Þessari brú er ætlað að standast stærstu Skaftárhlaup næstu aldir Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2017 20:00 Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. Áformað er að verkið verði boðið út í vor og að brúarsmíðin taki um eitt ár. Hlaupið, sem fyrstu daga októbermánaðar 2015 ruddist niður farvegi Skaftár og Eldvatns, var stærsta Skaftárhlaup sem menn höfðu upplifað og ljóst að eitthvað myndi undan láta. Ógnarkrafur hlaupsins var slíkur að árbakkar Eldvatns molnuðu niður.Undir brúnni hjá Ásum gróf jökulvatnið um fimmtán metra breiða skák úr austurbakkanum á rúmlega 400 metra löngum kafla. Steypt undirstaða brúarinnar stóð eftir í lausu lofti og fór svo að brúin var úrskurðuð ónýt, en léttum bílum hefur þó verið leyft að aka yfir hana. En nú er Vegagerðin búin að finna nýtt brúarstæði nokkur hundruð metrum neðar, sem kallar á nýtt vegstæði og nýja vegtengingu við hringveginn í Eldhrauni. „Við treystum því að þessi nýi staður sé öruggari fyrir brú og komandi flóð því þetta var ekki síðasta flóðið úr Skaftárkötlum sem mun koma niður Eldvatnið,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við reynum bæði að setja brúna þar niður og byggja hana með þeim hætti að hún muni standast næstu áratugi, - og næstu aldir vonandi, - viðlíka flóð.“Nýja brúin verður 78 metra löng stálbogabrú og segir vegamálastjóri að verkið sé fjármagnað að hluta með tryggingarbótum sem fengust fyrir gömlu brúna en þó einkum með framlagi á fjáraukalögum nýliðins ár. Og af teikningum að dæma verður nýja brúin tignarlegt mannvirki. „Já, hún er falleg. Við reynum náttúrlega að horfa á það svolítið líka, ekki síst á svona svæðum, sem er í fallegu náttúrulegu umhverfi, og sést langt að, að það fari vel í landinu,“ segir vegamálastjóri.Nýja brúin verður 78 metra löng og 10 metra breið.Teikning/Guðmundur Valur Guðmundsson, Vegagerðinni. Tengdar fréttir Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Tignarleg stálbogabrú verður reist yfir Eldvatn hjá Ásum, í stað þeirrar sem eyðilagðist í stærsta Skaftárhlaupi sögunnar, og vonar vegamálastjóri að sú nýja standist viðlíka hamfarahlaup næstu aldir. Áformað er að verkið verði boðið út í vor og að brúarsmíðin taki um eitt ár. Hlaupið, sem fyrstu daga októbermánaðar 2015 ruddist niður farvegi Skaftár og Eldvatns, var stærsta Skaftárhlaup sem menn höfðu upplifað og ljóst að eitthvað myndi undan láta. Ógnarkrafur hlaupsins var slíkur að árbakkar Eldvatns molnuðu niður.Undir brúnni hjá Ásum gróf jökulvatnið um fimmtán metra breiða skák úr austurbakkanum á rúmlega 400 metra löngum kafla. Steypt undirstaða brúarinnar stóð eftir í lausu lofti og fór svo að brúin var úrskurðuð ónýt, en léttum bílum hefur þó verið leyft að aka yfir hana. En nú er Vegagerðin búin að finna nýtt brúarstæði nokkur hundruð metrum neðar, sem kallar á nýtt vegstæði og nýja vegtengingu við hringveginn í Eldhrauni. „Við treystum því að þessi nýi staður sé öruggari fyrir brú og komandi flóð því þetta var ekki síðasta flóðið úr Skaftárkötlum sem mun koma niður Eldvatnið,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Við reynum bæði að setja brúna þar niður og byggja hana með þeim hætti að hún muni standast næstu áratugi, - og næstu aldir vonandi, - viðlíka flóð.“Nýja brúin verður 78 metra löng stálbogabrú og segir vegamálastjóri að verkið sé fjármagnað að hluta með tryggingarbótum sem fengust fyrir gömlu brúna en þó einkum með framlagi á fjáraukalögum nýliðins ár. Og af teikningum að dæma verður nýja brúin tignarlegt mannvirki. „Já, hún er falleg. Við reynum náttúrlega að horfa á það svolítið líka, ekki síst á svona svæðum, sem er í fallegu náttúrulegu umhverfi, og sést langt að, að það fari vel í landinu,“ segir vegamálastjóri.Nýja brúin verður 78 metra löng og 10 metra breið.Teikning/Guðmundur Valur Guðmundsson, Vegagerðinni.
Tengdar fréttir Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30
Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33
Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07