

Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi.
Reikna má með því að Janus Daði Smárason fái meira að gera á HM í Frakklandi en hann reiknaði sjálfur með.
Það er oft erfitt að fá áhorfendur á völlinn á HM og sérstaklega í þeim leikjum sem fara fram um miðjan dag.
Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega.
Það er leikdagur á HM í handbolta og þá fer líka í loftið fyrsti þáttur af HM í dag á Vísi.
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson tók af allan vafa um það hvort hann myndi spila gegn Spánverjum á morgun er hann ræddi við blaðamann Vísis nú seinni partinn.
Frakkar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Brasilíumenn að velli í upphafsleik HM 2017. Lokatölur 31-16, Frakklandi í vil.
Rúnar Kárason verður í stóru hlutverki hjá landsliðinu á HM og segir að liðið hafi ekkert gefist upp þó svo Aron Pálmarsson verði ekki með á mótinu.
Geir Sveinsson hefur tilkynnt hvaða leikmenn munu hefja leik á HM í Frakklandi en fyrsti leikur Íslands er á morgun gegn Spáni.
Stóra fréttin í íslensku íþróttalífi í dag er að Aron Pálmarsson verður ekki með handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst í kvöld.
Það mæðir mikið á framkvæmdastjóra HSÍ, Einari Þorvarðarsyni. Hann er nú á enn einu stórmótinu og hefur reynt þetta allt - leikmaður, þjálfari og framkvæmdastjóri. Einar fór á sitt fyrsta heimsmeistaramót árið 1981.
Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana.
Ólafur Guðmundsson er klár skytta númer eitt vinstra megin eftir að ljóst varð að Aron Pálmarsson spilar ekki á HM.
Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon stóð sig mjög vel á æfingamótinu í Danmörku og fær núna að spreyta sig á stóra sviðinu hérna í Metz.
"Við ætlum að ná í úrslit of ná sem bestu út úr þessu móti. Það er spennandi leikur í kvöld við Spánverja og þar ætlum við að ná í tvö stig,“ segir Ólafur Guðmundsson sem verður í stóru hlutverki í kvöld í fjarveru Arons Pálmarssonar.
Geir Sveinsson ætlar að nýta þetta tímamótamót hjá handboltalandsliðinu til þess að byggja upp til framtíðar. Kynslóðaskiptin verða nánast kláruð á HM í Frakklandi eftir ótrúleg ár hjá gullaldarlandsliði Íslands.
Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hinn magnaða Janus Daða Smárason á HM en hann sýndi í æfingaleikjum fyrir mótið að hann hefur ansi margt fram að færa. Leikmaðurinn er yfirvegaður og ætlar að nýta sín tækifæri vel.
Framleiðsla Arons Pálmarssonar fyrir íslenska landsliðið deilist nú niður á þrjá til fjóra leikmenn.
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson tekur nú þátt í sínu 20. stórmóti í handbolta. Guðjón Valur lék með Barcelona og hann segir þetta um mótherja kvöldsins.
Gunnar Steinn Jónsson verður í stærra hlutverki nú þegar Aron Pálmarsson spilar ekki hér í Frakklandi. Hann segist til í slaginn.
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla.
Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins.
Hornamaðurinn knái Arnór Þór Gunnarsson verður á sínum stað í horninu í kvöld en hvernig ætlar svona lágvaxinn maður að stríða stóru Spánverjunum?
Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld.
Það var létt yfir hinum skemmtilega og skrautlega þjálfara Slóvena, Veselin Vujovic, eftir öruggan sigur hans manna gegn Angóla.