Strákarnir okkar án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2017 12:26 Aron Pálmarsson verður ekki með. vísir/epa/vilhelm „Þetta er auðvitað slæmt. Það segir sig sjálft. Aron Pálmarsson er leikmaður sem er erfitt að leysa af. Þú fyllir ekkert í þetta skarð.“ Þetta segir Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, um þau skelfilegu tíðindi að langbesti handboltamaður þjóðarinnar og einn sá besti í heimi, Aron Pálmarsson, verður ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron er búinn að vera meiddur frá því í nóvember og hefur lítið sem ekkert æft í langan tíma. Læknalið íslenska landsliðsins tók endanlega ákvörðun um það í dag að leikstjórnandinn magnaði er ekki í standi til að spila. „Þetta er eitthvað sem menn voru búnir að búa sig undir því það lá alveg í loftinum að hann yrði ekki með því hann er ekki enn þá kominn í almennilega æfingu. Ég held að menn hafi undirbúið sig fyrir þetta hægt og rólega en eðlilega var liðið tilbúið að bíða fram á síðustu stundu með þessa ákvörðun,“ segir Gunnar.Ólafur Guðmundsson er nú maður númer eitt vinstra megin.vísir/epaÞessar fréttir breyta miklu hjá íslenska liðinu á mótinu enda Aron augljóslega algjör lykilmaður. Sá leikmaður sem getur alltaf búið til eitthvað úr engu. Nú þurfa aðrir menn að stíga upp og þá sérstaklega félagi Arons úr Hafnarfirðinum, Ólafur Guðmundsson. „Eins og staðan er núna þýðir þetta að mikið mun mæða á Ólafi Guðmundssyni og svo er spurning með Gunnar Stein og Arnór Atlason. Svo er Sigurbergur Sveinsson á upphaflega listanum þannig kannski skoða menn það en ég er ekki viss. Plan b, held ég, sé bara að Gunnar Steinn og Arnór Atla verði Ólafi til aðstoðar,“ segir Gunnar en þá þarf Ólafur Guðmundsson að spila eins og allir vita að hann getur.Sjá einnig:Stefán Rafn kominn til Metz „Nú fær Ólafur mikla ábyrgð og vonandi stendur hann undir henni. Við höfum séð hann eiga frábæra leiki með landsliðinu en það sem hefur gerst hingað til er að hann er of óstöðugur í sínum leik. Hann þarf meiri stöðugleika.“ Ísland er í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðli og fara í 16 liða úrslit. Breyta þessi tíðindi einhverju um heildarmyndina? „Ég geri enn þá vonir um að við vinnum þrjá leiki á móti Túnis, Angóla og Makedóníu. Bónusleikirnir eru á móti Spáni og Slóvenum. Ég svona vona að við klárum þessa þrjá leiki og komust í 16 liða úrslit en svo er þetta mót bara mikil fjárfesting fyrir framtíðina,“ segir Gunnar Magnússon.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41 Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00 Stefán Rafn kominn til Metz Æfði með íslenska landsliðinu í gær vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. 11. janúar 2017 10:15 Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana. 11. janúar 2017 10:45 Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. 11. janúar 2017 09:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað slæmt. Það segir sig sjálft. Aron Pálmarsson er leikmaður sem er erfitt að leysa af. Þú fyllir ekkert í þetta skarð.“ Þetta segir Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, um þau skelfilegu tíðindi að langbesti handboltamaður þjóðarinnar og einn sá besti í heimi, Aron Pálmarsson, verður ekki með strákunum okkar á HM í Frakklandi.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron er búinn að vera meiddur frá því í nóvember og hefur lítið sem ekkert æft í langan tíma. Læknalið íslenska landsliðsins tók endanlega ákvörðun um það í dag að leikstjórnandinn magnaði er ekki í standi til að spila. „Þetta er eitthvað sem menn voru búnir að búa sig undir því það lá alveg í loftinum að hann yrði ekki með því hann er ekki enn þá kominn í almennilega æfingu. Ég held að menn hafi undirbúið sig fyrir þetta hægt og rólega en eðlilega var liðið tilbúið að bíða fram á síðustu stundu með þessa ákvörðun,“ segir Gunnar.Ólafur Guðmundsson er nú maður númer eitt vinstra megin.vísir/epaÞessar fréttir breyta miklu hjá íslenska liðinu á mótinu enda Aron augljóslega algjör lykilmaður. Sá leikmaður sem getur alltaf búið til eitthvað úr engu. Nú þurfa aðrir menn að stíga upp og þá sérstaklega félagi Arons úr Hafnarfirðinum, Ólafur Guðmundsson. „Eins og staðan er núna þýðir þetta að mikið mun mæða á Ólafi Guðmundssyni og svo er spurning með Gunnar Stein og Arnór Atlason. Svo er Sigurbergur Sveinsson á upphaflega listanum þannig kannski skoða menn það en ég er ekki viss. Plan b, held ég, sé bara að Gunnar Steinn og Arnór Atla verði Ólafi til aðstoðar,“ segir Gunnar en þá þarf Ólafur Guðmundsson að spila eins og allir vita að hann getur.Sjá einnig:Stefán Rafn kominn til Metz „Nú fær Ólafur mikla ábyrgð og vonandi stendur hann undir henni. Við höfum séð hann eiga frábæra leiki með landsliðinu en það sem hefur gerst hingað til er að hann er of óstöðugur í sínum leik. Hann þarf meiri stöðugleika.“ Ísland er í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðli og fara í 16 liða úrslit. Breyta þessi tíðindi einhverju um heildarmyndina? „Ég geri enn þá vonir um að við vinnum þrjá leiki á móti Túnis, Angóla og Makedóníu. Bónusleikirnir eru á móti Spáni og Slóvenum. Ég svona vona að við klárum þessa þrjá leiki og komust í 16 liða úrslit en svo er þetta mót bara mikil fjárfesting fyrir framtíðina,“ segir Gunnar Magnússon.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41 Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00 Stefán Rafn kominn til Metz Æfði með íslenska landsliðinu í gær vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. 11. janúar 2017 10:15 Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana. 11. janúar 2017 10:45 Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. 11. janúar 2017 09:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41
Þetta er ógeðslega leiðinlegt Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu. 11. janúar 2017 06:00
Stefán Rafn kominn til Metz Æfði með íslenska landsliðinu í gær vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. 11. janúar 2017 10:15
Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana. 11. janúar 2017 10:45
Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. 11. janúar 2017 09:15