt ráðuneyti leysi fjölda verkefna eitt og sér en það auðveldar lausnir, miklu skilvirkar og hraðar en Stjórnstöð ferðamála getur – auk þess sem hún starfar tímabundið.Og beinu gjöldin … Varla er unnt að leggjast á móti beinni fjármögnun ferðamanna til úrbóta á öllu því í umhverfinu sem þeir notast við. Bílastæðagjöld gera gagn, t.d. í þjóðgörðum. Gegn komugjöldum hafa komið fram viðbárur um að þau séu ekki leyfileg skv. jafnræðisreglum. Hvort sem það stenst rýni eða ekki, má haga innheimtu þannig að þau gangi upp, enda fyrirmyndir um þau annars staðar í álfunni. Sumir telja að þau muni bremsa ferðamannafjöldann til Íslands. Það væri svo sem ekki alvont en er ofmælt vegna þess að 1,5 milljarðar manna eru á faraldsfæti um jörðina og við tökum hingað ríflega 1 prómill, og þá mest úr samfélagshópum sem ráða munu við lágt gjald. Þótt vikukostnaður við ferð á Íslandi, sem er sagður vera um 200 þús. kr., hækki um 1 til 2 þúsund krónur er til nægt ferðafólk sem kippir sér ekki upp við það. Við sjálf myndum flest líka þola þá upphæð. Hækkað gistináttagjald í 300 kr., sem ætti auðvitað að vera hlutfallstala af verði gistingar og ganga að hluta beint til sveitarfélaga, truflar heldur ekki flæði ferðamanna. Og eitt er víst: Hvorki sú upphæð né komugjald getur komið í staðinn fyrir þolmörk og aðrar stjórnunaraðgerðir sem er nauðsynlegt að við ákvörðum fyrr en síðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Framlag í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á fjárlögum 2017 verður of lágt. Auk þess hefur framlag frá 2016 ekki nýst af mörgum ástæðum. Þar hefur t.d. víða staðið á mótframlögum sveitarfélaga. Sum eru ekki það burðug að þau hafi í raun nægt fé til þeirra og önnur verkefni gengið fyrir. Skipulagsmál hafa reynst flókin og viðbótarríkisframlag í sjóðinn kom seint fram. Hvað sem því líður er alveg ljóst að mjög margir staðir utan þjóðgarða eru í sárum, sumir mjög miklum, og þar þarf að framkvæma bráðaviðgerðir og tryggja snarbætt, stýrt aðgengi með t.d. stígum, útsýnisstöðum, og staðbundnum lokunum innan svæða, eða með ítölu. Til að koma fram brýnum úrbótum þarf að setja árlega a.m.k. 3 milljarða króna í sjóðinn, í þrjú til fjögur ár. Úrbætur á vegum og öðrum innviðum eru líka brýn verkefni.Þjóðgarðar, landvarsla og fararstjórnun Hvað sem gleðilegu og auknu fé til nýrra þjóðgarðsmiðstöðva líður bíður okkar stórátak í Vatnajökulsþjóðgarði. Þótt stór sé og ástand sums staðar gott eru önnur svæði hans komin að þolmörkum. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum eru minni og orðnir mun skemmdari. Báðir þarfnast miklu meira fjármagns, nokkur ár í röð, en látið er af hendi rakna. Eins þarf aukið fé í landvörslu í þjóðgörðunum og á friðuðum svæðum. Í því sambandi er brýnt að endurskoða hlutverk og valdsvið landvarða, bæði ríkisráðinna og starfsmanna ferðafélaga. Nú hafa landverðir aðeins leyfi til þess að vara fólk við og beiðast einhvers af því en ekki valdsvið til að skipa fyrir líkt og lögregla, t.d. svipað og rangers í Vesturheimi. Á því þarf að gera bragarbót með umræðum, lögum og reglugerðum, auk þess að setja meira fé til landvörslu á mörgum stöðum og koma hluta björgunarsveita í föst störf. Samhliða verður að endurskoða hlutverk og menntun leiðsögumanna í ólíkum flokkum (alm. leiðsögn, svæða- og staðaleiðsögn og sérhæfð útivistarleiðsögn) og koma á reglum um starfsemina og löggildingu starfsheitisins þar sem við á.Sjálfbærni og þolmörk Menningar- og náttúrunytjar ganga ekki upp án verndunar minja og alls umhverfis. Til þess greina menn þolmörk, jafnt félagsleg sem náttúruleg, jafnt fyrir afmarkaða staði sem svæði, og loks fyrir landið í heild. Við viljum að atvinna sé fjölbreytt en ekki að aðeins þrjár greinar beri upp langmest af henni, hvað þá ein atvinnugrein; ferðaþjónusta. Við viljum að sjálfbærni sé viðmið í henni og sú stefna hefur réttilega verið mörkuð. Sjálfbærnihugtakið nær yfir félagslega og hagræna sjálfbærni ekki síður en að náttúran verði nytjuð á þann hátt að hún standi jafn góð eftir eða betri. Þegar sumir stjórnmálamenn eða framámenn í ferðaþjónustu telja að við getum tekið við miklu fleiri ferðamönnum, vekur það spurningar. Eru þá engin þolmörk nytja til? Hvað merkja orðin miklu fleiri? Engum dytti í hug að skipuleggja fiskveiðar með því að tala sífellt um „miklu fleiri fiska“. Landsáætlun um uppbyggingu innviða var samþykkt sem lög 2016. Hún er nú vanfjármögnuð og fyrir henni fer lítið. Meðal fyrstu skrefa til úrbóta auk viðbótarfjármagns til þjóðgarða, Landsáætlunar og til Framkvæmdasjóðs verður til að efla ferðaþjónusturannsóknir, breyta skipulagi í greininni og stofnanaflórunni og endurskoða lög um ferðaþjónustu. Ég hef talað fyrir nýju ráðuneyti ferðamála og ákvörðun þolmarka. Það ætti að vera til umræðu á næstunni þegar fjöldi ferðamanna telst í milljónum og viðvarandi skortur á vinnuafli er í greininni. Ég tel ekki að nýtt ráðuneyti leysi fjölda verkefna eitt og sér en það auðveldar lausnir, miklu skilvirkar og hraðar en Stjórnstöð ferðamála getur – auk þess sem hún starfar tímabundið.Og beinu gjöldin … Varla er unnt að leggjast á móti beinni fjármögnun ferðamanna til úrbóta á öllu því í umhverfinu sem þeir notast við. Bílastæðagjöld gera gagn, t.d. í þjóðgörðum. Gegn komugjöldum hafa komið fram viðbárur um að þau séu ekki leyfileg skv. jafnræðisreglum. Hvort sem það stenst rýni eða ekki, má haga innheimtu þannig að þau gangi upp, enda fyrirmyndir um þau annars staðar í álfunni. Sumir telja að þau muni bremsa ferðamannafjöldann til Íslands. Það væri svo sem ekki alvont en er ofmælt vegna þess að 1,5 milljarðar manna eru á faraldsfæti um jörðina og við tökum hingað ríflega 1 prómill, og þá mest úr samfélagshópum sem ráða munu við lágt gjald. Þótt vikukostnaður við ferð á Íslandi, sem er sagður vera um 200 þús. kr., hækki um 1 til 2 þúsund krónur er til nægt ferðafólk sem kippir sér ekki upp við það. Við sjálf myndum flest líka þola þá upphæð. Hækkað gistináttagjald í 300 kr., sem ætti auðvitað að vera hlutfallstala af verði gistingar og ganga að hluta beint til sveitarfélaga, truflar heldur ekki flæði ferðamanna. Og eitt er víst: Hvorki sú upphæð né komugjald getur komið í staðinn fyrir þolmörk og aðrar stjórnunaraðgerðir sem er nauðsynlegt að við ákvörðum fyrr en síðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun