Ákveðið hefur verið að stöðva dreifingu, taka af markaði og innkalla 33 cl flöskur af Ceres Jule-Hvidtøl árgerð 2016 vegna gruns um að einhverjar flöskur hafi skemmst við innpökkun. Um er að ræða flöskur með best fyrir dagsetningunum frá 27.06.2016 til og með 01.12.2017.
Í tilkynningu frá framleiðandanum HOB-vín ehf segir að tveir kaupendur vörunnar í Danmörku hafi kvartað undan skemmdum flöskum. Talin sé hætta á að flöskur hafi skemmst við að pakka þeim í kippur þegar þær voru settar saman í pappaumbúðir. Hugsanlegt sé að brestur hafi komið í flöskustúta sem brotni þegar flöskurnar eru opnaðar með þeim afleiðingum að glerbrot lendi í drykknum.
Fólk getur skilað flöskunum og fengið þær endurgreiddar hjá HOB-vínum með því aðhafa samband í gegnum netfangið hob@hob.is eða í síma 555-6600, eða þar sem varan var keypt.
