Frost getur farið niður í allt að 18 gráður inn til landsins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 11. janúar 2017 23:23 Fallegt vetrarveður verður næstu daga Visir/GVA Búist er við einstaklega fallegu vetrarveðri næstu daga samkvæmt Óla Þór Árnasyni vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hann segir að afar kalt verði en logn. „Um nóttina og á morgun og fram á föstudag er vel kalt. Víða inn til landsins fer frostið á köflum niður í 10-14 stig. Þannig að það verður vel kalt og getur farið neðar sum staðar,“ segir Óli Þór og nefnir að frostið geti farið niður undir 16-18 gráður í Borgarfirði, Húsafelli og í Mývatnssveit. „Yfirleitt til að fá svona kulda þá þarf nánast að vera logn á landinu og öllu jafna frekar bjart yfir þannig að þetta eru fallegir dagar þó þeir séu kaldir,“ segir veðurfræðingurinn og bætir við að það muni hitna á laugardaginn aftur því þá muni nálgast lægð úr suð-vestri og þykkna aðeins upp. Éljagangur mun þó vera viðloðandi norðurströndina á fimmtudagskvöldið og fram á föstudag. Það verður mikil rigning á sunnudaginn sunnan- og vestanlands en þurrt verður í veðri og bjart norð-austan til. Það mun hlýna þó nokkuð síðdegis og hitinn verður á bilinu 4-10 stig. Það mun svo kólna aftur á mánudaginn eftir stutt hitatímabil frá laugardegi. Þannig að þeir Íslendingar sem ganga í pelsum geta svo sannarlega tekið þá fram í þessu kalda og bjarta vetrarveðri sem mun taka á móti landanum næstu tvo daga. Annars virka kraftgallarnir líka vel svo ekki sé talað um blessað föðurlandið.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu ÍslandsNorðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Él um landið N-vert, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 5-15 stig, kaldast í innsveitum sunnan- og vestantil.Á föstudag:Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost, en norðvestan 5-13 m/s austanlands og dálítil él við norður- og norðausturströndina. Þykknar upp með snjókomu og minnkandi frosti um landið vestanvert um kvöldið.Á laugardag:Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Úkomulítið fram eftir degi, en snjókoma, slydda SV-til seinnipartinn og rigning um kvöldið. Þurrt annars staðar. Hlýnar smám saman, einkum SV-lands.Á sunnudag:Sunnan- og suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hlýnar talsvert, hiti 4 til 10 stig síðdegis.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum og frystir víða þegar líður á daginn, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Suðvestanátt og él um landið vestanvert, en vaxandi suðlæg átt með ofankomu og hlýnandi veðri um kvöldið, síst NA-til.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnanátt með vætu, en suðvestlægari og él seinnipartinn. Áfram þurrt NA-lands. Fremur milt. Veður Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Búist er við einstaklega fallegu vetrarveðri næstu daga samkvæmt Óla Þór Árnasyni vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Hann segir að afar kalt verði en logn. „Um nóttina og á morgun og fram á föstudag er vel kalt. Víða inn til landsins fer frostið á köflum niður í 10-14 stig. Þannig að það verður vel kalt og getur farið neðar sum staðar,“ segir Óli Þór og nefnir að frostið geti farið niður undir 16-18 gráður í Borgarfirði, Húsafelli og í Mývatnssveit. „Yfirleitt til að fá svona kulda þá þarf nánast að vera logn á landinu og öllu jafna frekar bjart yfir þannig að þetta eru fallegir dagar þó þeir séu kaldir,“ segir veðurfræðingurinn og bætir við að það muni hitna á laugardaginn aftur því þá muni nálgast lægð úr suð-vestri og þykkna aðeins upp. Éljagangur mun þó vera viðloðandi norðurströndina á fimmtudagskvöldið og fram á föstudag. Það verður mikil rigning á sunnudaginn sunnan- og vestanlands en þurrt verður í veðri og bjart norð-austan til. Það mun hlýna þó nokkuð síðdegis og hitinn verður á bilinu 4-10 stig. Það mun svo kólna aftur á mánudaginn eftir stutt hitatímabil frá laugardegi. Þannig að þeir Íslendingar sem ganga í pelsum geta svo sannarlega tekið þá fram í þessu kalda og bjarta vetrarveðri sem mun taka á móti landanum næstu tvo daga. Annars virka kraftgallarnir líka vel svo ekki sé talað um blessað föðurlandið.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu ÍslandsNorðlæg átt 5-15 m/s, hvassast austast. Él um landið N-vert, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 5-15 stig, kaldast í innsveitum sunnan- og vestantil.Á föstudag:Hæg breytileg átt, léttskýjað og talsvert frost, en norðvestan 5-13 m/s austanlands og dálítil él við norður- og norðausturströndina. Þykknar upp með snjókomu og minnkandi frosti um landið vestanvert um kvöldið.Á laugardag:Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Úkomulítið fram eftir degi, en snjókoma, slydda SV-til seinnipartinn og rigning um kvöldið. Þurrt annars staðar. Hlýnar smám saman, einkum SV-lands.Á sunnudag:Sunnan- og suðaustan 10-18 og rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hlýnar talsvert, hiti 4 til 10 stig síðdegis.Á mánudag:Suðvestlæg átt með éljum og frystir víða þegar líður á daginn, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Suðvestanátt og él um landið vestanvert, en vaxandi suðlæg átt með ofankomu og hlýnandi veðri um kvöldið, síst NA-til.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnanátt með vætu, en suðvestlægari og él seinnipartinn. Áfram þurrt NA-lands. Fremur milt.
Veður Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira