Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 19:00 Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eiga tvo mikilvæga leiki fyrir höndum á þriðjudag og fimmtudag á móti Angóla og Makedóníu en þar ræðst hvar liðið endar í sínum riðli. Ísland hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár og ekki byrjað verr á heimsmeistaramóti síðan árið 1978 eins og kom fram í frétt Vísi í dag. Strákarnir eru komnir með bakið upp við vegg fyrir síðustu leikina. Sóknarleikurinn hefur ekki verið nægilega góður á mótinu og Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, er fullmeðvitaður um það. Hann og þjálfarateymið er búið að greina vandamálin en hann fór yfir það helsta í viðtali við íþróttadeild í dag. „Til að byrja með vorum við einfaldlega ekki að ná að nýta nægilega vel fram á við þá varnarvinnu sem við vorum að skila. Sóknin byrjar þegar þú vinnur boltann - hröðu sóknirnar og annað. Þetta sáum við sérstaklega á móti Spáni, þetta lagaðist á móti Slóveníu og var mun betra á móti Túnis,“ segir Geir. „Við skorum í kringum 40 prósent marka okkar á móti Túnis úr hröðum sóknum og nú hafa um 29 prósent marka okkar komið úr hröðum sóknum sem er í heildina nokkuð gott. Þetta hefur okkur tekist að vinna með.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands á hálfum velli hefur ekki gengið nógu vel en mörkin í fyrri hálfleik voru færri á móti Slóveníu og Túnis en þau voru í fyrsta leik á móti Spáni. „Þeim kannski fækkar aðeins mörkunum í ljósi þess að við stöndum ansi lengi í vörninni. Við stöndum vel þar og því erum við lengur í vörn og því fækkar sóknum okkar. Það er samt alveg klárt mál að við getum gert örlítið betur,“ segir Geir. „Sóknarnýting okkar er í kringum 50 prósent. Ég vil hafa hana hærri. Það liggur svolítið mikið í tæknifeilunum. Við erum með 30 tæknifeila sem eru tíu að meðaltali í leik og það er of hátt. Ég vil vera í kringum sex til átta. Ef við fækkum þeim fáum við tækifæri á að skora fleiri mörk. Skotnýtingin er í kringum 60 prósentum sem er nokkuð gott. Við vitum hvar vandamálin liggja en nú þurfum við bara að vinna í þeim,“ segir Geir Sveinsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Ísland hefur ekki byrjað verr á HM í handbolta síðan 1978 Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en liðið er enn án sigurs á HM í handbolta í Frakklandi eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 11:30 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eiga tvo mikilvæga leiki fyrir höndum á þriðjudag og fimmtudag á móti Angóla og Makedóníu en þar ræðst hvar liðið endar í sínum riðli. Ísland hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár og ekki byrjað verr á heimsmeistaramóti síðan árið 1978 eins og kom fram í frétt Vísi í dag. Strákarnir eru komnir með bakið upp við vegg fyrir síðustu leikina. Sóknarleikurinn hefur ekki verið nægilega góður á mótinu og Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, er fullmeðvitaður um það. Hann og þjálfarateymið er búið að greina vandamálin en hann fór yfir það helsta í viðtali við íþróttadeild í dag. „Til að byrja með vorum við einfaldlega ekki að ná að nýta nægilega vel fram á við þá varnarvinnu sem við vorum að skila. Sóknin byrjar þegar þú vinnur boltann - hröðu sóknirnar og annað. Þetta sáum við sérstaklega á móti Spáni, þetta lagaðist á móti Slóveníu og var mun betra á móti Túnis,“ segir Geir. „Við skorum í kringum 40 prósent marka okkar á móti Túnis úr hröðum sóknum og nú hafa um 29 prósent marka okkar komið úr hröðum sóknum sem er í heildina nokkuð gott. Þetta hefur okkur tekist að vinna með.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands á hálfum velli hefur ekki gengið nógu vel en mörkin í fyrri hálfleik voru færri á móti Slóveníu og Túnis en þau voru í fyrsta leik á móti Spáni. „Þeim kannski fækkar aðeins mörkunum í ljósi þess að við stöndum ansi lengi í vörninni. Við stöndum vel þar og því erum við lengur í vörn og því fækkar sóknum okkar. Það er samt alveg klárt mál að við getum gert örlítið betur,“ segir Geir. „Sóknarnýting okkar er í kringum 50 prósent. Ég vil hafa hana hærri. Það liggur svolítið mikið í tæknifeilunum. Við erum með 30 tæknifeila sem eru tíu að meðaltali í leik og það er of hátt. Ég vil vera í kringum sex til átta. Ef við fækkum þeim fáum við tækifæri á að skora fleiri mörk. Skotnýtingin er í kringum 60 prósentum sem er nokkuð gott. Við vitum hvar vandamálin liggja en nú þurfum við bara að vinna í þeim,“ segir Geir Sveinsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Ísland hefur ekki byrjað verr á HM í handbolta síðan 1978 Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en liðið er enn án sigurs á HM í handbolta í Frakklandi eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 11:30 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42
Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30
Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00
„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00
Ísland hefur ekki byrjað verr á HM í handbolta síðan 1978 Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en liðið er enn án sigurs á HM í handbolta í Frakklandi eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 11:30
Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30