Glittir í framkvæmdir við Landmannalaugar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Þjónustuhúsið verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingum. Myndir/Landmótun og VA arkitektar Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Landmannalaugar í maí með því að gera bílastæði fyrir sjö rútur og 75 bíla við Námakvísl. Einnig á að gera þjónustuhús fyrir laugargesti og aðstöðu landvarðar og nestisaðstöðu verður umbylt. Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, meðal annars göngustígur að laugarsvæðinu, skýli og aðstaða við laugina verður byggt og gert verður tjaldsvæði og húsbílastæði norðan Námahrauns. Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar var kynnt í sveitarstjórn Rangarþings ytra á mánudag. Skipulagið er byggt á vinningstillögu um svæðið sem Landmótun og VA-Arkitektar unnu árið 2014. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og er hratt að drabbast niður en samkvæmt nýjustu tölum frá 2012 komu um 70 þúsund ferðamenn þangað. Síðan hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega.Mynd/ Landmótun og VA arkitektar„Við erum að vona að þetta sé upphafið að því að það verði þarna breytingar til batnaðar,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti í Rangárþingi ytra. „Það er ekki vanþörf á, því svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og við megum ekki vera mikið seinni,“ bætir hann við. Landmannalaugar tilheyra friðlandi að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og er það í umsjón Umhverfisstofnunar. Það er einnig þjóðlenda þó að Rangárþing ytra eigi þar ákveðin réttindi. Tilgangur með gerð deiliskipulagsins er að draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Markmiðið er að styrkja ímyndina og raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Byggingarefni verða sótt í innlenda framleiðslu eins og kostur er.Mynd/Landmótun og VA arkitektar„Það er búið að gera svolítið í göngustígum og öðru á svæðinu og stefnan er að gera meira í sumar til að reyna að endurheimta svæðið af rauða listanum. Til þess að það sé hægt verða að koma inn peningar frá ríkinu. Lítil sveitarfélög ráða ekkert við þetta. Þarna gæti komið einhver gjaldheimta því menn eru að hugsa að svæðið gæti orðið sjálfbært með tíð og tíma,“ segir Þorgils. Aðspurður hvort kostnaðurinn lendi á sveitarfélaginu segir hann ekki svo vera. Ríkið beri kostnaðinn af uppbyggingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Landmannalaugar í maí með því að gera bílastæði fyrir sjö rútur og 75 bíla við Námakvísl. Einnig á að gera þjónustuhús fyrir laugargesti og aðstöðu landvarðar og nestisaðstöðu verður umbylt. Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, meðal annars göngustígur að laugarsvæðinu, skýli og aðstaða við laugina verður byggt og gert verður tjaldsvæði og húsbílastæði norðan Námahrauns. Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar var kynnt í sveitarstjórn Rangarþings ytra á mánudag. Skipulagið er byggt á vinningstillögu um svæðið sem Landmótun og VA-Arkitektar unnu árið 2014. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og er hratt að drabbast niður en samkvæmt nýjustu tölum frá 2012 komu um 70 þúsund ferðamenn þangað. Síðan hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega.Mynd/ Landmótun og VA arkitektar„Við erum að vona að þetta sé upphafið að því að það verði þarna breytingar til batnaðar,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti í Rangárþingi ytra. „Það er ekki vanþörf á, því svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og við megum ekki vera mikið seinni,“ bætir hann við. Landmannalaugar tilheyra friðlandi að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og er það í umsjón Umhverfisstofnunar. Það er einnig þjóðlenda þó að Rangárþing ytra eigi þar ákveðin réttindi. Tilgangur með gerð deiliskipulagsins er að draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Markmiðið er að styrkja ímyndina og raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Byggingarefni verða sótt í innlenda framleiðslu eins og kostur er.Mynd/Landmótun og VA arkitektar„Það er búið að gera svolítið í göngustígum og öðru á svæðinu og stefnan er að gera meira í sumar til að reyna að endurheimta svæðið af rauða listanum. Til þess að það sé hægt verða að koma inn peningar frá ríkinu. Lítil sveitarfélög ráða ekkert við þetta. Þarna gæti komið einhver gjaldheimta því menn eru að hugsa að svæðið gæti orðið sjálfbært með tíð og tíma,“ segir Þorgils. Aðspurður hvort kostnaðurinn lendi á sveitarfélaginu segir hann ekki svo vera. Ríkið beri kostnaðinn af uppbyggingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira