Þriðja sætið enn möguleiki fyrir Ísland þökk sé Slóvenum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 18:12 Slóvenum héldu engin bönd í dag. vísir/epa Slóvenía vann auðveldan sigur á Makedóníu, 29-22, í B-riðli HM 2017 í handbolta en þessi lið eru með strákunum okkar í íslenska landsliðinu í riðli. Sigur Slóvena var kærkominn fyrir íslensku strákana en hann tryggði Slóvenum enn fremur sæti í 16 liða úrslitum, fyrst allra liða. Slóvenska liðið sýndi sparihliðarnar í dag og spilaði alveg frábæran handbolta á köflum en það var sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. Hraðinn í sóknarleik Slóvena var alltof mikill fyrir Makedóníumenn og þá fengu Slóvenar mikið af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Matevz Skok, markvörður Slóveníu, var í miklum ham og varði fjórtán skot en hann var með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann varði tvö af fimm vítum sem hann fékk á sig og skoraði eitt mark yfir allan völlinn. Gasper Marguc og Marko Bezjak voru markahæstir hjá Slóveníu en þeir skoruðu báðir fjögur mörk úr fjórum skotum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kiril Lazarov var markahæstur hjá Makedóníu með níu mörk en hann þurfti til þess 18 skot. Slóvenar eru áfram í efsta sæti B-riðilsins með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki. Spánverjar jafna þá að stigum í kvöld með sigri á Angóla en þessi tvö bestu lið riðilsins mætast í lokaumferðinni. Makedónía féll niður í þriðja sæti á markatölu með tapinu en Makedóníumenn eru með fjögur stig eftir sigra á Túnis og Angóla í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland er í fjórða sæti með eitt stig. Þökk sé þessum sigri Slóveníu er þriðja sætið enn möguleiki fyrir strákana okkar. Ísland getur komist í þrjú stig með sigri á Angóla á morgun og svo verðum við að treysta á að Spánn vinni Makedóníu á miðvikudaginn og Slóvenar taki Túnis á morgun. Ef þetta allt gengur upp, sem er frekar líklegt, verður staðan þannig að Ísland og Makedónía mætast í úrslitaleik um þriðja sætið í B-riðli á fimmtudagskvöldið. Strákarnir okkar munu mæta í þann leik eftir eins dags hvíld en Makedóníumenn eiga kvöldleik gegn Spáni á miðvikudaginn áður en kemur að leiknum gegn Íslandi um miðjan dag á fimmtudag. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Slóvenía vann auðveldan sigur á Makedóníu, 29-22, í B-riðli HM 2017 í handbolta en þessi lið eru með strákunum okkar í íslenska landsliðinu í riðli. Sigur Slóvena var kærkominn fyrir íslensku strákana en hann tryggði Slóvenum enn fremur sæti í 16 liða úrslitum, fyrst allra liða. Slóvenska liðið sýndi sparihliðarnar í dag og spilaði alveg frábæran handbolta á köflum en það var sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. Hraðinn í sóknarleik Slóvena var alltof mikill fyrir Makedóníumenn og þá fengu Slóvenar mikið af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Matevz Skok, markvörður Slóveníu, var í miklum ham og varði fjórtán skot en hann var með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann varði tvö af fimm vítum sem hann fékk á sig og skoraði eitt mark yfir allan völlinn. Gasper Marguc og Marko Bezjak voru markahæstir hjá Slóveníu en þeir skoruðu báðir fjögur mörk úr fjórum skotum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kiril Lazarov var markahæstur hjá Makedóníu með níu mörk en hann þurfti til þess 18 skot. Slóvenar eru áfram í efsta sæti B-riðilsins með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki. Spánverjar jafna þá að stigum í kvöld með sigri á Angóla en þessi tvö bestu lið riðilsins mætast í lokaumferðinni. Makedónía féll niður í þriðja sæti á markatölu með tapinu en Makedóníumenn eru með fjögur stig eftir sigra á Túnis og Angóla í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland er í fjórða sæti með eitt stig. Þökk sé þessum sigri Slóveníu er þriðja sætið enn möguleiki fyrir strákana okkar. Ísland getur komist í þrjú stig með sigri á Angóla á morgun og svo verðum við að treysta á að Spánn vinni Makedóníu á miðvikudaginn og Slóvenar taki Túnis á morgun. Ef þetta allt gengur upp, sem er frekar líklegt, verður staðan þannig að Ísland og Makedónía mætast í úrslitaleik um þriðja sætið í B-riðli á fimmtudagskvöldið. Strákarnir okkar munu mæta í þann leik eftir eins dags hvíld en Makedóníumenn eiga kvöldleik gegn Spáni á miðvikudaginn áður en kemur að leiknum gegn Íslandi um miðjan dag á fimmtudag.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira