Opnaði sig um kvíðann og veikindin: „Vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2017 13:30 Lovísa Falsdóttir gekk til liðs við Grindvíkinga fyrir tímabilið. „Mig grunar að ég sé með undirliggjandi ADD (athyglisbrest). Mér gekk alltaf vel í skóla þegar ég var yngri en þegar ég var á öðru ári í framhaldsskóla átti ég orðið mjög erfitt með að einbeita mér. Eftir erfiðustu önnina mína í skóla fór ég til Bandaríkjanna í skóla og til þess að spila körfubolta. Þar þróaði ég með mér mikinn frammistöðukvíða,“ segir Lovísa Falsdóttir, í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Hún segist hafa verið með stein í maganum daginn sem hún flutti út til Bandaríkjanna. „Ég bara vissi að ég myndi ekki ná að klára þessa tíu mánuði. Eftir hálfa dvölina vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa,“ segir þessi 22 ára kona sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið. Foreldrar Lovísu hafa bæði náð langt í körfuboltanum en hún fann aldrei fyrir pressu frá þeim. „Þau voru ekki að setja á mig pressu en auðvitað vill maður vera eins og þau og gera eins og fyrirmyndirnar,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi kvatt hana til að fara á Dale Carnagie námskeið þar sem þau töldu að eitthvað hefði brotnað í sjálfsmyndinni. Lovísa segist hafa opnað sig fyrst um vandamálið síðasta haust, en fram að því hafi hún sett upp grímu og hugsað um allt annað en heilsuna. „Það lagaðist svo ekkert fyrr en ég sagði einhverjum þetta allt í fyrsta skipti. Þetta stendur ekkert utan á manni. Það segja margir að það sé fyrsta skrefið í ferlinu að segja frá þessu. Það voru margir sem voru steinhissa. Ég veit alveg að ég lít út fyrir að vera með breitt bak og að ég geti tekið hverju sem er. Maður þarf bara að vera hreinskilinn við sjálfan sig og gera það sem þarf til þess að hugsa um sig.“ Lovísa segir að margir íþróttamenn glími við mikinn kvíða. „Maður hugsar ósjálfrátt, hvað á fólk eftir að hugsa um mig? Ég hef trú á því að allir hefðu gott af því að vinna í sér. Það er enginn sem fer í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum. Það er enginn fullkominn. Ég held að það sé gott að vera meðvitaður um hluti sem þarf að vinna í og vera stanslaust í sjálfsskoðun. Maður er svo gjarn á að setja sig í langsíðasta sætið. Það er bara svo ógeðslega mikilvægt að vera með sjálfan sig í lagi því annars getur þú ekki sinnt mörgu öðru í lífinu,“ segir Lovísa við Vikurfréttir en hér má lesa viðtalið í heild sinni. Dominos-deild kvenna Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
„Mig grunar að ég sé með undirliggjandi ADD (athyglisbrest). Mér gekk alltaf vel í skóla þegar ég var yngri en þegar ég var á öðru ári í framhaldsskóla átti ég orðið mjög erfitt með að einbeita mér. Eftir erfiðustu önnina mína í skóla fór ég til Bandaríkjanna í skóla og til þess að spila körfubolta. Þar þróaði ég með mér mikinn frammistöðukvíða,“ segir Lovísa Falsdóttir, í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Hún segist hafa verið með stein í maganum daginn sem hún flutti út til Bandaríkjanna. „Ég bara vissi að ég myndi ekki ná að klára þessa tíu mánuði. Eftir hálfa dvölina vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa,“ segir þessi 22 ára kona sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið. Foreldrar Lovísu hafa bæði náð langt í körfuboltanum en hún fann aldrei fyrir pressu frá þeim. „Þau voru ekki að setja á mig pressu en auðvitað vill maður vera eins og þau og gera eins og fyrirmyndirnar,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi kvatt hana til að fara á Dale Carnagie námskeið þar sem þau töldu að eitthvað hefði brotnað í sjálfsmyndinni. Lovísa segist hafa opnað sig fyrst um vandamálið síðasta haust, en fram að því hafi hún sett upp grímu og hugsað um allt annað en heilsuna. „Það lagaðist svo ekkert fyrr en ég sagði einhverjum þetta allt í fyrsta skipti. Þetta stendur ekkert utan á manni. Það segja margir að það sé fyrsta skrefið í ferlinu að segja frá þessu. Það voru margir sem voru steinhissa. Ég veit alveg að ég lít út fyrir að vera með breitt bak og að ég geti tekið hverju sem er. Maður þarf bara að vera hreinskilinn við sjálfan sig og gera það sem þarf til þess að hugsa um sig.“ Lovísa segir að margir íþróttamenn glími við mikinn kvíða. „Maður hugsar ósjálfrátt, hvað á fólk eftir að hugsa um mig? Ég hef trú á því að allir hefðu gott af því að vinna í sér. Það er enginn sem fer í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum. Það er enginn fullkominn. Ég held að það sé gott að vera meðvitaður um hluti sem þarf að vinna í og vera stanslaust í sjálfsskoðun. Maður er svo gjarn á að setja sig í langsíðasta sætið. Það er bara svo ógeðslega mikilvægt að vera með sjálfan sig í lagi því annars getur þú ekki sinnt mörgu öðru í lífinu,“ segir Lovísa við Vikurfréttir en hér má lesa viðtalið í heild sinni.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira