„Minnsti mögulegi meirihluti Alþingis getur ekki hrifsað til sín öll völd“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2017 20:03 „Lýðræðið þróast og við viljum ekki byggja lýðræðið okkar á því að minnsti mögulegi meirihluti hrifsi öll völdin. Það eru þrátt fyrir allt fimmtíu prósent á bak við minnihlutann líka og rúmlega það. Auðvitað á hann réttmætar væntingar til þess að fá að hafa eitthvað um mál að segja.“ Þetta sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Ríkisstjórnin hefur lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn muni fara með formennsku í fimm nefndanna, Viðreisn í einni og minnihlutinn komi til með að fara með nefndarformennsku í tveimur fastanefndanna, líkt og var einnig gert á síðasta kjörtímabili. Skipað verður í fastanefndir Alþingis þegar það kemur saman að nýju þann 24. janúar næstkomandi.Sjá einnig: Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Logi benti jafnframt á að nú sé þannig ástatt að þingminnihlutinn hafi meirihluta atkvæða að baki sér. „Ríkisstjórnin gefur það út hvað hún ætlar sér í nefndum og í formennsku þrátt fyrir að það geti strítt gegn þingskapalögum. Ef lítill meirihluti ætlar alltaf að reiða sig á velvilja minnihluta án þess að hafa nokkurn tímann samráð, þá er það auðvitað eitthvað sem gengur ekkert upp.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að huga þyrfti að ýmsu við skipun fastanefnda. „Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnarflokka að hafa möguleika til þess að stýra starfinu í nefndum. Þarna vegast á ýmis sjónarmið í þessum efnum.“ Alþingi Tengdar fréttir Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Lýðræðið þróast og við viljum ekki byggja lýðræðið okkar á því að minnsti mögulegi meirihluti hrifsi öll völdin. Það eru þrátt fyrir allt fimmtíu prósent á bak við minnihlutann líka og rúmlega það. Auðvitað á hann réttmætar væntingar til þess að fá að hafa eitthvað um mál að segja.“ Þetta sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Ríkisstjórnin hefur lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn muni fara með formennsku í fimm nefndanna, Viðreisn í einni og minnihlutinn komi til með að fara með nefndarformennsku í tveimur fastanefndanna, líkt og var einnig gert á síðasta kjörtímabili. Skipað verður í fastanefndir Alþingis þegar það kemur saman að nýju þann 24. janúar næstkomandi.Sjá einnig: Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Logi benti jafnframt á að nú sé þannig ástatt að þingminnihlutinn hafi meirihluta atkvæða að baki sér. „Ríkisstjórnin gefur það út hvað hún ætlar sér í nefndum og í formennsku þrátt fyrir að það geti strítt gegn þingskapalögum. Ef lítill meirihluti ætlar alltaf að reiða sig á velvilja minnihluta án þess að hafa nokkurn tímann samráð, þá er það auðvitað eitthvað sem gengur ekkert upp.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að huga þyrfti að ýmsu við skipun fastanefnda. „Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnarflokka að hafa möguleika til þess að stýra starfinu í nefndum. Þarna vegast á ýmis sjónarmið í þessum efnum.“
Alþingi Tengdar fréttir Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00