Brasila vann frábæran sigur á Pólverjum, 28-24, á HM í Frakklandi í handknattleik og er án efa um að ræða óvæntustu úrslit mótsins.
Frakkar byrjuðu mótið til að mynda með því að valta hreinlega yfir Brasilíu. Pólverjar hafa í gegnum árin verið virkilega sterk handboltaþjóð.
Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Pólverjum en Brassarnir voru mun betri í þeim síðari.
Jose Guilherme Toledo var frábær í liði Brasilíu og skoraði átta mörk. Pawel Paczkowski gerði sex mörk fyrir Pólverja.
Þá unnu Norðmenn fínan sigur á Rússum 28-24 en jafnt var í hálfleik 13-13.
Sander Sagosen gerði sex mörk fyrir Norðmenn en Igor Soroka var með átta fyrir Rússa. Norðmenn hafa unnið báða sína leiki, en Brassar eru óvænt komnir með tvö stig.
