Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2017 18:18 Dagur Sigurðsson fer yfir málin á hliðarlínunni í dag. vísir/getty Þýskaland og Danmörk eru áfram með fullt hús eða átta stig eftir fjóra leiki á HM 2017 í handbolta en bæði lið unnu sína leiki í dag. Sigrarnir voru þó nokkuð torsóttir. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Evrópumeistaraliði Þýskalands mættu Hvíta-Rússlandi í C-riðli og unnu á endanum sex marka sigur, 31-25. Staðan var þó jöfn í hálfleik, 16-16. Þýska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði átta mörk á móti tveimur og náði sex marka forskoti, 24-18. Þessi kafli lagði grunninn að sigri Þjóðverja en Hvít-Rússar minnkuðu muninn mest í þrjú mörk, 25-22. Nær komust þeir ekki. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer var markahæstur þýska liðsins í kvöld með átta mörk úr tíu skotum en Steffen Fäth átti einnig flottan leik og skoraði sex mörk úr sex skotumm Patrick Groetzki og Julius Kuhn skoruðu báðir fimm mörk. Andreas Wolf, markvörður Þýskalands, átti í miklu basli til að byrja með og varði aðeins tvö skot en Silvio Heinevetter kom sterkur inn og varði níu skot en hann var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þýskaland fer nær örugglega í úrslitaleik við Króatíu í lokaumferðinni um efsta sætið en Króatar fara í átta stig eins og Þjóðverjar ef þeir leggja Síle að velli í kvöld.Ólympíumeistarar Dana unnu sigur á Barein í D-riðli, 30-26. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar virtust ætla að leika sér að Barein-liðinu en Danir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka vel og var danska liðið með fimm marka forskot eftir 40 mínútur, 24-19. Þá datt Barein í gang, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 24-23. Það komst þó ekki lengra. Meistaraefni Guðmundar settu í fluggírinn og svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur fimm marka forskoti, 28-23. Þar með var sigurinn í höfn en lokatölur, 30-26. Línumaðurinn Henrik Toft Hansen var markahæstur danska liðsins með sex mörk úr sjö skotum en Michael Damgaard skoraði fimm mörk og Magnus Landin fjögur úr fimm skotum. Niklas Landin varði tíu skot og var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu en Jannick Green, varamarkvörður Dana, nýtti tækifærið sitt illa í leiknum. Hann varði ekki eitt þeirra skota sem komu á danska markið þegar hann stóð í því. Danir eru með átta stig á toppi D-riðils og tryggja sér efsta sætið ef Svíþjóð vinnur Katar í kvöld. Vinni Katar sigur á Svíum mætast Danmörk og Katar í úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Þýskaland og Danmörk eru áfram með fullt hús eða átta stig eftir fjóra leiki á HM 2017 í handbolta en bæði lið unnu sína leiki í dag. Sigrarnir voru þó nokkuð torsóttir. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Evrópumeistaraliði Þýskalands mættu Hvíta-Rússlandi í C-riðli og unnu á endanum sex marka sigur, 31-25. Staðan var þó jöfn í hálfleik, 16-16. Þýska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði átta mörk á móti tveimur og náði sex marka forskoti, 24-18. Þessi kafli lagði grunninn að sigri Þjóðverja en Hvít-Rússar minnkuðu muninn mest í þrjú mörk, 25-22. Nær komust þeir ekki. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer var markahæstur þýska liðsins í kvöld með átta mörk úr tíu skotum en Steffen Fäth átti einnig flottan leik og skoraði sex mörk úr sex skotumm Patrick Groetzki og Julius Kuhn skoruðu báðir fimm mörk. Andreas Wolf, markvörður Þýskalands, átti í miklu basli til að byrja með og varði aðeins tvö skot en Silvio Heinevetter kom sterkur inn og varði níu skot en hann var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þýskaland fer nær örugglega í úrslitaleik við Króatíu í lokaumferðinni um efsta sætið en Króatar fara í átta stig eins og Þjóðverjar ef þeir leggja Síle að velli í kvöld.Ólympíumeistarar Dana unnu sigur á Barein í D-riðli, 30-26. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar virtust ætla að leika sér að Barein-liðinu en Danir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka vel og var danska liðið með fimm marka forskot eftir 40 mínútur, 24-19. Þá datt Barein í gang, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 24-23. Það komst þó ekki lengra. Meistaraefni Guðmundar settu í fluggírinn og svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur fimm marka forskoti, 28-23. Þar með var sigurinn í höfn en lokatölur, 30-26. Línumaðurinn Henrik Toft Hansen var markahæstur danska liðsins með sex mörk úr sjö skotum en Michael Damgaard skoraði fimm mörk og Magnus Landin fjögur úr fimm skotum. Niklas Landin varði tíu skot og var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu en Jannick Green, varamarkvörður Dana, nýtti tækifærið sitt illa í leiknum. Hann varði ekki eitt þeirra skota sem komu á danska markið þegar hann stóð í því. Danir eru með átta stig á toppi D-riðils og tryggja sér efsta sætið ef Svíþjóð vinnur Katar í kvöld. Vinni Katar sigur á Svíum mætast Danmörk og Katar í úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Sjá meira