Frábært að þetta er í okkar höndum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2017 06:00 Arnór Atlason hefur séð þetta allt saman áður með landsliðinu. vísir/EPA „Þessir fundir eru flestir eins en það er gott að setjast niður og fara yfir hlutina,“ segir Arnór Atlason sem líkast til er búinn að sitja mörg hundruð fundi með íslenska landsliðinu. Reynsluboltinn að norðan var silkislakur og spenntur fyrir rimmunni gegn Makedóníu í dag. Fyrrverandi landsliðsþjálfari Króatíu, Lino Cervar, þjálfar nú makedónska liðið og hann hefur vakið athygli fyrir hversu mikið hann spilar með sjö sóknarleikmenn inni á vellinum. „Við höfum nú ekki lent mikið í því upp á síðkastið að spila við slíkt lið. Þetta er öðruvísi og er því áskorun. Við vitum hver er langhættulegasti maður liðsins en það er auðvitað Kiril Lazarov. Það er ekki bara að hann skjóti mest heldur gefur hann líka flestar sendingar,“ segir Arnór. Hann býst þó ekki við því að liðið taki hann úr umferð en það vekur annars athygli hversu lítið er almennt verið að beita þeirri taktík að taka úr umferð í dag. „Það er allt í lagi að Lazarov skori tíu mörk í leiknum á meðan hinir gera það ekki líka. Þetta er lína sem við þurfum að feta rétt.“Arnór Atlason hefur spilað vel á mótinu.vísirLítil hvíld Makedóníumanna Á meðan strákarnir okkar fengu fína hvíld í dag þá þurftu Makedóníumenn að glíma við Spánverja seint í gærkvöldi. Þeir fá því frekar litla hvíld fyrir Íslandsleikinn sem ætti að koma okkur mönnum til góða. „Vonandi hjálpar það okkur. Við kvörtum ekki yfir því. Við vorum í álagi um helgina en núna er komið að þeim,“ segir Arnór en hann er tilbúinn í þennan úrslitaleik sem slagur dagsins verður. Það er bara mótið undir. „Það er frábært að hafa þetta í okkar höndum. Með sigri er ljóst að við munum fara áfram og við munum selja okkur dýrt til þess að næla í úrslitin sem við þurfum að fá. Stefnan var alltaf að fara áfram í sextán liða úrslitin og það hefur ekkert breyst.“Strákarnir okkar sjá þriðja sætið í hyllingum.vísir/epaEkkert nýtt í sóknarleiknum Uppstilltur sóknarleikur íslenska liðsins hefur gengið brösuglega á köflum og liðið skorað minna en á síðustu mótum. „Við ætlum ekki að gera neitt nýtt þar heldur bara halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að reyna að gera. Vonandi verður það nóg. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu og held að það verði í lagi með sóknina,“ segir Arnór en hann er ánægðastur með vörnina og markvörsluna á mótinu. Sjálfur glímdi hann við meiðsli í aðdraganda mótsins en segist vera góður eftir fjóra hörkuleiki. „Ég er bara góður og líður vel. Ég er meira en tilbúinn í hörkuleik. Ég vil samt alltaf meira og ég verð ekki ánægður nema við vinnum þennan leik. Andinn í hópnum er góður og menn eru þokkalega sáttir við spilamennskuna þrátt fyrir að við höfum ekki fengið öll þau stig sem við vildum. Það er gott sjálfstraust í liðinu og við trúum því að við getum unnið Makedóníumennina,“ segir Arnór, en óttast hann ekkert að taugarnar haldi ekki hjá óreyndari mönnum? „Strákarnir eru búnir með þessa leiki nú þegar og hafa fengið sína eldskírn. Þeir verða tilbúnir eins og við gömlu. Þetta verður skemmtilegt.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Með nöfn barnanna á skónum: „Þetta er uppáhaldsparið mitt“ Rúnar Kárason skrifaði nöfn barnanan sinna á skópar til að vita hvor væri hvað. 19. janúar 2017 07:30 HM-pistill: Stund sannleikans runnin upp fyrir strákana okkar Strákarnir okkar þurfa sigur á móti Makedóníu í kvöld til að forðast leik gegn Frökkum í 16 liða úrslitum. 19. janúar 2017 07:00 Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag Ísland leikur í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni HM. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn. Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla í dag: 19. janúar 2017 08:15 Verðum fljótt komnir með hörkulandslið aftur Rúnar Kárason er í stóru ábyrgðarhlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM. Þetta er hans fyrsta stóra tækifæri með landsliðinu og hann hefur nýtt það vel. 19. janúar 2017 06:30 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
„Þessir fundir eru flestir eins en það er gott að setjast niður og fara yfir hlutina,“ segir Arnór Atlason sem líkast til er búinn að sitja mörg hundruð fundi með íslenska landsliðinu. Reynsluboltinn að norðan var silkislakur og spenntur fyrir rimmunni gegn Makedóníu í dag. Fyrrverandi landsliðsþjálfari Króatíu, Lino Cervar, þjálfar nú makedónska liðið og hann hefur vakið athygli fyrir hversu mikið hann spilar með sjö sóknarleikmenn inni á vellinum. „Við höfum nú ekki lent mikið í því upp á síðkastið að spila við slíkt lið. Þetta er öðruvísi og er því áskorun. Við vitum hver er langhættulegasti maður liðsins en það er auðvitað Kiril Lazarov. Það er ekki bara að hann skjóti mest heldur gefur hann líka flestar sendingar,“ segir Arnór. Hann býst þó ekki við því að liðið taki hann úr umferð en það vekur annars athygli hversu lítið er almennt verið að beita þeirri taktík að taka úr umferð í dag. „Það er allt í lagi að Lazarov skori tíu mörk í leiknum á meðan hinir gera það ekki líka. Þetta er lína sem við þurfum að feta rétt.“Arnór Atlason hefur spilað vel á mótinu.vísirLítil hvíld Makedóníumanna Á meðan strákarnir okkar fengu fína hvíld í dag þá þurftu Makedóníumenn að glíma við Spánverja seint í gærkvöldi. Þeir fá því frekar litla hvíld fyrir Íslandsleikinn sem ætti að koma okkur mönnum til góða. „Vonandi hjálpar það okkur. Við kvörtum ekki yfir því. Við vorum í álagi um helgina en núna er komið að þeim,“ segir Arnór en hann er tilbúinn í þennan úrslitaleik sem slagur dagsins verður. Það er bara mótið undir. „Það er frábært að hafa þetta í okkar höndum. Með sigri er ljóst að við munum fara áfram og við munum selja okkur dýrt til þess að næla í úrslitin sem við þurfum að fá. Stefnan var alltaf að fara áfram í sextán liða úrslitin og það hefur ekkert breyst.“Strákarnir okkar sjá þriðja sætið í hyllingum.vísir/epaEkkert nýtt í sóknarleiknum Uppstilltur sóknarleikur íslenska liðsins hefur gengið brösuglega á köflum og liðið skorað minna en á síðustu mótum. „Við ætlum ekki að gera neitt nýtt þar heldur bara halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að reyna að gera. Vonandi verður það nóg. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu og held að það verði í lagi með sóknina,“ segir Arnór en hann er ánægðastur með vörnina og markvörsluna á mótinu. Sjálfur glímdi hann við meiðsli í aðdraganda mótsins en segist vera góður eftir fjóra hörkuleiki. „Ég er bara góður og líður vel. Ég er meira en tilbúinn í hörkuleik. Ég vil samt alltaf meira og ég verð ekki ánægður nema við vinnum þennan leik. Andinn í hópnum er góður og menn eru þokkalega sáttir við spilamennskuna þrátt fyrir að við höfum ekki fengið öll þau stig sem við vildum. Það er gott sjálfstraust í liðinu og við trúum því að við getum unnið Makedóníumennina,“ segir Arnór, en óttast hann ekkert að taugarnar haldi ekki hjá óreyndari mönnum? „Strákarnir eru búnir með þessa leiki nú þegar og hafa fengið sína eldskírn. Þeir verða tilbúnir eins og við gömlu. Þetta verður skemmtilegt.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Með nöfn barnanna á skónum: „Þetta er uppáhaldsparið mitt“ Rúnar Kárason skrifaði nöfn barnanan sinna á skópar til að vita hvor væri hvað. 19. janúar 2017 07:30 HM-pistill: Stund sannleikans runnin upp fyrir strákana okkar Strákarnir okkar þurfa sigur á móti Makedóníu í kvöld til að forðast leik gegn Frökkum í 16 liða úrslitum. 19. janúar 2017 07:00 Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag Ísland leikur í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni HM. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn. Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla í dag: 19. janúar 2017 08:15 Verðum fljótt komnir með hörkulandslið aftur Rúnar Kárason er í stóru ábyrgðarhlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM. Þetta er hans fyrsta stóra tækifæri með landsliðinu og hann hefur nýtt það vel. 19. janúar 2017 06:30 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Með nöfn barnanna á skónum: „Þetta er uppáhaldsparið mitt“ Rúnar Kárason skrifaði nöfn barnanan sinna á skópar til að vita hvor væri hvað. 19. janúar 2017 07:30
HM-pistill: Stund sannleikans runnin upp fyrir strákana okkar Strákarnir okkar þurfa sigur á móti Makedóníu í kvöld til að forðast leik gegn Frökkum í 16 liða úrslitum. 19. janúar 2017 07:00
Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag Ísland leikur í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni HM. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn. Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla í dag: 19. janúar 2017 08:15
Verðum fljótt komnir með hörkulandslið aftur Rúnar Kárason er í stóru ábyrgðarhlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM. Þetta er hans fyrsta stóra tækifæri með landsliðinu og hann hefur nýtt það vel. 19. janúar 2017 06:30