Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 22:01 Sigríður Á. Andersen er nýr dómsmálaráðherra. vísir/pjetur „Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýskipaður dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Tilkynnt var í kvöld hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en Sigríður er ein sex þingmanna Sjálfstæðismanna sem taka sæti í stjórninni. Aðspurð segist Sigríður alveg eins hafa átt von á því að verða ráðherra en hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir ráðherraembætti. Hún er lögfræðingur að mennt og segist þekkja málaflokkinn ágætlega. Þá er hún ánægð með að innanríkisráðuneytinu skuli skipt upp þannig að nú fari sérstakur ráðherra með dómsmál og löggæslu. Sigríður segir af nógu að taka í ráðuneytinu. „Nú fer að hefjast undirbúningur fyrir millidómsstig sem taka á til starfa á næsta ári en þetta er mikil réttarbót sem við náðum í gegn á síðasta kjörtímabili. Það þarf því að fara að leggja drög að þeim undirbúningi,“ segir Sigríður. Lögreglumenn víða um land hafa gagnrýnt að ekki sé nægu fjármagni veitt til löggæslumála, ekki hvað síst úti á landi þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi og verkefnin lögreglunnar aukist í takt við það. Býst Sigríður við að geta bætt í í þessum málaflokki? „Vonandi. Það þarf að svara eftirspurninni með því að auka framboðið þar sem eftirspurnin er. Að minnsta kosti yfir sumartímann virðist sem það þurfi að efla löggæslu úti á landi og jafnvel á hálendinu en það þarf að skoða það með hliðsjón af fjármagni sem er til staðar,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi alltaf verið markmið og mikill vilji til þess hjá Sjálfstæðisflokknum að efla löggæsluna og tryggja að hún sé viðunandi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýskipaður dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Tilkynnt var í kvöld hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en Sigríður er ein sex þingmanna Sjálfstæðismanna sem taka sæti í stjórninni. Aðspurð segist Sigríður alveg eins hafa átt von á því að verða ráðherra en hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir ráðherraembætti. Hún er lögfræðingur að mennt og segist þekkja málaflokkinn ágætlega. Þá er hún ánægð með að innanríkisráðuneytinu skuli skipt upp þannig að nú fari sérstakur ráðherra með dómsmál og löggæslu. Sigríður segir af nógu að taka í ráðuneytinu. „Nú fer að hefjast undirbúningur fyrir millidómsstig sem taka á til starfa á næsta ári en þetta er mikil réttarbót sem við náðum í gegn á síðasta kjörtímabili. Það þarf því að fara að leggja drög að þeim undirbúningi,“ segir Sigríður. Lögreglumenn víða um land hafa gagnrýnt að ekki sé nægu fjármagni veitt til löggæslumála, ekki hvað síst úti á landi þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi og verkefnin lögreglunnar aukist í takt við það. Býst Sigríður við að geta bætt í í þessum málaflokki? „Vonandi. Það þarf að svara eftirspurninni með því að auka framboðið þar sem eftirspurnin er. Að minnsta kosti yfir sumartímann virðist sem það þurfi að efla löggæslu úti á landi og jafnvel á hálendinu en það þarf að skoða það með hliðsjón af fjármagni sem er til staðar,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi alltaf verið markmið og mikill vilji til þess hjá Sjálfstæðisflokknum að efla löggæsluna og tryggja að hún sé viðunandi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11
Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17