Upplýsingar frá þingmönnum berast seint á hagsmunaskrá Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. janúar 2017 05:00 Myndin sýnir hverjir nýkjörinna þingmanna hafa skilað inn hagsmunaskráningu og hverjir ekki. grafík/guðmundur snær Af þeim 32 alþingismönnum, sem settust nýir inn á þing í desember, eiga fjórtán enn eftir að birta skrá yfir hagsmuni sína á vef Alþingis. Tólf þingmenn eru nú þegar búnir að skila og sex þingmenn hafa birt yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingisvísir/e.ólÞeir þingmenn sem enn eiga eftir að skrá hagsmuni sína eru úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Eini nýkjörni þingmaðurinn úr þeim flokki, Lilja Alfreðsdóttir, hefur birt upplýsingar. Þeir þingmenn sem telja sig ekki eiga neina hagsmuni sem þurfi að gera grein fyrir eru flestir, eða þrír úr röðum Pírata, einn úr VG og tveir úr Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt þingsköpum skulu alþingismenn, innan mánaðar frá því að nýkjörið þing kemur saman, gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings eftir nánari reglum sem forsætisnefnd setur. Nýtt þing kom saman 6. desember og því rennur fresturinn út á föstudaginn. Þingmenn hafa fengið útskýringar á reglunum. „Sá sem hefur umsjón með þessu, það er að segja forstöðumaður lagaskrifstofu, hefur sent ábendingar til þingmanna um hvaða reglur gilda,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Þetta hafi verið gert strax við upphaf þings. „Og svo var það gert að nýju núna skömmu fyrir jólin,“ segir Helgi. Á meðal þeirra upplýsinga sem þingmönnum ber að skrá eru upplýsingar um launaða starfsemi, svo sem stjórnarsetu eða starf, fjárhagslegan stuðning eða gjafir sem þingmaðurinn kann að hafa fengið eða eftirstöðvar skulda. Þá ber þingmanni að greina frá eignum sínum, öðrum en fasteignum til eigin nota, og samkomulagi við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur sína. Þegar upplýsingarnar eru lesnar má sjá að þingmenn eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, situr til dæmis í stjórn Kynjabilsins sf. sem hann á 50% hlut í. Félagið hlaut styrk úr Jafnréttissjóði vorið 2016 til að vakta fréttatengda umræðuþætti í ljósvakamiðlum og gera þá tölfræði sem kemur út úr þeirri vöktun aðgengilega. Annað er ekki skráð á lista hjá Andrési. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er varamaður i stjórn tveggja einkahlutafélaga. Nichole Leigh Mosty gegnir ýmsum störfum fyrir Reykjavíkurborg og er í launalausu leyfi sem leikskólastjóri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Þegar skoðaður er listi þeirra þingmanna sem telur sig enga hagsmuni eiga, sést að flestir þeirra eru Píratar. Fréttablaðið/Anton Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Af þeim 32 alþingismönnum, sem settust nýir inn á þing í desember, eiga fjórtán enn eftir að birta skrá yfir hagsmuni sína á vef Alþingis. Tólf þingmenn eru nú þegar búnir að skila og sex þingmenn hafa birt yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingisvísir/e.ólÞeir þingmenn sem enn eiga eftir að skrá hagsmuni sína eru úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Eini nýkjörni þingmaðurinn úr þeim flokki, Lilja Alfreðsdóttir, hefur birt upplýsingar. Þeir þingmenn sem telja sig ekki eiga neina hagsmuni sem þurfi að gera grein fyrir eru flestir, eða þrír úr röðum Pírata, einn úr VG og tveir úr Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt þingsköpum skulu alþingismenn, innan mánaðar frá því að nýkjörið þing kemur saman, gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings eftir nánari reglum sem forsætisnefnd setur. Nýtt þing kom saman 6. desember og því rennur fresturinn út á föstudaginn. Þingmenn hafa fengið útskýringar á reglunum. „Sá sem hefur umsjón með þessu, það er að segja forstöðumaður lagaskrifstofu, hefur sent ábendingar til þingmanna um hvaða reglur gilda,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Þetta hafi verið gert strax við upphaf þings. „Og svo var það gert að nýju núna skömmu fyrir jólin,“ segir Helgi. Á meðal þeirra upplýsinga sem þingmönnum ber að skrá eru upplýsingar um launaða starfsemi, svo sem stjórnarsetu eða starf, fjárhagslegan stuðning eða gjafir sem þingmaðurinn kann að hafa fengið eða eftirstöðvar skulda. Þá ber þingmanni að greina frá eignum sínum, öðrum en fasteignum til eigin nota, og samkomulagi við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur sína. Þegar upplýsingarnar eru lesnar má sjá að þingmenn eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, situr til dæmis í stjórn Kynjabilsins sf. sem hann á 50% hlut í. Félagið hlaut styrk úr Jafnréttissjóði vorið 2016 til að vakta fréttatengda umræðuþætti í ljósvakamiðlum og gera þá tölfræði sem kemur út úr þeirri vöktun aðgengilega. Annað er ekki skráð á lista hjá Andrési. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er varamaður i stjórn tveggja einkahlutafélaga. Nichole Leigh Mosty gegnir ýmsum störfum fyrir Reykjavíkurborg og er í launalausu leyfi sem leikskólastjóri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Þegar skoðaður er listi þeirra þingmanna sem telur sig enga hagsmuni eiga, sést að flestir þeirra eru Píratar. Fréttablaðið/Anton
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira