Áhersla skal lögð á opið og gagnsætt söluferli ríkiseigna Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2017 15:05 Í sáttmálanum segir að ríkið eigi að nýta betur sameiginleg innkaup til að draga úr útgjöldum. Vísir/Anton Brink Ný ríkisstjórn hyggst leggja áherslu á opið og gagnsætt söluferli ríkiseigna á kjörtímabilinu og stofna skal stöðugleikasjóð sem mun halda utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs. Þetta kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem kynntur var í dag. Ekki kemur fram hvaða eignir ríkisins standi til að selja. Í kaflanum um framtíð bankakerfisins segir hins vegar að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkum. „Því er mikilvægt að minnka hlut ríkisins í varfærnum skrefum og víðtækri sátt. Áhersla verði lögð á opið og gagnsætt ferli þar sem gætt verður að sem mestri dreifingu eignarhalds. Í því augnamiði verði stefnt að því að almenningur geti fengið tiltekinn eignarhlut afhentan endurgjaldslaust.“Hreinar skuldir ríkisins engar innan tíu ára Í sáttmálanum segir enn fremur að með aðhaldi í ríkisrekstri, sölu eigna sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins og niðurgreiðslu ríkisskulda verði áfram stutt við sterka stöðu í ríkisfjármálum. Þá á ríkið að nýta betur sameiginleg innkaup til að draga úr útgjöldum. „Sett skulu tímasett markmið um betri rekstur og aukna framleiðni hjá hinu opinbera. Stefnt er að því að allar varanlegar útgjaldaákvarðanir rúmist innan hagsveiflunnar. Langtímamarkmið er að hreinar skuldir ríkissjóðs verði engar innan tíu ára. Stofna skal stöðugleikasjóð sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs, tryggi komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum og geti verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið. Stöðugleiki á vinnumarkaði er mikilvæg forsenda jafnvægis og vaxtar í efnahagslífi. Einn vinnumarkaður með jöfnun lífeyrisréttinda og annarra almennra réttinda er lykilatriði sem leiða mun til meira gagnsæis í kjaramálum. Ríkisstjórnin mun styðja aðila vinnumarkaðarins í frekari umbótum á íslenska vinnumarkaðslíkaninu að norrænni fyrirmynd sem drög hafa verið lögð að í svonefndu SALEK-samkomulagi,“ segir í sáttmálanum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Í beinni: Ný ríkisstjórn mynduð Fylgst verður með gangi mála í allan dag. 10. janúar 2017 11:14 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Ný ríkisstjórn hyggst leggja áherslu á opið og gagnsætt söluferli ríkiseigna á kjörtímabilinu og stofna skal stöðugleikasjóð sem mun halda utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs. Þetta kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem kynntur var í dag. Ekki kemur fram hvaða eignir ríkisins standi til að selja. Í kaflanum um framtíð bankakerfisins segir hins vegar að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkum. „Því er mikilvægt að minnka hlut ríkisins í varfærnum skrefum og víðtækri sátt. Áhersla verði lögð á opið og gagnsætt ferli þar sem gætt verður að sem mestri dreifingu eignarhalds. Í því augnamiði verði stefnt að því að almenningur geti fengið tiltekinn eignarhlut afhentan endurgjaldslaust.“Hreinar skuldir ríkisins engar innan tíu ára Í sáttmálanum segir enn fremur að með aðhaldi í ríkisrekstri, sölu eigna sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins og niðurgreiðslu ríkisskulda verði áfram stutt við sterka stöðu í ríkisfjármálum. Þá á ríkið að nýta betur sameiginleg innkaup til að draga úr útgjöldum. „Sett skulu tímasett markmið um betri rekstur og aukna framleiðni hjá hinu opinbera. Stefnt er að því að allar varanlegar útgjaldaákvarðanir rúmist innan hagsveiflunnar. Langtímamarkmið er að hreinar skuldir ríkissjóðs verði engar innan tíu ára. Stofna skal stöðugleikasjóð sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs, tryggi komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum og geti verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið. Stöðugleiki á vinnumarkaði er mikilvæg forsenda jafnvægis og vaxtar í efnahagslífi. Einn vinnumarkaður með jöfnun lífeyrisréttinda og annarra almennra réttinda er lykilatriði sem leiða mun til meira gagnsæis í kjaramálum. Ríkisstjórnin mun styðja aðila vinnumarkaðarins í frekari umbótum á íslenska vinnumarkaðslíkaninu að norrænni fyrirmynd sem drög hafa verið lögð að í svonefndu SALEK-samkomulagi,“ segir í sáttmálanum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56 Í beinni: Ný ríkisstjórn mynduð Fylgst verður með gangi mála í allan dag. 10. janúar 2017 11:14 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Stjórnarsáttmálinn: Byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verður lokið 2023 Örugg og góð heilbrigðisþjónusta, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu, verður forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmálanum. 10. janúar 2017 14:56