Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi.
Alls eru sex leikmenn í íslenska landsliðshópnum meiddir. Staðan á Arnóri Atlasyni er betri en hún var fyrir áramót.
Aron hefur ekki spilað handbolta í tvo mánuði vegna meiðslanna og Geir sagði meiðsli hans vera flókin.
Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikið áfall það væri fyrir íslenska landsliðið ef bæði Aron og Ásgeir Örn gætu ekki verið með í Frakklandi.
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti