Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. janúar 2017 15:15 Íslensku strákarnir spiluðu góða vörn í leiknum. Hér taka Rúnar Kárason og Arnór Þór Gunnarsson á Slóvena. vísir/epa Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. Strákarnir gáfu allt sem þeir gátu en það vantaði gamla góða herslumuninn og grátlegt tap niðurstaðan. Fyrri hálfleikur var æði skrautlegur. Íslenska liðið skoraði ekki mark utan af velli fyrr en eftir átta mínútur og það mark kom frá hornamanninum, Arnóri Þór Gunnarssyni. Þökk sé Björgvini Páli í markinu var Arnór að jafna leikinn þar í 2-2. Björgvin hóf leikinn af sama krafti og gegn Spáni. Varði eins og berserkur og hélt liðinu hreinlega á floti. Smám saman small vörnin og liðin héldust í hendur lengi framan af fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var ansi stirður og mörkin komu helst úr hornunum. Varnarleikur Slóvena var reyndar mjög öflugur og strákarnir hreinlega fundu ekki færin. Það var líka hiti í leikmönnum beggja liða og þurfti að stía mönnum í sundur. Þetta var alvöru bardagi. Eftir því sem leið á hálfleikinn náði Slóvenía tveggja marka forskoti þökk sé varnarleiknum. Slóvenar skoruðu svo flautumark í lok hálfleiksins og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 8-11. Í fyrsta sinn sem munurinn var þrjú mörk í leiknum. Það var ljóst að liðið þurfti að laga sóknarleikinn mikið fyrir seinni hálfleikinn en hornamennirnir skoruðu helming marka liðsins í fyrri hálfleik. Engin skytta komst í gang og þar áttu menn mikið inni. Þeir rembdust og rembdust við að komast í gegnum miðjuna en þar voru Slóvenar of þéttir fyrir. Varnarmenn liðsins stóðu bara og biðu eftir okkar mönnum. Of auðvelt. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. Skoraði tvö fyrstu mörk hálfleiksins og leikurinn galopinn. Strákarnir fóru loksins að fá hraðaupphlaup og með Bjarka Má Elísson í banastuði voru þeir búnir að jafna leikinn, 13-13, þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Það var rosaleg barátta kominn í okkar menn sem lömdu hraustlega frá sér. Maður óttaðist um tíma að það myndi sjóða upp úr. Smám saman tók íslenska liðið yfir, einfaldlega sterkara og baráttuglaðara. Guðjón Valur kom Íslandi svo yfir, 17-16, af vítalínunni þegar 20 mínútur voru eftir. Slóvenar náðu aftur frumkvæðinu en íslenska liðið var farið að fá mörk frá skyttunum sínum og leikurinn í járnum. Því miður var markvarslan hjá okkur ekki sú sama og í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá sóknarleikinn þar sem Arnór Atlason stýrði málum af röggsemi. Á ögurstundu fór íslenska liðið að fá á sig ódýr mörk. Eftir hraða miðju og síðan er markverði var fórnað fyrir sóknarmann. Liðið var að fá brottvísanir og hélt ekki haus. Að gefast var samt ekki í myndinni hjá okkar mönnum. Er Slóvenarnir virtust ætla að stinga af náði íslenska liðið vopnum sínum á nýjan leik og klóraði sig inn í leikinn. Lokakaflinn var æsispennandi og áhorfendur í fullri höll í Metz öskruðu úr sér lungun. Því miður dugði hetjuleg barátta okkar manna ekki að þessu sinni. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira
Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. Strákarnir gáfu allt sem þeir gátu en það vantaði gamla góða herslumuninn og grátlegt tap niðurstaðan. Fyrri hálfleikur var æði skrautlegur. Íslenska liðið skoraði ekki mark utan af velli fyrr en eftir átta mínútur og það mark kom frá hornamanninum, Arnóri Þór Gunnarssyni. Þökk sé Björgvini Páli í markinu var Arnór að jafna leikinn þar í 2-2. Björgvin hóf leikinn af sama krafti og gegn Spáni. Varði eins og berserkur og hélt liðinu hreinlega á floti. Smám saman small vörnin og liðin héldust í hendur lengi framan af fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var ansi stirður og mörkin komu helst úr hornunum. Varnarleikur Slóvena var reyndar mjög öflugur og strákarnir hreinlega fundu ekki færin. Það var líka hiti í leikmönnum beggja liða og þurfti að stía mönnum í sundur. Þetta var alvöru bardagi. Eftir því sem leið á hálfleikinn náði Slóvenía tveggja marka forskoti þökk sé varnarleiknum. Slóvenar skoruðu svo flautumark í lok hálfleiksins og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 8-11. Í fyrsta sinn sem munurinn var þrjú mörk í leiknum. Það var ljóst að liðið þurfti að laga sóknarleikinn mikið fyrir seinni hálfleikinn en hornamennirnir skoruðu helming marka liðsins í fyrri hálfleik. Engin skytta komst í gang og þar áttu menn mikið inni. Þeir rembdust og rembdust við að komast í gegnum miðjuna en þar voru Slóvenar of þéttir fyrir. Varnarmenn liðsins stóðu bara og biðu eftir okkar mönnum. Of auðvelt. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. Skoraði tvö fyrstu mörk hálfleiksins og leikurinn galopinn. Strákarnir fóru loksins að fá hraðaupphlaup og með Bjarka Má Elísson í banastuði voru þeir búnir að jafna leikinn, 13-13, þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Það var rosaleg barátta kominn í okkar menn sem lömdu hraustlega frá sér. Maður óttaðist um tíma að það myndi sjóða upp úr. Smám saman tók íslenska liðið yfir, einfaldlega sterkara og baráttuglaðara. Guðjón Valur kom Íslandi svo yfir, 17-16, af vítalínunni þegar 20 mínútur voru eftir. Slóvenar náðu aftur frumkvæðinu en íslenska liðið var farið að fá mörk frá skyttunum sínum og leikurinn í járnum. Því miður var markvarslan hjá okkur ekki sú sama og í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá sóknarleikinn þar sem Arnór Atlason stýrði málum af röggsemi. Á ögurstundu fór íslenska liðið að fá á sig ódýr mörk. Eftir hraða miðju og síðan er markverði var fórnað fyrir sóknarmann. Liðið var að fá brottvísanir og hélt ekki haus. Að gefast var samt ekki í myndinni hjá okkar mönnum. Er Slóvenarnir virtust ætla að stinga af náði íslenska liðið vopnum sínum á nýjan leik og klóraði sig inn í leikinn. Lokakaflinn var æsispennandi og áhorfendur í fullri höll í Metz öskruðu úr sér lungun. Því miður dugði hetjuleg barátta okkar manna ekki að þessu sinni.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira