Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. janúar 2017 15:15 Íslensku strákarnir spiluðu góða vörn í leiknum. Hér taka Rúnar Kárason og Arnór Þór Gunnarsson á Slóvena. vísir/epa Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. Strákarnir gáfu allt sem þeir gátu en það vantaði gamla góða herslumuninn og grátlegt tap niðurstaðan. Fyrri hálfleikur var æði skrautlegur. Íslenska liðið skoraði ekki mark utan af velli fyrr en eftir átta mínútur og það mark kom frá hornamanninum, Arnóri Þór Gunnarssyni. Þökk sé Björgvini Páli í markinu var Arnór að jafna leikinn þar í 2-2. Björgvin hóf leikinn af sama krafti og gegn Spáni. Varði eins og berserkur og hélt liðinu hreinlega á floti. Smám saman small vörnin og liðin héldust í hendur lengi framan af fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var ansi stirður og mörkin komu helst úr hornunum. Varnarleikur Slóvena var reyndar mjög öflugur og strákarnir hreinlega fundu ekki færin. Það var líka hiti í leikmönnum beggja liða og þurfti að stía mönnum í sundur. Þetta var alvöru bardagi. Eftir því sem leið á hálfleikinn náði Slóvenía tveggja marka forskoti þökk sé varnarleiknum. Slóvenar skoruðu svo flautumark í lok hálfleiksins og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 8-11. Í fyrsta sinn sem munurinn var þrjú mörk í leiknum. Það var ljóst að liðið þurfti að laga sóknarleikinn mikið fyrir seinni hálfleikinn en hornamennirnir skoruðu helming marka liðsins í fyrri hálfleik. Engin skytta komst í gang og þar áttu menn mikið inni. Þeir rembdust og rembdust við að komast í gegnum miðjuna en þar voru Slóvenar of þéttir fyrir. Varnarmenn liðsins stóðu bara og biðu eftir okkar mönnum. Of auðvelt. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. Skoraði tvö fyrstu mörk hálfleiksins og leikurinn galopinn. Strákarnir fóru loksins að fá hraðaupphlaup og með Bjarka Má Elísson í banastuði voru þeir búnir að jafna leikinn, 13-13, þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Það var rosaleg barátta kominn í okkar menn sem lömdu hraustlega frá sér. Maður óttaðist um tíma að það myndi sjóða upp úr. Smám saman tók íslenska liðið yfir, einfaldlega sterkara og baráttuglaðara. Guðjón Valur kom Íslandi svo yfir, 17-16, af vítalínunni þegar 20 mínútur voru eftir. Slóvenar náðu aftur frumkvæðinu en íslenska liðið var farið að fá mörk frá skyttunum sínum og leikurinn í járnum. Því miður var markvarslan hjá okkur ekki sú sama og í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá sóknarleikinn þar sem Arnór Atlason stýrði málum af röggsemi. Á ögurstundu fór íslenska liðið að fá á sig ódýr mörk. Eftir hraða miðju og síðan er markverði var fórnað fyrir sóknarmann. Liðið var að fá brottvísanir og hélt ekki haus. Að gefast var samt ekki í myndinni hjá okkar mönnum. Er Slóvenarnir virtust ætla að stinga af náði íslenska liðið vopnum sínum á nýjan leik og klóraði sig inn í leikinn. Lokakaflinn var æsispennandi og áhorfendur í fullri höll í Metz öskruðu úr sér lungun. Því miður dugði hetjuleg barátta okkar manna ekki að þessu sinni. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. Strákarnir gáfu allt sem þeir gátu en það vantaði gamla góða herslumuninn og grátlegt tap niðurstaðan. Fyrri hálfleikur var æði skrautlegur. Íslenska liðið skoraði ekki mark utan af velli fyrr en eftir átta mínútur og það mark kom frá hornamanninum, Arnóri Þór Gunnarssyni. Þökk sé Björgvini Páli í markinu var Arnór að jafna leikinn þar í 2-2. Björgvin hóf leikinn af sama krafti og gegn Spáni. Varði eins og berserkur og hélt liðinu hreinlega á floti. Smám saman small vörnin og liðin héldust í hendur lengi framan af fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var ansi stirður og mörkin komu helst úr hornunum. Varnarleikur Slóvena var reyndar mjög öflugur og strákarnir hreinlega fundu ekki færin. Það var líka hiti í leikmönnum beggja liða og þurfti að stía mönnum í sundur. Þetta var alvöru bardagi. Eftir því sem leið á hálfleikinn náði Slóvenía tveggja marka forskoti þökk sé varnarleiknum. Slóvenar skoruðu svo flautumark í lok hálfleiksins og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 8-11. Í fyrsta sinn sem munurinn var þrjú mörk í leiknum. Það var ljóst að liðið þurfti að laga sóknarleikinn mikið fyrir seinni hálfleikinn en hornamennirnir skoruðu helming marka liðsins í fyrri hálfleik. Engin skytta komst í gang og þar áttu menn mikið inni. Þeir rembdust og rembdust við að komast í gegnum miðjuna en þar voru Slóvenar of þéttir fyrir. Varnarmenn liðsins stóðu bara og biðu eftir okkar mönnum. Of auðvelt. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. Skoraði tvö fyrstu mörk hálfleiksins og leikurinn galopinn. Strákarnir fóru loksins að fá hraðaupphlaup og með Bjarka Má Elísson í banastuði voru þeir búnir að jafna leikinn, 13-13, þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Það var rosaleg barátta kominn í okkar menn sem lömdu hraustlega frá sér. Maður óttaðist um tíma að það myndi sjóða upp úr. Smám saman tók íslenska liðið yfir, einfaldlega sterkara og baráttuglaðara. Guðjón Valur kom Íslandi svo yfir, 17-16, af vítalínunni þegar 20 mínútur voru eftir. Slóvenar náðu aftur frumkvæðinu en íslenska liðið var farið að fá mörk frá skyttunum sínum og leikurinn í járnum. Því miður var markvarslan hjá okkur ekki sú sama og í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá sóknarleikinn þar sem Arnór Atlason stýrði málum af röggsemi. Á ögurstundu fór íslenska liðið að fá á sig ódýr mörk. Eftir hraða miðju og síðan er markverði var fórnað fyrir sóknarmann. Liðið var að fá brottvísanir og hélt ekki haus. Að gefast var samt ekki í myndinni hjá okkar mönnum. Er Slóvenarnir virtust ætla að stinga af náði íslenska liðið vopnum sínum á nýjan leik og klóraði sig inn í leikinn. Lokakaflinn var æsispennandi og áhorfendur í fullri höll í Metz öskruðu úr sér lungun. Því miður dugði hetjuleg barátta okkar manna ekki að þessu sinni.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn