NFL: Green Bay Packers vann Dallas í stórkostlegum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 08:48 Sparkarinn Mason Crosby var hetja Green Bay Packers í nótt. Vísir/AP Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers tryggðu sér bæði sæti í úrslitum sinna deilda í NFL-deildinni í nótt og þar með er ljóst hvaða lið spila til úrslita í bæði Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni í ár. Ólíkt laugardagsleikjunum þar sem Atlanta Falcons og New England Patriots komust bæði áfram eftir örugga heimasigra unnust báðir leikirnir í nótt á útivelli og eftir mikla spennu. Þetta voru því mjög ólíkir leikir þar sem annar bauð upp á stórkostlega sýningu tveggja frábærra leikstjórnenda en í hinum komu flest stigin frá spörkurunum. Pittsburgh Steelers vann þá 18-16 seiglusigur á útivelli á móti Kansas City Chiefs og Green Bay Packers vann dramatískan 34-31 sigur á Dallas Cowboys í hinum magnaða AT&T leikvangi í Arlington í Texas.Leikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers var frábær skemmtun enda buðu bæði lið upp á mikil tilþrif. Green Bay Packers komst 21-3 yfir í leiknum en Dallas-menn náðu að jafna í bæði 28-28 og 31-31. Mason Crosby, sparkari Green Bay Packers, var hetja sinna manna en hann skoraði tvö vallarmörk af yfir 50 jarda færi á síðustu tveimur mínútunum. Það síðara tryggði Packers sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Flestir héldu að leikurinn væri á leiðinni í framlengingu eftir að Dan Bailey jafnaði fyrir Dallas með vallarmarki en þá voru aðeins 40 sekúndur eftir. Aaron Rodgers, leikstjórnenda Green Bay Packers, tókst hinsvegar að koma boltanum upp völlinn þegar hann náði ótrúlegu 35 jarda kasti á innherjann Jared Cook þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Sá tími nægði Mason Crosby til að tryggja sínu liði sigur og sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Kansas City Chiefs fékk tækifæri til að jafna metin og tryggja sér framlengingu í lokin á móti Pittsburgh Steelers en varnarmenn Steelers voru vel á verði og komu í veg fyrir að leikstjórnandinn Alex Smith kæmi boltanum á liðsfélaga sinn í endamarkinu. Spencer Ware hafði þá minnkað muninn í 18-16 með snertimarki tveimur mínútum og 43 sekúndum fyrir leikslok og Chiefs liðið tók áhættuna á því að reyna að skora tvö stig og jafna í stað þess að sparka og fá hið vanalega eina stig. Það tókst ekki enda hjálpaði það ekki til að liðið fékk á sig víti og þurfti því að byrja kerfið af lengra færi. Travis Kelce, lykilmaður Kansas City Chiefs, var svo óánægður með þann dóm að hann sagði að dómarinn hefði ekki einu sinni fengið vinnu í Foot Locker. Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, setti nýtt met í úrslitkeppni með því að skora sex vallarmörk í leiknum en spörk frá honum skiluðu liðinu öllum átján stigum sínum í leiknum.Atlanta Falcons tekur á móti Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og New England Patriots fær Pittsburgh Steelers í heimsókn í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en báðir leikirnir fara fram næsta sunnudag. Það lið sem vinnur þá leiki kemst í Super Bowl leikinn sem fer fram 5. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers tryggðu sér bæði sæti í úrslitum sinna deilda í NFL-deildinni í nótt og þar með er ljóst hvaða lið spila til úrslita í bæði Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni í ár. Ólíkt laugardagsleikjunum þar sem Atlanta Falcons og New England Patriots komust bæði áfram eftir örugga heimasigra unnust báðir leikirnir í nótt á útivelli og eftir mikla spennu. Þetta voru því mjög ólíkir leikir þar sem annar bauð upp á stórkostlega sýningu tveggja frábærra leikstjórnenda en í hinum komu flest stigin frá spörkurunum. Pittsburgh Steelers vann þá 18-16 seiglusigur á útivelli á móti Kansas City Chiefs og Green Bay Packers vann dramatískan 34-31 sigur á Dallas Cowboys í hinum magnaða AT&T leikvangi í Arlington í Texas.Leikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers var frábær skemmtun enda buðu bæði lið upp á mikil tilþrif. Green Bay Packers komst 21-3 yfir í leiknum en Dallas-menn náðu að jafna í bæði 28-28 og 31-31. Mason Crosby, sparkari Green Bay Packers, var hetja sinna manna en hann skoraði tvö vallarmörk af yfir 50 jarda færi á síðustu tveimur mínútunum. Það síðara tryggði Packers sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Flestir héldu að leikurinn væri á leiðinni í framlengingu eftir að Dan Bailey jafnaði fyrir Dallas með vallarmarki en þá voru aðeins 40 sekúndur eftir. Aaron Rodgers, leikstjórnenda Green Bay Packers, tókst hinsvegar að koma boltanum upp völlinn þegar hann náði ótrúlegu 35 jarda kasti á innherjann Jared Cook þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Sá tími nægði Mason Crosby til að tryggja sínu liði sigur og sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Kansas City Chiefs fékk tækifæri til að jafna metin og tryggja sér framlengingu í lokin á móti Pittsburgh Steelers en varnarmenn Steelers voru vel á verði og komu í veg fyrir að leikstjórnandinn Alex Smith kæmi boltanum á liðsfélaga sinn í endamarkinu. Spencer Ware hafði þá minnkað muninn í 18-16 með snertimarki tveimur mínútum og 43 sekúndum fyrir leikslok og Chiefs liðið tók áhættuna á því að reyna að skora tvö stig og jafna í stað þess að sparka og fá hið vanalega eina stig. Það tókst ekki enda hjálpaði það ekki til að liðið fékk á sig víti og þurfti því að byrja kerfið af lengra færi. Travis Kelce, lykilmaður Kansas City Chiefs, var svo óánægður með þann dóm að hann sagði að dómarinn hefði ekki einu sinni fengið vinnu í Foot Locker. Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, setti nýtt met í úrslitkeppni með því að skora sex vallarmörk í leiknum en spörk frá honum skiluðu liðinu öllum átján stigum sínum í leiknum.Atlanta Falcons tekur á móti Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og New England Patriots fær Pittsburgh Steelers í heimsókn í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en báðir leikirnir fara fram næsta sunnudag. Það lið sem vinnur þá leiki kemst í Super Bowl leikinn sem fer fram 5. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira