Ásta: Virðist vera sem stuðningsmenn ESB í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 19:34 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir að það stingi helst í hve grunnt sé farið í fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmálanum. Þá segir hún að það virðist vera sem stuðningsmenn Evrópusambandsins í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum. „Þetta er rosa yfirborðskennt þannig að ég hlakka til að sjá hvernig og hvort að eitthvað af þessu verði framkvæmt,“ sagði Ásta í samtali við Vísi. Þá segir hún að svo virðist vera að stuðningsmenn Evrópusambandsins innan ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætli sér að treysta á minnihlutann í stórum málum. „Það virðist vera svo að stuðningsmenn Evrópusambandsins í þessum ríkisstjórnarflokkum ætli sér að treysta á minnihluta þingsins þegar það kemur að risastórum málum sem er sérkennilegt að vissu leyti þar sem að það er ekki búið að tala við minnihlutann. Svo maður spyr sig hversu mikill meirihluti þetta sé í raun og veru.“Lítið farið í útfærslurAð öðru leyti þykir Ástu stjórnarsáttmálinn frekar rýr. Lítið sé farið í nánar útfærslur á málum. „Hann er frekar rýr. Það er lítið farið í útfærslur eins og til dæmis á endurskoðun á stjórnarskránni. Það er talað um að sett verði á nefnd en hvernig er framkvæmdin á því, það liggur við að það sé hvorki fugl né fiskur varðandi það. Ég hugsa að flokkarnir hafi ólíka hugmyndafræði um hvernig eigi að fara að því.“ Ríkisstjórnin fer inn á Alþingi með einungis eins manns meirihluta en með svo nauman meirihluta við stjórnvölinn segir Ásta að umræðuhefðin á þinginu þurfi að breytast. „Það þýðir ekki að vera að trukka hlutum í gegn eins og gert var á seinasta kjörtímabili. Núna þarf að tala saman.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53 Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir að það stingi helst í hve grunnt sé farið í fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmálanum. Þá segir hún að það virðist vera sem stuðningsmenn Evrópusambandsins í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum. „Þetta er rosa yfirborðskennt þannig að ég hlakka til að sjá hvernig og hvort að eitthvað af þessu verði framkvæmt,“ sagði Ásta í samtali við Vísi. Þá segir hún að svo virðist vera að stuðningsmenn Evrópusambandsins innan ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætli sér að treysta á minnihlutann í stórum málum. „Það virðist vera svo að stuðningsmenn Evrópusambandsins í þessum ríkisstjórnarflokkum ætli sér að treysta á minnihluta þingsins þegar það kemur að risastórum málum sem er sérkennilegt að vissu leyti þar sem að það er ekki búið að tala við minnihlutann. Svo maður spyr sig hversu mikill meirihluti þetta sé í raun og veru.“Lítið farið í útfærslurAð öðru leyti þykir Ástu stjórnarsáttmálinn frekar rýr. Lítið sé farið í nánar útfærslur á málum. „Hann er frekar rýr. Það er lítið farið í útfærslur eins og til dæmis á endurskoðun á stjórnarskránni. Það er talað um að sett verði á nefnd en hvernig er framkvæmdin á því, það liggur við að það sé hvorki fugl né fiskur varðandi það. Ég hugsa að flokkarnir hafi ólíka hugmyndafræði um hvernig eigi að fara að því.“ Ríkisstjórnin fer inn á Alþingi með einungis eins manns meirihluta en með svo nauman meirihluta við stjórnvölinn segir Ásta að umræðuhefðin á þinginu þurfi að breytast. „Það þýðir ekki að vera að trukka hlutum í gegn eins og gert var á seinasta kjörtímabili. Núna þarf að tala saman.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53 Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17
Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53
Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41