„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Tómas Þór Þórðarso skrifar 16. janúar 2017 17:00 Geir Sveinsson og þjálfarateymi hans er undir pressu í Metz. vísir/epa „Mér finnst alltaf jákvætt þegar menn eru pirraðir. Það hvetur menn oftar en ekki til betri og góðra verka.“ Þetta sagði íþróttafréttamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í Akraborginni á X977 í dag aðspurður um tvö viðtöl við strákana okkar á HM 2017 í Frakklandi sem hafa vakið nokkra athygli. Það fyrra tók Þorkell Gunnar Sigubjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson eftir tapið gegn Spáni í fyrsta leik. Fyrirliðinn brást illur við spurningu um hinn víðfræga „slæma kafla“ landsliðsins en hann baðst svo afsökunar daginn eftir. Það síðara tók Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. Geir var ekki skemmt þegar Guðmundur spurði hvort það væri nú ekki brekka framundan eftir tapið gegn Slóveníu en Geir baðst einnig afsökunar á viðbrögðum sínum. Strákarnir okkar fengu eitt stig í þriðja leik liðsins á HM gegn Túnis í gær og þurfa líklega að vinna næstu tvo leiki til að komast áfram. Hafni íslenska liðið í fimmta eða sjötta sæti riðilsins fer það með smáþjóðunum í Forsetabikarinn sem stærri handboltaþjóðir eins og Ísland vilja helst ekki vita af. „Auðvitað eru menn pirraðir. Þeir sjá náttúrlega stöðuna fyrir sér. Handan við hornið er Forsetabikar í Brest ef við náum ekki að klára þessa tvo leiki sem við eigum eftir í riðlinum. Það er býsna erfiður biti að kyngja, ekki síst fyrir þjálfarann og ég tala nú ekki um leikmennina,“ sagði Guðjón. „Ég er gríðarlega ánægður með það þegar að menn setja hnefann í borðið. Ég er bara alinn þannig upp í boltanum að stundum þurfti að nota hnefann. Nú erum við bara á þeim stað í keppninni að þjálfarateymið þarf að taka liðið og slá hnefanum í borðið: Hingað og ekki lengra!“ sagði Guðjón Guðmundsson. Strákarnir okkar mæta Angóla annað kvöld klukkan 19.45. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Sjá meira
„Mér finnst alltaf jákvætt þegar menn eru pirraðir. Það hvetur menn oftar en ekki til betri og góðra verka.“ Þetta sagði íþróttafréttamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í Akraborginni á X977 í dag aðspurður um tvö viðtöl við strákana okkar á HM 2017 í Frakklandi sem hafa vakið nokkra athygli. Það fyrra tók Þorkell Gunnar Sigubjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson eftir tapið gegn Spáni í fyrsta leik. Fyrirliðinn brást illur við spurningu um hinn víðfræga „slæma kafla“ landsliðsins en hann baðst svo afsökunar daginn eftir. Það síðara tók Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. Geir var ekki skemmt þegar Guðmundur spurði hvort það væri nú ekki brekka framundan eftir tapið gegn Slóveníu en Geir baðst einnig afsökunar á viðbrögðum sínum. Strákarnir okkar fengu eitt stig í þriðja leik liðsins á HM gegn Túnis í gær og þurfa líklega að vinna næstu tvo leiki til að komast áfram. Hafni íslenska liðið í fimmta eða sjötta sæti riðilsins fer það með smáþjóðunum í Forsetabikarinn sem stærri handboltaþjóðir eins og Ísland vilja helst ekki vita af. „Auðvitað eru menn pirraðir. Þeir sjá náttúrlega stöðuna fyrir sér. Handan við hornið er Forsetabikar í Brest ef við náum ekki að klára þessa tvo leiki sem við eigum eftir í riðlinum. Það er býsna erfiður biti að kyngja, ekki síst fyrir þjálfarann og ég tala nú ekki um leikmennina,“ sagði Guðjón. „Ég er gríðarlega ánægður með það þegar að menn setja hnefann í borðið. Ég er bara alinn þannig upp í boltanum að stundum þurfti að nota hnefann. Nú erum við bara á þeim stað í keppninni að þjálfarateymið þarf að taka liðið og slá hnefanum í borðið: Hingað og ekki lengra!“ sagði Guðjón Guðmundsson. Strákarnir okkar mæta Angóla annað kvöld klukkan 19.45.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Sjá meira
Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42
Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30
Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00
Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00
Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30