Kim Kardashian klæddist hettupeysu með hamri og sigð Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2017 15:19 Kim var í peysunni einni fata. vísir/skjáskot Svo virðist sem tákn kommúnista, hamar og sigð, sé komið í tísku. Hettupeysur frá franska merkinu Vetements hafa orðið talsvert vinsælar í tískuheiminum. Peysurnar eru rauðar að lit með gulum hamri og sigð á erminni. Kim Kardashian klæddist slíkri peysu á milli jóla og nýárs en flíkin kostar 770 dali, eða 87 þúsund krónur. Þykir tísturum hátt verð peysunnar vera í hrópandi mótsögn við hinn kommúníska boðskap hennar. Peysunni klæddist Kim í ballettskóla dóttur sinnar, North, þar sem hún var stödd ásamt eiginmanni sínum Kanye West. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hamar og sigð ná vinsældum í tískuheiminum en rússneski hönnuðurinn Gosha Rubchinskiy hannaði fatalínu árið 1984 með mynstri sem byggt var á hinu kommúníska tákni. Kim Kardashian Wore a Communist Sweater and People are Dragging Her for it https://t.co/qZDggzoUm3 pic.twitter.com/XtvC87gjwT— News Cult (@News_Cult) December 28, 2016 Tíska og hönnun Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Svo virðist sem tákn kommúnista, hamar og sigð, sé komið í tísku. Hettupeysur frá franska merkinu Vetements hafa orðið talsvert vinsælar í tískuheiminum. Peysurnar eru rauðar að lit með gulum hamri og sigð á erminni. Kim Kardashian klæddist slíkri peysu á milli jóla og nýárs en flíkin kostar 770 dali, eða 87 þúsund krónur. Þykir tísturum hátt verð peysunnar vera í hrópandi mótsögn við hinn kommúníska boðskap hennar. Peysunni klæddist Kim í ballettskóla dóttur sinnar, North, þar sem hún var stödd ásamt eiginmanni sínum Kanye West. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hamar og sigð ná vinsældum í tískuheiminum en rússneski hönnuðurinn Gosha Rubchinskiy hannaði fatalínu árið 1984 með mynstri sem byggt var á hinu kommúníska tákni. Kim Kardashian Wore a Communist Sweater and People are Dragging Her for it https://t.co/qZDggzoUm3 pic.twitter.com/XtvC87gjwT— News Cult (@News_Cult) December 28, 2016
Tíska og hönnun Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira