Upplýsingar frá þingmönnum berast seint á hagsmunaskrá Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. janúar 2017 05:00 Myndin sýnir hverjir nýkjörinna þingmanna hafa skilað inn hagsmunaskráningu og hverjir ekki. grafík/guðmundur snær Af þeim 32 alþingismönnum, sem settust nýir inn á þing í desember, eiga fjórtán enn eftir að birta skrá yfir hagsmuni sína á vef Alþingis. Tólf þingmenn eru nú þegar búnir að skila og sex þingmenn hafa birt yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingisvísir/e.ólÞeir þingmenn sem enn eiga eftir að skrá hagsmuni sína eru úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Eini nýkjörni þingmaðurinn úr þeim flokki, Lilja Alfreðsdóttir, hefur birt upplýsingar. Þeir þingmenn sem telja sig ekki eiga neina hagsmuni sem þurfi að gera grein fyrir eru flestir, eða þrír úr röðum Pírata, einn úr VG og tveir úr Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt þingsköpum skulu alþingismenn, innan mánaðar frá því að nýkjörið þing kemur saman, gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings eftir nánari reglum sem forsætisnefnd setur. Nýtt þing kom saman 6. desember og því rennur fresturinn út á föstudaginn. Þingmenn hafa fengið útskýringar á reglunum. „Sá sem hefur umsjón með þessu, það er að segja forstöðumaður lagaskrifstofu, hefur sent ábendingar til þingmanna um hvaða reglur gilda,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Þetta hafi verið gert strax við upphaf þings. „Og svo var það gert að nýju núna skömmu fyrir jólin,“ segir Helgi. Á meðal þeirra upplýsinga sem þingmönnum ber að skrá eru upplýsingar um launaða starfsemi, svo sem stjórnarsetu eða starf, fjárhagslegan stuðning eða gjafir sem þingmaðurinn kann að hafa fengið eða eftirstöðvar skulda. Þá ber þingmanni að greina frá eignum sínum, öðrum en fasteignum til eigin nota, og samkomulagi við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur sína. Þegar upplýsingarnar eru lesnar má sjá að þingmenn eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, situr til dæmis í stjórn Kynjabilsins sf. sem hann á 50% hlut í. Félagið hlaut styrk úr Jafnréttissjóði vorið 2016 til að vakta fréttatengda umræðuþætti í ljósvakamiðlum og gera þá tölfræði sem kemur út úr þeirri vöktun aðgengilega. Annað er ekki skráð á lista hjá Andrési. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er varamaður i stjórn tveggja einkahlutafélaga. Nichole Leigh Mosty gegnir ýmsum störfum fyrir Reykjavíkurborg og er í launalausu leyfi sem leikskólastjóri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Þegar skoðaður er listi þeirra þingmanna sem telur sig enga hagsmuni eiga, sést að flestir þeirra eru Píratar. Fréttablaðið/Anton Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira
Af þeim 32 alþingismönnum, sem settust nýir inn á þing í desember, eiga fjórtán enn eftir að birta skrá yfir hagsmuni sína á vef Alþingis. Tólf þingmenn eru nú þegar búnir að skila og sex þingmenn hafa birt yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingisvísir/e.ólÞeir þingmenn sem enn eiga eftir að skrá hagsmuni sína eru úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Eini nýkjörni þingmaðurinn úr þeim flokki, Lilja Alfreðsdóttir, hefur birt upplýsingar. Þeir þingmenn sem telja sig ekki eiga neina hagsmuni sem þurfi að gera grein fyrir eru flestir, eða þrír úr röðum Pírata, einn úr VG og tveir úr Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt þingsköpum skulu alþingismenn, innan mánaðar frá því að nýkjörið þing kemur saman, gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings eftir nánari reglum sem forsætisnefnd setur. Nýtt þing kom saman 6. desember og því rennur fresturinn út á föstudaginn. Þingmenn hafa fengið útskýringar á reglunum. „Sá sem hefur umsjón með þessu, það er að segja forstöðumaður lagaskrifstofu, hefur sent ábendingar til þingmanna um hvaða reglur gilda,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Þetta hafi verið gert strax við upphaf þings. „Og svo var það gert að nýju núna skömmu fyrir jólin,“ segir Helgi. Á meðal þeirra upplýsinga sem þingmönnum ber að skrá eru upplýsingar um launaða starfsemi, svo sem stjórnarsetu eða starf, fjárhagslegan stuðning eða gjafir sem þingmaðurinn kann að hafa fengið eða eftirstöðvar skulda. Þá ber þingmanni að greina frá eignum sínum, öðrum en fasteignum til eigin nota, og samkomulagi við fyrrverandi eða verðandi vinnuveitendur sína. Þegar upplýsingarnar eru lesnar má sjá að þingmenn eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, situr til dæmis í stjórn Kynjabilsins sf. sem hann á 50% hlut í. Félagið hlaut styrk úr Jafnréttissjóði vorið 2016 til að vakta fréttatengda umræðuþætti í ljósvakamiðlum og gera þá tölfræði sem kemur út úr þeirri vöktun aðgengilega. Annað er ekki skráð á lista hjá Andrési. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er varamaður i stjórn tveggja einkahlutafélaga. Nichole Leigh Mosty gegnir ýmsum störfum fyrir Reykjavíkurborg og er í launalausu leyfi sem leikskólastjóri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Þegar skoðaður er listi þeirra þingmanna sem telur sig enga hagsmuni eiga, sést að flestir þeirra eru Píratar. Fréttablaðið/Anton
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira