Óttar Magnús og Oliver á lista yfir bestu leikmenn í Norður-Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 13:00 Óttar Magnús Karlsson er fæddur 1997 en Oliver Sigurjónsson árið 1995. vísir/tom/stefán Íslensku fótboltamennirnir Óttar Magnús Karlsson, sem seldur var frá Víkingi til Molde í desember, og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, eru á 46 manna lista sem Vísir hefur undir höndum yfir bestu leikmenn á Norðurlöndum sem tölfræði- og gagnaveituþjónustan InStat sendi á lið út um alla Skandinavíu og víðar. Óttar, sem er aðeins 19 ára gamall, sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar með Víkingi. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Hann var síðar seldur til Molde en þjálfari þess, Ole Gunnar Solskjær, kom tvívegis til Íslands í sumar til að horfa á piltinn unga og ræða við hann. Oliver Sigurjónsson hefur verið einn af allra bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö tímabil eða síðan hann kom heim úr atvinnumennsku. Hann er fæddur árið 1995 og var fyrirliði U21 árs landsliðsins sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar. InStat heldur utan um myndbönd og tölfræði hundruði leikmanna út um allan heim og geta forráðamenn og njósnarar fótboltafélaga skoðað ítarlega á myndbandi til dæmis hvernig menn pressa mótherjann, hvernig þeir byggja upp sóknir, hvernig löngu sendingarnar þeirra eru, fyrirgjafir, langskot, skallaeinvígi, tæklingar og margt fleira. Leikmenn fá svo einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum þáttum fótboltans en Óttar Magnús er númer 201 á InStat Index-num og Oliver aðeins neðar eða númer 214. Þeir eru þó á meðan 50 bestu leikmanna Norður-Evrópu samkvæmt InStat en þessa þjónustu notar Knattspyrnusamband Ísland meðal annars til að greina leiki. Aðeins einn markvörður er á listanum sem sendur var meðal annars á íslensk félög en það er Frederik Rönnow, markvörður Bröndby í Danmörku. Ellefu varnarmenn eru á listanum en Oliver er á meðal 21 miðjumanns og Óttar einn af þrettán framherjum á listanum. Þarna eru til dæmis sænski landsliðsmaðurinn Ludwig Augustinsson hjá FCK og danski landsliðsframherjinn Andreas Cornelius. Eins og fram hefur komið er Óttar nú þegar orðinn atvinnumaður hjá Molde en Oliver hefur lengi verið undir smásjá liða á borð við þýska 2. deildar félagsins Armenia Bielefeld. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Íslensku fótboltamennirnir Óttar Magnús Karlsson, sem seldur var frá Víkingi til Molde í desember, og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, eru á 46 manna lista sem Vísir hefur undir höndum yfir bestu leikmenn á Norðurlöndum sem tölfræði- og gagnaveituþjónustan InStat sendi á lið út um alla Skandinavíu og víðar. Óttar, sem er aðeins 19 ára gamall, sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar með Víkingi. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Hann var síðar seldur til Molde en þjálfari þess, Ole Gunnar Solskjær, kom tvívegis til Íslands í sumar til að horfa á piltinn unga og ræða við hann. Oliver Sigurjónsson hefur verið einn af allra bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö tímabil eða síðan hann kom heim úr atvinnumennsku. Hann er fæddur árið 1995 og var fyrirliði U21 árs landsliðsins sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar. InStat heldur utan um myndbönd og tölfræði hundruði leikmanna út um allan heim og geta forráðamenn og njósnarar fótboltafélaga skoðað ítarlega á myndbandi til dæmis hvernig menn pressa mótherjann, hvernig þeir byggja upp sóknir, hvernig löngu sendingarnar þeirra eru, fyrirgjafir, langskot, skallaeinvígi, tæklingar og margt fleira. Leikmenn fá svo einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum þáttum fótboltans en Óttar Magnús er númer 201 á InStat Index-num og Oliver aðeins neðar eða númer 214. Þeir eru þó á meðan 50 bestu leikmanna Norður-Evrópu samkvæmt InStat en þessa þjónustu notar Knattspyrnusamband Ísland meðal annars til að greina leiki. Aðeins einn markvörður er á listanum sem sendur var meðal annars á íslensk félög en það er Frederik Rönnow, markvörður Bröndby í Danmörku. Ellefu varnarmenn eru á listanum en Oliver er á meðal 21 miðjumanns og Óttar einn af þrettán framherjum á listanum. Þarna eru til dæmis sænski landsliðsmaðurinn Ludwig Augustinsson hjá FCK og danski landsliðsframherjinn Andreas Cornelius. Eins og fram hefur komið er Óttar nú þegar orðinn atvinnumaður hjá Molde en Oliver hefur lengi verið undir smásjá liða á borð við þýska 2. deildar félagsins Armenia Bielefeld.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira