Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Skallagrímur 99-92 | KR hafði betur eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2017 22:00 Jón Arnór spilaði sinn fyrsta heimaleik fyrir KR í sjö ár í kvöld. vísir/eyþór KR-ingar unnu mjög góðan sigur á nýliðum Skallagrím í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja hann. Honum lauk með sigri KR 99-92 og fór fram í DHL-höllinni vestur í bæ.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var æsispennandi og var ekki að sjá að leikurinn væri á milli Íslandsmeistarana og nýliða. Skallagrímsmenn hefðu hæglega getað farið með sigur hér í kvöld en það var gamla góðan reynslan sem skilaði KR stigunum tveimur. Pavel Ermolinskij var stórkostlegur í KR og gerði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Sigtryggur Arnar Björnsson var magnaður í liði Skallagríms og skoraði hann 37 stig.Af hverju vann KR? KR-ingar eru með reynslu og mikla breidd í sínu liði og það var það sem skóp þennan sigur í kvöld. Það munaði ekki miklu en reynslan skilaði KR alla leið. Pavel Ermolinskij var einnig eins og draumur í kvöld og bar KR-liðið á herðum sér. Það munar oft ekki miklu í svona háspennu framlengdum leik en nýliðar Skallagríms geta lært helling á lokamínútum leiksins.Bestu menn vallarinsÞeir voru margir. Pavel var ótrúlegur og réðu Skallagrímsmenn lítið við hann. Sigtryggur Arnar Björnsson og Flenard Withfield áttu einnig magnaðan leik fyrir Skallagrímsmenn en þeir síðarnefndu gerðu 67 stig af þeim 92 sem Skallagrímsmenn gerðu í leiknum.Tölfræði sem vakti athygliPavel var aðeins einni stoðsendingu frá því að gera þrennu í kvöld. Hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Skallagrímsmenn náðu 19 sóknarfráköstum, eitthvað sem skilaði þeim í framlenginguna.Hvað gekk illa ?Sóknarleikur beggja liða var á köflum erfiður og þurfa liðin aðeins að slípa hann til. Aftur á móti var varnarleikurinn nokkuð þéttur báðum megin. Skallarnir verða að halda betur haus í spennu og gera mun betur í sókninni þegar mikið er undir.KR-Skallagrímur 99-92 (26-18, 17-21, 31-25, 10-20, 15-8)KR: Pavel Ermolinskij 31/15 fráköst/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 20/6 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 18/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 10/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5.Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 37/5 fráköst, Flenard Whitfield 30/29 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11, Davíð Ásgeirsson 4, Kristófer Gíslason 3/4 fráköst, Darrell Flake 2/6 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 2, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Bjarni Guðmann Jónson 1.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, messar yfir sínum mönnum.vísir/eyþórFinnur: Þeir spiluðu bara hörku vörn á okkur „Ég verð bara að hrósa vörn Skallagríms, þeir mættu bara og lömdu fast á okkur,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Þeir spiluðu alls ekki ólöglega og gerðu þetta bara vel. Ég veit ekki hvort við höfum haldið að þetta yrði eitthvað auðvelt en við vorum bara í stökustu vandræðum með þá.“ Finnur segir að KR-ingar hafi verið í rosalegu basli með Sigtrygg og Flenard Whitfield í kvöld. „Við þurftu að grafa djúpt í vopnabúrið okkar, en sem betur fer hafðist þetta að lokum. Við verðum bara að læra vel af þessum leik, svo eitt er víst.“Sigtryggur Arnar Björnsson, leikstjórnandi Skallagríms.vísir/eyþórSigtryggur: Aldrei verið svona þreyttur „Ég er alveg búinn á því eftir þennan leik og get varla talað af þreytu,“ segir Sigtryggur Arnar Björnsson eftir leikinn. „Þetta er einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað á ferlinum. Það vantaði bara reynslu í okkar lið undir lokin og við áttum tvær slæmar sóknir undir lok framlengingarinnar. Þessi 37 stig mín skipta akkúrat engu máli núna.“ Sigtryggur segir að það sé ekkert hægt að útiloka Skallagrímsliðið á þessu tímabili, liðið sé það gott. „Fólk hlýtur að sjá hversu góðir við erum núna og við erum bara topp fimm eða sex í þessari deild.“Pavel átti frábæran leik.vísir/eyþórPavel: Þurfum að bera meiri virðingu fyrir sigurleikjunum „Mér líður bara vel og það er kominn náttúrulegur leikstjórnandi í liðið, svo ég get fært mig í mína skotbakvarðarstöðu þar sem mér líður best,“ segir Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, sem átti stórleik í kvöld. „Ég var ánægður og ekki ánægður með sóknarleik okkar í kvöld en við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli. Við verðum að fara bera meiri virðingu fyrir því að vinna leiki, ekkert endilega hvernig við gerum það. Þetta var bara svakalegur sigur á móti mjög sterku Skallagrímsliði sem er búið að standa sig frábærlega í allan vetur.“ Pavel segir að KR-liðið hafi leyft Skallagrímsmönnum að ná allt of mörgum sóknarfráköstum í leiknum. „Þetta er búið að vera ákveðið vandamál hjá okkur á tímabilinu og eitthvað sem við verðum að skoða vel. Liðið þarf bara að sætta sig við hlutina eins og þeir eru, vinna úr þeim og mæta sig.“vísir/anton brinkVísirvísir/antonvísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
KR-ingar unnu mjög góðan sigur á nýliðum Skallagrím í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja hann. Honum lauk með sigri KR 99-92 og fór fram í DHL-höllinni vestur í bæ.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var æsispennandi og var ekki að sjá að leikurinn væri á milli Íslandsmeistarana og nýliða. Skallagrímsmenn hefðu hæglega getað farið með sigur hér í kvöld en það var gamla góðan reynslan sem skilaði KR stigunum tveimur. Pavel Ermolinskij var stórkostlegur í KR og gerði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Sigtryggur Arnar Björnsson var magnaður í liði Skallagríms og skoraði hann 37 stig.Af hverju vann KR? KR-ingar eru með reynslu og mikla breidd í sínu liði og það var það sem skóp þennan sigur í kvöld. Það munaði ekki miklu en reynslan skilaði KR alla leið. Pavel Ermolinskij var einnig eins og draumur í kvöld og bar KR-liðið á herðum sér. Það munar oft ekki miklu í svona háspennu framlengdum leik en nýliðar Skallagríms geta lært helling á lokamínútum leiksins.Bestu menn vallarinsÞeir voru margir. Pavel var ótrúlegur og réðu Skallagrímsmenn lítið við hann. Sigtryggur Arnar Björnsson og Flenard Withfield áttu einnig magnaðan leik fyrir Skallagrímsmenn en þeir síðarnefndu gerðu 67 stig af þeim 92 sem Skallagrímsmenn gerðu í leiknum.Tölfræði sem vakti athygliPavel var aðeins einni stoðsendingu frá því að gera þrennu í kvöld. Hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Skallagrímsmenn náðu 19 sóknarfráköstum, eitthvað sem skilaði þeim í framlenginguna.Hvað gekk illa ?Sóknarleikur beggja liða var á köflum erfiður og þurfa liðin aðeins að slípa hann til. Aftur á móti var varnarleikurinn nokkuð þéttur báðum megin. Skallarnir verða að halda betur haus í spennu og gera mun betur í sókninni þegar mikið er undir.KR-Skallagrímur 99-92 (26-18, 17-21, 31-25, 10-20, 15-8)KR: Pavel Ermolinskij 31/15 fráköst/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 20/6 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 18/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 10/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5.Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 37/5 fráköst, Flenard Whitfield 30/29 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11, Davíð Ásgeirsson 4, Kristófer Gíslason 3/4 fráköst, Darrell Flake 2/6 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 2, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Bjarni Guðmann Jónson 1.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, messar yfir sínum mönnum.vísir/eyþórFinnur: Þeir spiluðu bara hörku vörn á okkur „Ég verð bara að hrósa vörn Skallagríms, þeir mættu bara og lömdu fast á okkur,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Þeir spiluðu alls ekki ólöglega og gerðu þetta bara vel. Ég veit ekki hvort við höfum haldið að þetta yrði eitthvað auðvelt en við vorum bara í stökustu vandræðum með þá.“ Finnur segir að KR-ingar hafi verið í rosalegu basli með Sigtrygg og Flenard Whitfield í kvöld. „Við þurftu að grafa djúpt í vopnabúrið okkar, en sem betur fer hafðist þetta að lokum. Við verðum bara að læra vel af þessum leik, svo eitt er víst.“Sigtryggur Arnar Björnsson, leikstjórnandi Skallagríms.vísir/eyþórSigtryggur: Aldrei verið svona þreyttur „Ég er alveg búinn á því eftir þennan leik og get varla talað af þreytu,“ segir Sigtryggur Arnar Björnsson eftir leikinn. „Þetta er einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað á ferlinum. Það vantaði bara reynslu í okkar lið undir lokin og við áttum tvær slæmar sóknir undir lok framlengingarinnar. Þessi 37 stig mín skipta akkúrat engu máli núna.“ Sigtryggur segir að það sé ekkert hægt að útiloka Skallagrímsliðið á þessu tímabili, liðið sé það gott. „Fólk hlýtur að sjá hversu góðir við erum núna og við erum bara topp fimm eða sex í þessari deild.“Pavel átti frábæran leik.vísir/eyþórPavel: Þurfum að bera meiri virðingu fyrir sigurleikjunum „Mér líður bara vel og það er kominn náttúrulegur leikstjórnandi í liðið, svo ég get fært mig í mína skotbakvarðarstöðu þar sem mér líður best,“ segir Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, sem átti stórleik í kvöld. „Ég var ánægður og ekki ánægður með sóknarleik okkar í kvöld en við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli. Við verðum að fara bera meiri virðingu fyrir því að vinna leiki, ekkert endilega hvernig við gerum það. Þetta var bara svakalegur sigur á móti mjög sterku Skallagrímsliði sem er búið að standa sig frábærlega í allan vetur.“ Pavel segir að KR-liðið hafi leyft Skallagrímsmönnum að ná allt of mörgum sóknarfráköstum í leiknum. „Þetta er búið að vera ákveðið vandamál hjá okkur á tímabilinu og eitthvað sem við verðum að skoða vel. Liðið þarf bara að sætta sig við hlutina eins og þeir eru, vinna úr þeim og mæta sig.“vísir/anton brinkVísirvísir/antonvísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum