KR-ingar fengu 1. deildarlið Vals | Vesturlandsslagur hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2017 13:17 Benedikt Blöndal og félagar í Val fá Íslands- og bikarmeistara KR í undanúrslitunum. Vísir/Anton Í dag var dregið í undanúrslit Maltbikarsins í körfubolta en þau fara í fyrsta sinn fram í Laugardalshöllinni í ár. Undanúrslitin fara fram í Höllinni í sömu viku og bikarúrslitaleikurinn eins og hefur verið hjá handboltanum undanfarin ár. Stórleikurinn er örugglega leikur Íslandsmeistara Snæfells og spútnikliðs Skallagríms í Maltbikar kvenna en bæði liðinu eru í harðri baráttu á toppi Domino´s deildar kvenna. Liðin mættust einmitt í Stykkishólmi um helgina og þá höfðu Skallagrímskonur betur. Topplið Keflavíkur dróst aftur á móti gegn Haukum sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur slegið í gegn í vetur en Haukastelpurnar eru komnar svona langt þrátt fyrir að hafa misst nánast heilt lið frá því í fyrra. Hjá körlunum munu mætast Grindavík og Þór Þorlákshöfn en Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Grindvíkingar voru síðast í bikarúrslitaleiknum 2014 en þeir slógu þá einmitt Þórsara út í undanúrslitunum. Hinn leikurinn hjá körlunum er á milli 1. deildarliðs Vals og Íslands- og bikarmeistara KR. Valsmenn hafa þegar slegið út þrjú úrvalsdeildarlið í vetur en það verður þrautinni þyngri hjá þeim að stöðva sigurgöngu KR-liðsins í bikarkeppninni. Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, drógu en alls unnu þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson sautján bikarmeistaratitla saman sem leikmenn. Teitur hefur síðan bætt við tveimur bikarmeistaratitlum sem þjálfari. Þau hafa því í sameiningu komið að nítján bikarmeistaratitlum. Það hefur heldur enginn leikmaður skorað fleiri stig í bikarúrslitaleikjum en þau Anna María Sveinsdóttir (201 stig) og Teitur Örlygsson (199 stig).Hér fyrir neðan má sjá leikina í undanúrslitunum og einnig hvenær þeir munu fara fram.Undanúrslit Maltbikars kvenna: 17.00 Keflavík - Haukar 20.00 Skallagrímur - Snæfell Leikirnir fara fram miðvikudaginn 8. febrúar.Undanúrslit Maltbikars karla: 17.00 Valur - KR 20.00 Þór Þorlákshöfn - Grindavík Leikirnir fara fram fimmtudaginn 9. febrúar. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59 Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00 Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27 Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58 Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Í dag var dregið í undanúrslit Maltbikarsins í körfubolta en þau fara í fyrsta sinn fram í Laugardalshöllinni í ár. Undanúrslitin fara fram í Höllinni í sömu viku og bikarúrslitaleikurinn eins og hefur verið hjá handboltanum undanfarin ár. Stórleikurinn er örugglega leikur Íslandsmeistara Snæfells og spútnikliðs Skallagríms í Maltbikar kvenna en bæði liðinu eru í harðri baráttu á toppi Domino´s deildar kvenna. Liðin mættust einmitt í Stykkishólmi um helgina og þá höfðu Skallagrímskonur betur. Topplið Keflavíkur dróst aftur á móti gegn Haukum sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur slegið í gegn í vetur en Haukastelpurnar eru komnar svona langt þrátt fyrir að hafa misst nánast heilt lið frá því í fyrra. Hjá körlunum munu mætast Grindavík og Þór Þorlákshöfn en Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Grindvíkingar voru síðast í bikarúrslitaleiknum 2014 en þeir slógu þá einmitt Þórsara út í undanúrslitunum. Hinn leikurinn hjá körlunum er á milli 1. deildarliðs Vals og Íslands- og bikarmeistara KR. Valsmenn hafa þegar slegið út þrjú úrvalsdeildarlið í vetur en það verður þrautinni þyngri hjá þeim að stöðva sigurgöngu KR-liðsins í bikarkeppninni. Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, drógu en alls unnu þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson sautján bikarmeistaratitla saman sem leikmenn. Teitur hefur síðan bætt við tveimur bikarmeistaratitlum sem þjálfari. Þau hafa því í sameiningu komið að nítján bikarmeistaratitlum. Það hefur heldur enginn leikmaður skorað fleiri stig í bikarúrslitaleikjum en þau Anna María Sveinsdóttir (201 stig) og Teitur Örlygsson (199 stig).Hér fyrir neðan má sjá leikina í undanúrslitunum og einnig hvenær þeir munu fara fram.Undanúrslit Maltbikars kvenna: 17.00 Keflavík - Haukar 20.00 Skallagrímur - Snæfell Leikirnir fara fram miðvikudaginn 8. febrúar.Undanúrslit Maltbikars karla: 17.00 Valur - KR 20.00 Þór Þorlákshöfn - Grindavík Leikirnir fara fram fimmtudaginn 9. febrúar.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59 Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00 Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27 Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58 Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59
Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00
Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27
Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58
Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08