Norðurlönd = Mannsæmandi störf Formenn norrænna jafnaðarmannaflokka skrifar 19. janúar 2017 07:00 Á óvissutímum bregðumst við við með aukinni samheldni og styrkingu norræna líkansins. Þá þarf að grípa til aðgerða til að tryggja að vel skipulagt atvinnulíf sé hornsteinn samfélagsins. Norræna líkanið hefur með mikilli samheldni gagnast borgurum Norðurlanda áratugum saman. Við höfum náð fram góðri blöndu af skilvirkni, jafnræði, jafnrétti og trausti sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þrátt fyrir að okkar dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku samfélagslíkön séu ólík, byggja þau öll á jafnaðarmannahugsjóninni og eru í raun öll tilbrigði við sama líkanið. Gildin eru þau sömu. Við byggjum öll á frelsi, jafnrétti og bræðralagi og lýðræði, tjáningarfrelsi og reglum réttarríkisins. Grunnstoðirnar þrjár í norræna líkaninu eigum við einnig sameiginlegar: Ábyrga efnahagsstefnu sem byggir á virkri atvinnuþátttöku, gott opinbert velferðarkerfi og, sérstaða Norðurlanda, góður, vel skipulagður og mannsæmandi atvinnumarkaður. Norræna samfélagslíkanið hefur lukkast eins vel og forfeður okkar gátu einungis leyft sér að dreyma um. En þetta vel heppnaða líkan mætir stöðugum ágangi og við þurfum að verja það öllum stundum. Alþjóðleg skipting starfa og alþjóðaviðskipti eru áfram lykilatriði þegar kemur að því að viðhalda atvinnuþátttöku og velferð.Markaðsöflin verði þjónar fólksins Hins vegar verður æ ljósara að alþjóðahnattvæðingin kallar á nýjar aðgerðir. Við viljum tryggja að allir geti nýtt sér þau tækifæri sem alþjóðahnattvæðing býður upp á. Það þarf einbeittan vilja til þess að deila gæðunum réttlátlega í hverju landi og fjárfesta í þekkingu og hæfni fólks. Markaðsöflin eiga að vera þjónar fólksins, ekki húsbændur þess. Þessa þörf sjáum við ekki síst þegar félagsleg undirboð breiðast út á vinnumarkaðnum og ungt fólk fær ekki fasta vinnu. Við ætlum að styrkja pólitíska stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Við ætlum að vinna harðar að því að þróun mála í Evrópu og á alþjóðavísu verði friðsamleg, að jafnvægi komist á loftslag í heiminum, að lífsgæði verði jöfnuð og lýðræði tryggt. Hér á Norðurlöndum er aðkallandi að standa vörð um okkar góða vinnumarkað. Að öðrum kosti fer fyrir honum eins og gerst hefur í flestum öðrum löndum; verkalýðshreyfingin veikist, kjör vinnandi fólks rýrna og launamunur verður óásættanlegur. Þetta grefur undan norræna líkaninu eins og það leggur sig. Við viljum að vinnumarkaðurinn byggi á föstum, öruggum og mannsæmandi störfum. Við viljum auka færni fólks, ekki lækka laun þess. Að hluta snýst þetta um baráttuna gegn hægri öflunum í stjórnmálalífinu sem hafa önnur samfélagsleg leiðarljós. Við viljum einnig vinna að ákveðnum aðgerðum á breyttum vinnumarkaði. Þess vegna kynnum við nýtt sameiginlegt verkefni undir heitinu „Vinnumarkaður framtíðarinnar“. Þannig viljum við þróa stjórntæki morgundagsins fyrir vinnumarkað sem tekur æ meira mið af aukinni tækni. Að bæta tilveru fólks í gegnum öflugra norrænt samfélagslíkan er á sama tíma það mikilvægasta sem hægt er að gera til þess að sporna gegn auknu lýðskrumi og öfgastefnum. Jafnaðarmannaflokkarnir og verkalýðshreyfingin hafa krafta og getu til þess að bera ríki Norðurlanda fram á við. Það á að styrkja norræna líkanið, en ekki að útrýma því. Þess vegna verðum við að standa saman.Sameiginleg grein í tilefni ársfundar SAMAK 16. til 17. janúar 2017. Þar hittast jafnaðarmannaflokkar og landssamtök launafólks á Norðurlöndum, sjá samak.info.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ÍslandMette Frederiksen, formaður Socialdemokratiet, DanmörkAntti Rinne, formaður Socialdemokraterna, FinnlandJonas Gahr Støre, formaður Arbeiderpartiet, NoregurStefan Löfven, formaður Socialdemokraterna, SvíþjóðLizette Risgaard, forseti LO, DanmörkJarkko Eloranta, forseti LO, FinnlandGerd Kristiansen, forseti LO, NoregurKarl-Petter Thorwaldsson, forseti LO, Svíþjóð Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Logi Einarsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á óvissutímum bregðumst við við með aukinni samheldni og styrkingu norræna líkansins. Þá þarf að grípa til aðgerða til að tryggja að vel skipulagt atvinnulíf sé hornsteinn samfélagsins. Norræna líkanið hefur með mikilli samheldni gagnast borgurum Norðurlanda áratugum saman. Við höfum náð fram góðri blöndu af skilvirkni, jafnræði, jafnrétti og trausti sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þrátt fyrir að okkar dönsku, finnsku, íslensku, norsku og sænsku samfélagslíkön séu ólík, byggja þau öll á jafnaðarmannahugsjóninni og eru í raun öll tilbrigði við sama líkanið. Gildin eru þau sömu. Við byggjum öll á frelsi, jafnrétti og bræðralagi og lýðræði, tjáningarfrelsi og reglum réttarríkisins. Grunnstoðirnar þrjár í norræna líkaninu eigum við einnig sameiginlegar: Ábyrga efnahagsstefnu sem byggir á virkri atvinnuþátttöku, gott opinbert velferðarkerfi og, sérstaða Norðurlanda, góður, vel skipulagður og mannsæmandi atvinnumarkaður. Norræna samfélagslíkanið hefur lukkast eins vel og forfeður okkar gátu einungis leyft sér að dreyma um. En þetta vel heppnaða líkan mætir stöðugum ágangi og við þurfum að verja það öllum stundum. Alþjóðleg skipting starfa og alþjóðaviðskipti eru áfram lykilatriði þegar kemur að því að viðhalda atvinnuþátttöku og velferð.Markaðsöflin verði þjónar fólksins Hins vegar verður æ ljósara að alþjóðahnattvæðingin kallar á nýjar aðgerðir. Við viljum tryggja að allir geti nýtt sér þau tækifæri sem alþjóðahnattvæðing býður upp á. Það þarf einbeittan vilja til þess að deila gæðunum réttlátlega í hverju landi og fjárfesta í þekkingu og hæfni fólks. Markaðsöflin eiga að vera þjónar fólksins, ekki húsbændur þess. Þessa þörf sjáum við ekki síst þegar félagsleg undirboð breiðast út á vinnumarkaðnum og ungt fólk fær ekki fasta vinnu. Við ætlum að styrkja pólitíska stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Við ætlum að vinna harðar að því að þróun mála í Evrópu og á alþjóðavísu verði friðsamleg, að jafnvægi komist á loftslag í heiminum, að lífsgæði verði jöfnuð og lýðræði tryggt. Hér á Norðurlöndum er aðkallandi að standa vörð um okkar góða vinnumarkað. Að öðrum kosti fer fyrir honum eins og gerst hefur í flestum öðrum löndum; verkalýðshreyfingin veikist, kjör vinnandi fólks rýrna og launamunur verður óásættanlegur. Þetta grefur undan norræna líkaninu eins og það leggur sig. Við viljum að vinnumarkaðurinn byggi á föstum, öruggum og mannsæmandi störfum. Við viljum auka færni fólks, ekki lækka laun þess. Að hluta snýst þetta um baráttuna gegn hægri öflunum í stjórnmálalífinu sem hafa önnur samfélagsleg leiðarljós. Við viljum einnig vinna að ákveðnum aðgerðum á breyttum vinnumarkaði. Þess vegna kynnum við nýtt sameiginlegt verkefni undir heitinu „Vinnumarkaður framtíðarinnar“. Þannig viljum við þróa stjórntæki morgundagsins fyrir vinnumarkað sem tekur æ meira mið af aukinni tækni. Að bæta tilveru fólks í gegnum öflugra norrænt samfélagslíkan er á sama tíma það mikilvægasta sem hægt er að gera til þess að sporna gegn auknu lýðskrumi og öfgastefnum. Jafnaðarmannaflokkarnir og verkalýðshreyfingin hafa krafta og getu til þess að bera ríki Norðurlanda fram á við. Það á að styrkja norræna líkanið, en ekki að útrýma því. Þess vegna verðum við að standa saman.Sameiginleg grein í tilefni ársfundar SAMAK 16. til 17. janúar 2017. Þar hittast jafnaðarmannaflokkar og landssamtök launafólks á Norðurlöndum, sjá samak.info.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ÍslandMette Frederiksen, formaður Socialdemokratiet, DanmörkAntti Rinne, formaður Socialdemokraterna, FinnlandJonas Gahr Støre, formaður Arbeiderpartiet, NoregurStefan Löfven, formaður Socialdemokraterna, SvíþjóðLizette Risgaard, forseti LO, DanmörkJarkko Eloranta, forseti LO, FinnlandGerd Kristiansen, forseti LO, NoregurKarl-Petter Thorwaldsson, forseti LO, Svíþjóð Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar