Kína og erfiður tími fyrir Bitcoin Lars Christensen skrifar 11. janúar 2017 07:00 Sýndargjaldmiðillinn“ Bitcoin hefur fengið mikla athygli undanfarin ár – aðallega af því að gengi Bitcoin hefur leitað mjög sterkt upp á við en einnig af því að það hefur verið mjög óstöðugt. Síðustu tvær vikur hefur áhuginn á Bitcoin aukist enn meira eftir að gengi Bitcoin náði fyrst methæðum gagnvart bandaríska dollarnum en féll síðan í síðustu viku um meira en 20% á einum degi. Yfirleitt tek ég, og aðrir sem fylgjast með fjármálamörkuðum heimsins, lítið eftir þróun Bitcoin. Hins vegar segir þróunin síðasta árið, og sérstaklega síðasta hálfa mánuðinn, okkur áhugaverða sögu um næststærsta hagkerfi heimsins – Kína.Gilda engar reglur Ef við lítum á þróun hins kínverska renminbi og Bitcoin síðasta árið sjáum við að það hefur verið tiltölulega sterk öfug fylgni á milli „gjaldmiðlanna“ tveggja og þetta samband hefur styrkst eftir að ljóst varð að kínversk yfirvöld hafa hrundið af stað hægfara gengislækkun renminbi. Árið 2014 fóru vangaveltur á mörkuðunum vaxandi um að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – myndi leyfa renminbi að veikjast og með tímanum taka upp fljótandi gengisstefnu. Síðan í árslok 2015 hefur orðið ljóst að bankinn hefur í raun tekið upp þá stefnu að láta gengi renminbi síga jafnt og þétt. Fjárfestar hafa smám saman áttað sig á þessu og því hefur verið skynsamlegt að færa sig úr renminbi og yfir í aðra gjaldmiðla. En gjaldmiðlaflæði er ekki alveg frjálst í Kína og þess vegna er erfiðara að taka „skortstöðu“ gagnvart renminbi. En um Bitcoin-markaðinn gilda engar reglur – ekki heldur í Kína. Þess vegna hafa kínverskir fjárfestar reynt að fara í kringum gjaldeyrishöftin með því að kaupa Bitcoin (fyrir renminbi). Afleiðingin er sú að nú hefur Kína næstum 90% „markaðshlutdeild“ í viðskiptum með Bitcoin. Markaðshlutdeild sem hefur margfaldast síðan 2014-15 þegar væntingar um veikara renminbi komu fram fyrir alvöru.Varla tilviljun Þetta þýðir líka að uppsveiflan á verði Bitcoin á síðustu tveimur árum er í raun aðallega vegna ótta við „kínverskt gengissig“, en það þýðir líka að hættan á meiriháttar falli á verði Bitcoin er nátengd þróun renminbis og kínverskri gjaldeyrisstefnu. Þar af leiðir að ef Kínverjar tækju upp algerlega frjálsan gjaldeyrismarkað væri engin þörf á að nota Bitcoin til að fara í kringum gjaldeyrishöftin. Og ef renminbi væri látinn fljóta myndi gjaldmiðillinn fljótt finna „eðlilegt“ verðgildi sitt og þá myndi gjaldeyrisútstreymið hætta um leið og væntingar um gengisfall hyrfu. Og að lokum: Ef Alþýðubanki Kína myndi hætta við þá stefnu að láta gengið síga og festa renminbi við dollarann á trúverðugan hátt – til dæmis ef Kína yrði þvingað til að gera þetta af nýju Trump-stjórninni – þá myndi það sennilega valda nýju falli á verðgildi Bitcoin. Þetta er auðvitað nákvæmlega það sem við sáum í síðustu viku þegar Alþýðubankinn greip sterkt inn í á gjaldeyrismarkaðnum til að styrkja renminbi. Sama dag og þetta gerðist hrapaði gengi Bitcoin. Það er varla tilviljun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Sýndargjaldmiðillinn“ Bitcoin hefur fengið mikla athygli undanfarin ár – aðallega af því að gengi Bitcoin hefur leitað mjög sterkt upp á við en einnig af því að það hefur verið mjög óstöðugt. Síðustu tvær vikur hefur áhuginn á Bitcoin aukist enn meira eftir að gengi Bitcoin náði fyrst methæðum gagnvart bandaríska dollarnum en féll síðan í síðustu viku um meira en 20% á einum degi. Yfirleitt tek ég, og aðrir sem fylgjast með fjármálamörkuðum heimsins, lítið eftir þróun Bitcoin. Hins vegar segir þróunin síðasta árið, og sérstaklega síðasta hálfa mánuðinn, okkur áhugaverða sögu um næststærsta hagkerfi heimsins – Kína.Gilda engar reglur Ef við lítum á þróun hins kínverska renminbi og Bitcoin síðasta árið sjáum við að það hefur verið tiltölulega sterk öfug fylgni á milli „gjaldmiðlanna“ tveggja og þetta samband hefur styrkst eftir að ljóst varð að kínversk yfirvöld hafa hrundið af stað hægfara gengislækkun renminbi. Árið 2014 fóru vangaveltur á mörkuðunum vaxandi um að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – myndi leyfa renminbi að veikjast og með tímanum taka upp fljótandi gengisstefnu. Síðan í árslok 2015 hefur orðið ljóst að bankinn hefur í raun tekið upp þá stefnu að láta gengi renminbi síga jafnt og þétt. Fjárfestar hafa smám saman áttað sig á þessu og því hefur verið skynsamlegt að færa sig úr renminbi og yfir í aðra gjaldmiðla. En gjaldmiðlaflæði er ekki alveg frjálst í Kína og þess vegna er erfiðara að taka „skortstöðu“ gagnvart renminbi. En um Bitcoin-markaðinn gilda engar reglur – ekki heldur í Kína. Þess vegna hafa kínverskir fjárfestar reynt að fara í kringum gjaldeyrishöftin með því að kaupa Bitcoin (fyrir renminbi). Afleiðingin er sú að nú hefur Kína næstum 90% „markaðshlutdeild“ í viðskiptum með Bitcoin. Markaðshlutdeild sem hefur margfaldast síðan 2014-15 þegar væntingar um veikara renminbi komu fram fyrir alvöru.Varla tilviljun Þetta þýðir líka að uppsveiflan á verði Bitcoin á síðustu tveimur árum er í raun aðallega vegna ótta við „kínverskt gengissig“, en það þýðir líka að hættan á meiriháttar falli á verði Bitcoin er nátengd þróun renminbis og kínverskri gjaldeyrisstefnu. Þar af leiðir að ef Kínverjar tækju upp algerlega frjálsan gjaldeyrismarkað væri engin þörf á að nota Bitcoin til að fara í kringum gjaldeyrishöftin. Og ef renminbi væri látinn fljóta myndi gjaldmiðillinn fljótt finna „eðlilegt“ verðgildi sitt og þá myndi gjaldeyrisútstreymið hætta um leið og væntingar um gengisfall hyrfu. Og að lokum: Ef Alþýðubanki Kína myndi hætta við þá stefnu að láta gengið síga og festa renminbi við dollarann á trúverðugan hátt – til dæmis ef Kína yrði þvingað til að gera þetta af nýju Trump-stjórninni – þá myndi það sennilega valda nýju falli á verðgildi Bitcoin. Þetta er auðvitað nákvæmlega það sem við sáum í síðustu viku þegar Alþýðubankinn greip sterkt inn í á gjaldeyrismarkaðnum til að styrkja renminbi. Sama dag og þetta gerðist hrapaði gengi Bitcoin. Það er varla tilviljun.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun