
Vujovic: Framtíð íslenska liðsins er björt
„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir bæði lið. Varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik og þetta voru mikil líkamleg átök,“ sagði Vujovic sem var ekki nógu ánægður með sitt lið er hann gerði breytingar á því.
„Þetta voru ungir strákar sem gerðu mistök. Ísland komst inn í leikinn en á endanum er það Slóvenía sem er ánægt.“
Þessi litríki kappi talaði fallega um íslenska liðið.
„Ísland er með mjög gott lið og ég ber mikla virðingu fyrir íslenskum handbolta. Geir er vinur minn frá því við spiluðum á móti hvor öðrum. Það er góður karakter í íslenska liðinu og framtíð liðsins er björt. Ég er fullviss um að Ísland vinni næstu þrjá leiki sína og fari áfram á mótinu.“
Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Tengdar fréttir

Guðmundur Hólmar: Við mætum bara dýrvitlausir á morgun
Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag.

Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri
„Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi.

Kom alla leið frá Hólmavík á leikinn: „Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana“
„Af hverju ættum við ekki að vera hér?," segir Svanhildur Jónsdóttir, hress stuðningsmaður íslenska landsliðsins, í Metz fyrir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi.

Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu
Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil.

Forsetinn spáir tveggja marka sigri
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er eins og rokkstjarna í íþróttahöllinni í Metz og hundeltur af fjölmiðlum.

Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur
„Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi.