Fréttablaðið náði tali af þeim sem nú taka við ráðherraembætti og spurði þau sömu fimm spurninganna. Kristján Þór Júlíusson er nýr mennta- og menningarmálaráðherra.
Hvert verður fyrsta verk þitt sem ráðherra?
Það verður að setja mig inn í málaflokkinn svo vel sé.
Hvað gerði forveri þinn í starfi sem þú ert óánægð/ur með?
Það má alltaf finna eitthvað sem mætti betur gera en það er fullt af góðum verkum.
Hvað gerði forveri þinn vel í starfi?
Ég get nefnt afrekssjóðinn og síðan varðandi breytingar sem hann var að vinna að varðandi lánasjóðinn.
Hvaða verkefni verður fyrirferðarmest í þínu ráðuneyti á kjörtímabilinu?
Ég skal svara þér um miðja næstu viku þegar ég er almennilega búinn að setja mig inn í málaflokkinn.
Sóttist þú eftir þessu ráðuneyti?
Ég sóttist einfaldlega eftir því að takast á hendur ábyrgð og treysti mér til hverra þeirra verka sem formaður flokksins taldi kröftum mínum best varið í að framkvæma. Og þetta var eitt þeirra ráðuneyta sem ég horfði mjög til. Ég skal alveg viðurkenna það.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kristján Þór byrjar á því að setja sig inn í málin
Jón Hákon Halldórsson skrifar
