Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson segir það hafa verið skemmtilegt að gegna ráðherrastarfi. vísir/stefán Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi segir að miðað við þingskaparlög geti stjórnarandstaðan á Alþingi vænst þess að eiga formenn í fjórum fastanefndum af átta. Eðlilegt sé að fulltrúi Framsóknarflokksins eigi formann í nefnd. Sigurður Ingi segist hafa tekið eftir því að ný stjórn hafi lýst áhuga á að stunda önnur vinnubrögð en þau sem lengst hafa þekkst í þinginu. Og vinnubrögðin sem voru viðhöfð í aðdraganda jóla, þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt, verði höfð til hliðsjónar þegar horft er til þess sem koma skal. „En við höfum líka tekið eftir því að menn hafa verið búnir að raða ýmsu niður án þess að þeir hafi átt mikið samtal við okkur. Við væntum þess að það verði einhver breyting á því. Vegna þess að vilji menn sjá breytt vinnubrögð þá verða þeir að gera það á borði en ekki bara í orði,“ segir hann. Sigurður Ingi segist hafa fundað með forystumönnum VG, Pírata og Samfylkingarinnar um það hvernig störfum stjórnarandstöðunnar verði háttað á kjörtímabilinu. „Við höfum átt einn fund og verið í samskiptum,“ segir hann. Sigurður Ingi mætti til síns síðasta ríkisráðsfundar á Bessastöðum í gær. Hann viðurkenndi, við það tilefni, að það væri eftirsjá að ráðherrastarfinu. „Já, klárlega, það er skemmtilegt og spennandi starf og gaman að kljást við það.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi segir að miðað við þingskaparlög geti stjórnarandstaðan á Alþingi vænst þess að eiga formenn í fjórum fastanefndum af átta. Eðlilegt sé að fulltrúi Framsóknarflokksins eigi formann í nefnd. Sigurður Ingi segist hafa tekið eftir því að ný stjórn hafi lýst áhuga á að stunda önnur vinnubrögð en þau sem lengst hafa þekkst í þinginu. Og vinnubrögðin sem voru viðhöfð í aðdraganda jóla, þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt, verði höfð til hliðsjónar þegar horft er til þess sem koma skal. „En við höfum líka tekið eftir því að menn hafa verið búnir að raða ýmsu niður án þess að þeir hafi átt mikið samtal við okkur. Við væntum þess að það verði einhver breyting á því. Vegna þess að vilji menn sjá breytt vinnubrögð þá verða þeir að gera það á borði en ekki bara í orði,“ segir hann. Sigurður Ingi segist hafa fundað með forystumönnum VG, Pírata og Samfylkingarinnar um það hvernig störfum stjórnarandstöðunnar verði háttað á kjörtímabilinu. „Við höfum átt einn fund og verið í samskiptum,“ segir hann. Sigurður Ingi mætti til síns síðasta ríkisráðsfundar á Bessastöðum í gær. Hann viðurkenndi, við það tilefni, að það væri eftirsjá að ráðherrastarfinu. „Já, klárlega, það er skemmtilegt og spennandi starf og gaman að kljást við það.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira