Níðst á þeim, sem verst standa Björgvin Guðmundsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Ríkisstjórn Framsóknarflokksins, sem var að fara frá, ætlaði að koma á svokölluðu starfsgetumati fyrir öryrkja og hún ætlaði að hækka eftirlaunaaldurinn. Það átti að hækka aldurinn úr 67 árum í 70 ár í áföngum. Starfsgetumat felst í því að falla frá læknisfræðilegu örorkumati og byggja í staðinn örorkumatið á því hvað hver öryrki geti unnið mikið. Ríkisstjórn Framsóknar hvarf frá hvoru tveggja. Öryrkjabandalag Íslands mótmælti starfsgetumatinu harðlega, einkum vegna þess að það hefði ekki verið kynnt nóg og bandalagið benti á, að ef taka ætti upp starfsgetumat þyrfti það langan undirbúningstíma; m.a. þyrfti að tryggja, að öryrkjar, sem treystu sér til þess að vinna hlutastörf, fengju slík störf svo og full störf, ef öryrkjar treystu sér í þau. Eldri borgarar gerðu einnig verulegar athugasemdir við tillöguna um að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Ríkisstjórnin ákvað að falla frá báðum þessum umdeildu atriðum.Ætlar nýja stjórnin að endurtaka klúðrið? En þrátt fyrir örlög þessara tveggja atriða er nýja stjórnin farin af stað með þau bæði aftur sbr. nýja stjórnarsáttmálann. Það er alveg augljóst, að ríkisstjórnin ætlar að reyna að spara ríkisútgjöld með því að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Það á að láta eftirlaunafólkið sjálft greiða aukin útgjöld almannatrygginga! Nýja stjórnin gerir sér einnig vonir um að fækka öryrkjum með því að taka upp starfsgetumat. Öll vinna fyrrverandi ríkisstjórnar að málefnum öryrkja í almannatryggingafrumvarpinu var eitt allsherjarklúður.Hlaðið undir þá, sem hafa meira en nóg! Nú segist nýja stjórnin ætla að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna og vinna að sveigjanlegum starfslokum. Fyrst skera Sjálfstæðismenn frítekjumark vegna atvinnutekna niður við trog en segjast svo skömmu síðar ætla að hækka það! En ekkert á að hækka lífeyri þeirra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum enda þótt ekki sé unnt að lifa af þeim lífeyri. Það er furðulegt. Það er eins og öllum stjórnmálamönnum sé það keppikefli að halda öldruðum og öryrkjum, sem ekki hafa lífeyrissjóð, við hungurmörk. En á sama tíma taka stjórnmálamennirnir sér ríflegar kauphækkanir sjálfir; um 44% hækkuðu laun þingmanna 13. október 2016 , áður en þeir mættu í vinnuna. Laun þingmanna hækkuðu þá í 1100 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt en laun ráðherra hækkuðu í tvær milljónir króna á mánuði fyrir skatt. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er hins vegar áfram rúmlega 200 þúsund á mánuði eftir skatt; hækkaði aðeins um 5-9%. Þetta er réttlætið á Íslandi í dag: Níðst er á þeim, sem verst standa en hlaðið meira og meira undir hina, sem hafa nóg. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokksins, sem var að fara frá, ætlaði að koma á svokölluðu starfsgetumati fyrir öryrkja og hún ætlaði að hækka eftirlaunaaldurinn. Það átti að hækka aldurinn úr 67 árum í 70 ár í áföngum. Starfsgetumat felst í því að falla frá læknisfræðilegu örorkumati og byggja í staðinn örorkumatið á því hvað hver öryrki geti unnið mikið. Ríkisstjórn Framsóknar hvarf frá hvoru tveggja. Öryrkjabandalag Íslands mótmælti starfsgetumatinu harðlega, einkum vegna þess að það hefði ekki verið kynnt nóg og bandalagið benti á, að ef taka ætti upp starfsgetumat þyrfti það langan undirbúningstíma; m.a. þyrfti að tryggja, að öryrkjar, sem treystu sér til þess að vinna hlutastörf, fengju slík störf svo og full störf, ef öryrkjar treystu sér í þau. Eldri borgarar gerðu einnig verulegar athugasemdir við tillöguna um að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Ríkisstjórnin ákvað að falla frá báðum þessum umdeildu atriðum.Ætlar nýja stjórnin að endurtaka klúðrið? En þrátt fyrir örlög þessara tveggja atriða er nýja stjórnin farin af stað með þau bæði aftur sbr. nýja stjórnarsáttmálann. Það er alveg augljóst, að ríkisstjórnin ætlar að reyna að spara ríkisútgjöld með því að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Það á að láta eftirlaunafólkið sjálft greiða aukin útgjöld almannatrygginga! Nýja stjórnin gerir sér einnig vonir um að fækka öryrkjum með því að taka upp starfsgetumat. Öll vinna fyrrverandi ríkisstjórnar að málefnum öryrkja í almannatryggingafrumvarpinu var eitt allsherjarklúður.Hlaðið undir þá, sem hafa meira en nóg! Nú segist nýja stjórnin ætla að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna og vinna að sveigjanlegum starfslokum. Fyrst skera Sjálfstæðismenn frítekjumark vegna atvinnutekna niður við trog en segjast svo skömmu síðar ætla að hækka það! En ekkert á að hækka lífeyri þeirra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum enda þótt ekki sé unnt að lifa af þeim lífeyri. Það er furðulegt. Það er eins og öllum stjórnmálamönnum sé það keppikefli að halda öldruðum og öryrkjum, sem ekki hafa lífeyrissjóð, við hungurmörk. En á sama tíma taka stjórnmálamennirnir sér ríflegar kauphækkanir sjálfir; um 44% hækkuðu laun þingmanna 13. október 2016 , áður en þeir mættu í vinnuna. Laun þingmanna hækkuðu þá í 1100 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt en laun ráðherra hækkuðu í tvær milljónir króna á mánuði fyrir skatt. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er hins vegar áfram rúmlega 200 þúsund á mánuði eftir skatt; hækkaði aðeins um 5-9%. Þetta er réttlætið á Íslandi í dag: Níðst er á þeim, sem verst standa en hlaðið meira og meira undir hina, sem hafa nóg. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun